Segir hjólreiðamenn hornreka á götum og stígum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2016 07:00 "Einu sinni þekkti ég alla á racer og í spandexi. Nú er þetta orðinn svo mikill fjöldi," segir Albert en ýmsar hjólreiðakeppnir eiga vinsældum að fagna. Þessi mynd er frá Alvogen Midnight Timetrial keppninni árið 2014. Fréttablaðið/Daníel Umferð „Skýrt merki um aukningu hjólreiðamanna er að það hafa þúsund skráð sig í Bláa lóns þrautina en við vorum tíu fyrir tuttugu árum,“ segir Albert Jakobsson, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Í Fréttblaðinu í gær sagði frá hraðskreiðum hjólreiðamönnum á göngustíg á Seltjarnarnesi. Margir tjáðu sig um fréttina á Vísi og voru sögur af „hættulegum hjólreiðamönnum“ víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sagðar. Albert segir það gefa auga leið að hjólreiðamenn þurfi að hjóla með skynsemina í fyrirrúmi og sem gestir á útivistarstígum borgarinnar. Það sé leiðinlegt að fáeinir sem séu með glannaskap sverti orðspor allra. Hjólreiðamenn fái undanþágu til að vera á göngustígum en þeir séu samt einnig í víkjandi stöðu á götum borgarinnar. „Í báðum tilfellum verðum við að passa okkur að vera ekki fyrir. Ökumenn vilja hafa okkur á göngustígum og gangandi vegfarendur vilja hafa okkur á götunum.“Albert Jakobsson, formaður hjólreiðafélags reykjavíkur.Með mikilli aukningu hjólreiðamanna er því mikilvægt telur Albert að byggja upp hjólastíga og að allir í umferðinni sýni tillitssemi. „Það gengur ekki að við séum hornreka bæði á götum og útivistarstígum. Það mætti fræða betur um hvernig skuli aka í kringum hjólreiðafólk, taka tillit og skapa ekki hættu þegar keyrt er fram hjá með því að strjúka okkur með speglunum,“ segir Albert. Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður skipulagsnefndar Seltjarnarnesbæjar, er sammála Alberti um nauðsyn hjólastíga. Tvöföldun á göngustígum bæjarins hafi verið í bígerð frá því í fyrra og séu nú á fjárhagsáætlun. Framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjist í vor, sem er hjólastígur frá borgarmörkum í Reykjavík og vestur eftir norðurströndinni. „Þetta eru heilmiklar framkvæmdir, jarðvegsskipti og malbikun og hleypur fyrsti áfanginn á tugum milljónum króna,“ segir Bjarni. Einnig verða hjólastígar lagðir í Reykjavík. Í nýsamþykktri hjólreiðaáætlun borgarinnar er lögð áhersla á að byggja upp aðgreinda stíga. „Það eru heilmiklar aðgerðir í bígerð í Elliðaárdalnum og verður framkvæmdum á hjólastíg við Stekkjarbakka og nýrri brú til móts við gömlu rafstöðina líklega lokið 1. júní,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjólastígar í Reykjavík4,5% er hlutfall hjólastíga í Reykjavík þar sem umferð hjólandi er aðgreind frá gangadi og akandi umferð eða 17 kílómetra leið. Markmið borgarinnar er að hlutfall hjólaleiða af heildar stígakerfinu verði 6% árið 2017 og 8% árið 2020.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Litlu munaði að hjólreiðamaður á miklum hraða klessti á lítið barn á göngustíg. Móðirin segir hjólaumferð alltof hraða. Lögreglan brýnir fyrir hjólreiðamönnum að þeim beri að víkja fyrir gangandi vegfarendum. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Umferð „Skýrt merki um aukningu hjólreiðamanna er að það hafa þúsund skráð sig í Bláa lóns þrautina en við vorum tíu fyrir tuttugu árum,“ segir Albert Jakobsson, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Í Fréttblaðinu í gær sagði frá hraðskreiðum hjólreiðamönnum á göngustíg á Seltjarnarnesi. Margir tjáðu sig um fréttina á Vísi og voru sögur af „hættulegum hjólreiðamönnum“ víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sagðar. Albert segir það gefa auga leið að hjólreiðamenn þurfi að hjóla með skynsemina í fyrirrúmi og sem gestir á útivistarstígum borgarinnar. Það sé leiðinlegt að fáeinir sem séu með glannaskap sverti orðspor allra. Hjólreiðamenn fái undanþágu til að vera á göngustígum en þeir séu samt einnig í víkjandi stöðu á götum borgarinnar. „Í báðum tilfellum verðum við að passa okkur að vera ekki fyrir. Ökumenn vilja hafa okkur á göngustígum og gangandi vegfarendur vilja hafa okkur á götunum.“Albert Jakobsson, formaður hjólreiðafélags reykjavíkur.Með mikilli aukningu hjólreiðamanna er því mikilvægt telur Albert að byggja upp hjólastíga og að allir í umferðinni sýni tillitssemi. „Það gengur ekki að við séum hornreka bæði á götum og útivistarstígum. Það mætti fræða betur um hvernig skuli aka í kringum hjólreiðafólk, taka tillit og skapa ekki hættu þegar keyrt er fram hjá með því að strjúka okkur með speglunum,“ segir Albert. Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður skipulagsnefndar Seltjarnarnesbæjar, er sammála Alberti um nauðsyn hjólastíga. Tvöföldun á göngustígum bæjarins hafi verið í bígerð frá því í fyrra og séu nú á fjárhagsáætlun. Framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjist í vor, sem er hjólastígur frá borgarmörkum í Reykjavík og vestur eftir norðurströndinni. „Þetta eru heilmiklar framkvæmdir, jarðvegsskipti og malbikun og hleypur fyrsti áfanginn á tugum milljónum króna,“ segir Bjarni. Einnig verða hjólastígar lagðir í Reykjavík. Í nýsamþykktri hjólreiðaáætlun borgarinnar er lögð áhersla á að byggja upp aðgreinda stíga. „Það eru heilmiklar aðgerðir í bígerð í Elliðaárdalnum og verður framkvæmdum á hjólastíg við Stekkjarbakka og nýrri brú til móts við gömlu rafstöðina líklega lokið 1. júní,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjólastígar í Reykjavík4,5% er hlutfall hjólastíga í Reykjavík þar sem umferð hjólandi er aðgreind frá gangadi og akandi umferð eða 17 kílómetra leið. Markmið borgarinnar er að hlutfall hjólaleiða af heildar stígakerfinu verði 6% árið 2017 og 8% árið 2020.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Litlu munaði að hjólreiðamaður á miklum hraða klessti á lítið barn á göngustíg. Móðirin segir hjólaumferð alltof hraða. Lögreglan brýnir fyrir hjólreiðamönnum að þeim beri að víkja fyrir gangandi vegfarendum. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Litlu munaði að hjólreiðamaður á miklum hraða klessti á lítið barn á göngustíg. Móðirin segir hjólaumferð alltof hraða. Lögreglan brýnir fyrir hjólreiðamönnum að þeim beri að víkja fyrir gangandi vegfarendum. 19. apríl 2016 07:00