Segir hjólreiðamenn hornreka á götum og stígum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2016 07:00 "Einu sinni þekkti ég alla á racer og í spandexi. Nú er þetta orðinn svo mikill fjöldi," segir Albert en ýmsar hjólreiðakeppnir eiga vinsældum að fagna. Þessi mynd er frá Alvogen Midnight Timetrial keppninni árið 2014. Fréttablaðið/Daníel Umferð „Skýrt merki um aukningu hjólreiðamanna er að það hafa þúsund skráð sig í Bláa lóns þrautina en við vorum tíu fyrir tuttugu árum,“ segir Albert Jakobsson, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Í Fréttblaðinu í gær sagði frá hraðskreiðum hjólreiðamönnum á göngustíg á Seltjarnarnesi. Margir tjáðu sig um fréttina á Vísi og voru sögur af „hættulegum hjólreiðamönnum“ víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sagðar. Albert segir það gefa auga leið að hjólreiðamenn þurfi að hjóla með skynsemina í fyrirrúmi og sem gestir á útivistarstígum borgarinnar. Það sé leiðinlegt að fáeinir sem séu með glannaskap sverti orðspor allra. Hjólreiðamenn fái undanþágu til að vera á göngustígum en þeir séu samt einnig í víkjandi stöðu á götum borgarinnar. „Í báðum tilfellum verðum við að passa okkur að vera ekki fyrir. Ökumenn vilja hafa okkur á göngustígum og gangandi vegfarendur vilja hafa okkur á götunum.“Albert Jakobsson, formaður hjólreiðafélags reykjavíkur.Með mikilli aukningu hjólreiðamanna er því mikilvægt telur Albert að byggja upp hjólastíga og að allir í umferðinni sýni tillitssemi. „Það gengur ekki að við séum hornreka bæði á götum og útivistarstígum. Það mætti fræða betur um hvernig skuli aka í kringum hjólreiðafólk, taka tillit og skapa ekki hættu þegar keyrt er fram hjá með því að strjúka okkur með speglunum,“ segir Albert. Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður skipulagsnefndar Seltjarnarnesbæjar, er sammála Alberti um nauðsyn hjólastíga. Tvöföldun á göngustígum bæjarins hafi verið í bígerð frá því í fyrra og séu nú á fjárhagsáætlun. Framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjist í vor, sem er hjólastígur frá borgarmörkum í Reykjavík og vestur eftir norðurströndinni. „Þetta eru heilmiklar framkvæmdir, jarðvegsskipti og malbikun og hleypur fyrsti áfanginn á tugum milljónum króna,“ segir Bjarni. Einnig verða hjólastígar lagðir í Reykjavík. Í nýsamþykktri hjólreiðaáætlun borgarinnar er lögð áhersla á að byggja upp aðgreinda stíga. „Það eru heilmiklar aðgerðir í bígerð í Elliðaárdalnum og verður framkvæmdum á hjólastíg við Stekkjarbakka og nýrri brú til móts við gömlu rafstöðina líklega lokið 1. júní,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjólastígar í Reykjavík4,5% er hlutfall hjólastíga í Reykjavík þar sem umferð hjólandi er aðgreind frá gangadi og akandi umferð eða 17 kílómetra leið. Markmið borgarinnar er að hlutfall hjólaleiða af heildar stígakerfinu verði 6% árið 2017 og 8% árið 2020.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Litlu munaði að hjólreiðamaður á miklum hraða klessti á lítið barn á göngustíg. Móðirin segir hjólaumferð alltof hraða. Lögreglan brýnir fyrir hjólreiðamönnum að þeim beri að víkja fyrir gangandi vegfarendum. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Umferð „Skýrt merki um aukningu hjólreiðamanna er að það hafa þúsund skráð sig í Bláa lóns þrautina en við vorum tíu fyrir tuttugu árum,“ segir Albert Jakobsson, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Í Fréttblaðinu í gær sagði frá hraðskreiðum hjólreiðamönnum á göngustíg á Seltjarnarnesi. Margir tjáðu sig um fréttina á Vísi og voru sögur af „hættulegum hjólreiðamönnum“ víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sagðar. Albert segir það gefa auga leið að hjólreiðamenn þurfi að hjóla með skynsemina í fyrirrúmi og sem gestir á útivistarstígum borgarinnar. Það sé leiðinlegt að fáeinir sem séu með glannaskap sverti orðspor allra. Hjólreiðamenn fái undanþágu til að vera á göngustígum en þeir séu samt einnig í víkjandi stöðu á götum borgarinnar. „Í báðum tilfellum verðum við að passa okkur að vera ekki fyrir. Ökumenn vilja hafa okkur á göngustígum og gangandi vegfarendur vilja hafa okkur á götunum.“Albert Jakobsson, formaður hjólreiðafélags reykjavíkur.Með mikilli aukningu hjólreiðamanna er því mikilvægt telur Albert að byggja upp hjólastíga og að allir í umferðinni sýni tillitssemi. „Það gengur ekki að við séum hornreka bæði á götum og útivistarstígum. Það mætti fræða betur um hvernig skuli aka í kringum hjólreiðafólk, taka tillit og skapa ekki hættu þegar keyrt er fram hjá með því að strjúka okkur með speglunum,“ segir Albert. Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður skipulagsnefndar Seltjarnarnesbæjar, er sammála Alberti um nauðsyn hjólastíga. Tvöföldun á göngustígum bæjarins hafi verið í bígerð frá því í fyrra og séu nú á fjárhagsáætlun. Framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjist í vor, sem er hjólastígur frá borgarmörkum í Reykjavík og vestur eftir norðurströndinni. „Þetta eru heilmiklar framkvæmdir, jarðvegsskipti og malbikun og hleypur fyrsti áfanginn á tugum milljónum króna,“ segir Bjarni. Einnig verða hjólastígar lagðir í Reykjavík. Í nýsamþykktri hjólreiðaáætlun borgarinnar er lögð áhersla á að byggja upp aðgreinda stíga. „Það eru heilmiklar aðgerðir í bígerð í Elliðaárdalnum og verður framkvæmdum á hjólastíg við Stekkjarbakka og nýrri brú til móts við gömlu rafstöðina líklega lokið 1. júní,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjólastígar í Reykjavík4,5% er hlutfall hjólastíga í Reykjavík þar sem umferð hjólandi er aðgreind frá gangadi og akandi umferð eða 17 kílómetra leið. Markmið borgarinnar er að hlutfall hjólaleiða af heildar stígakerfinu verði 6% árið 2017 og 8% árið 2020.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Litlu munaði að hjólreiðamaður á miklum hraða klessti á lítið barn á göngustíg. Móðirin segir hjólaumferð alltof hraða. Lögreglan brýnir fyrir hjólreiðamönnum að þeim beri að víkja fyrir gangandi vegfarendum. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Litlu munaði að hjólreiðamaður á miklum hraða klessti á lítið barn á göngustíg. Móðirin segir hjólaumferð alltof hraða. Lögreglan brýnir fyrir hjólreiðamönnum að þeim beri að víkja fyrir gangandi vegfarendum. 19. apríl 2016 07:00