Segir hjólreiðamenn hornreka á götum og stígum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2016 07:00 "Einu sinni þekkti ég alla á racer og í spandexi. Nú er þetta orðinn svo mikill fjöldi," segir Albert en ýmsar hjólreiðakeppnir eiga vinsældum að fagna. Þessi mynd er frá Alvogen Midnight Timetrial keppninni árið 2014. Fréttablaðið/Daníel Umferð „Skýrt merki um aukningu hjólreiðamanna er að það hafa þúsund skráð sig í Bláa lóns þrautina en við vorum tíu fyrir tuttugu árum,“ segir Albert Jakobsson, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Í Fréttblaðinu í gær sagði frá hraðskreiðum hjólreiðamönnum á göngustíg á Seltjarnarnesi. Margir tjáðu sig um fréttina á Vísi og voru sögur af „hættulegum hjólreiðamönnum“ víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sagðar. Albert segir það gefa auga leið að hjólreiðamenn þurfi að hjóla með skynsemina í fyrirrúmi og sem gestir á útivistarstígum borgarinnar. Það sé leiðinlegt að fáeinir sem séu með glannaskap sverti orðspor allra. Hjólreiðamenn fái undanþágu til að vera á göngustígum en þeir séu samt einnig í víkjandi stöðu á götum borgarinnar. „Í báðum tilfellum verðum við að passa okkur að vera ekki fyrir. Ökumenn vilja hafa okkur á göngustígum og gangandi vegfarendur vilja hafa okkur á götunum.“Albert Jakobsson, formaður hjólreiðafélags reykjavíkur.Með mikilli aukningu hjólreiðamanna er því mikilvægt telur Albert að byggja upp hjólastíga og að allir í umferðinni sýni tillitssemi. „Það gengur ekki að við séum hornreka bæði á götum og útivistarstígum. Það mætti fræða betur um hvernig skuli aka í kringum hjólreiðafólk, taka tillit og skapa ekki hættu þegar keyrt er fram hjá með því að strjúka okkur með speglunum,“ segir Albert. Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður skipulagsnefndar Seltjarnarnesbæjar, er sammála Alberti um nauðsyn hjólastíga. Tvöföldun á göngustígum bæjarins hafi verið í bígerð frá því í fyrra og séu nú á fjárhagsáætlun. Framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjist í vor, sem er hjólastígur frá borgarmörkum í Reykjavík og vestur eftir norðurströndinni. „Þetta eru heilmiklar framkvæmdir, jarðvegsskipti og malbikun og hleypur fyrsti áfanginn á tugum milljónum króna,“ segir Bjarni. Einnig verða hjólastígar lagðir í Reykjavík. Í nýsamþykktri hjólreiðaáætlun borgarinnar er lögð áhersla á að byggja upp aðgreinda stíga. „Það eru heilmiklar aðgerðir í bígerð í Elliðaárdalnum og verður framkvæmdum á hjólastíg við Stekkjarbakka og nýrri brú til móts við gömlu rafstöðina líklega lokið 1. júní,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjólastígar í Reykjavík4,5% er hlutfall hjólastíga í Reykjavík þar sem umferð hjólandi er aðgreind frá gangadi og akandi umferð eða 17 kílómetra leið. Markmið borgarinnar er að hlutfall hjólaleiða af heildar stígakerfinu verði 6% árið 2017 og 8% árið 2020.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Litlu munaði að hjólreiðamaður á miklum hraða klessti á lítið barn á göngustíg. Móðirin segir hjólaumferð alltof hraða. Lögreglan brýnir fyrir hjólreiðamönnum að þeim beri að víkja fyrir gangandi vegfarendum. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Umferð „Skýrt merki um aukningu hjólreiðamanna er að það hafa þúsund skráð sig í Bláa lóns þrautina en við vorum tíu fyrir tuttugu árum,“ segir Albert Jakobsson, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Í Fréttblaðinu í gær sagði frá hraðskreiðum hjólreiðamönnum á göngustíg á Seltjarnarnesi. Margir tjáðu sig um fréttina á Vísi og voru sögur af „hættulegum hjólreiðamönnum“ víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sagðar. Albert segir það gefa auga leið að hjólreiðamenn þurfi að hjóla með skynsemina í fyrirrúmi og sem gestir á útivistarstígum borgarinnar. Það sé leiðinlegt að fáeinir sem séu með glannaskap sverti orðspor allra. Hjólreiðamenn fái undanþágu til að vera á göngustígum en þeir séu samt einnig í víkjandi stöðu á götum borgarinnar. „Í báðum tilfellum verðum við að passa okkur að vera ekki fyrir. Ökumenn vilja hafa okkur á göngustígum og gangandi vegfarendur vilja hafa okkur á götunum.“Albert Jakobsson, formaður hjólreiðafélags reykjavíkur.Með mikilli aukningu hjólreiðamanna er því mikilvægt telur Albert að byggja upp hjólastíga og að allir í umferðinni sýni tillitssemi. „Það gengur ekki að við séum hornreka bæði á götum og útivistarstígum. Það mætti fræða betur um hvernig skuli aka í kringum hjólreiðafólk, taka tillit og skapa ekki hættu þegar keyrt er fram hjá með því að strjúka okkur með speglunum,“ segir Albert. Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður skipulagsnefndar Seltjarnarnesbæjar, er sammála Alberti um nauðsyn hjólastíga. Tvöföldun á göngustígum bæjarins hafi verið í bígerð frá því í fyrra og séu nú á fjárhagsáætlun. Framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjist í vor, sem er hjólastígur frá borgarmörkum í Reykjavík og vestur eftir norðurströndinni. „Þetta eru heilmiklar framkvæmdir, jarðvegsskipti og malbikun og hleypur fyrsti áfanginn á tugum milljónum króna,“ segir Bjarni. Einnig verða hjólastígar lagðir í Reykjavík. Í nýsamþykktri hjólreiðaáætlun borgarinnar er lögð áhersla á að byggja upp aðgreinda stíga. „Það eru heilmiklar aðgerðir í bígerð í Elliðaárdalnum og verður framkvæmdum á hjólastíg við Stekkjarbakka og nýrri brú til móts við gömlu rafstöðina líklega lokið 1. júní,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjólastígar í Reykjavík4,5% er hlutfall hjólastíga í Reykjavík þar sem umferð hjólandi er aðgreind frá gangadi og akandi umferð eða 17 kílómetra leið. Markmið borgarinnar er að hlutfall hjólaleiða af heildar stígakerfinu verði 6% árið 2017 og 8% árið 2020.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Litlu munaði að hjólreiðamaður á miklum hraða klessti á lítið barn á göngustíg. Móðirin segir hjólaumferð alltof hraða. Lögreglan brýnir fyrir hjólreiðamönnum að þeim beri að víkja fyrir gangandi vegfarendum. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Litlu munaði að hjólreiðamaður á miklum hraða klessti á lítið barn á göngustíg. Móðirin segir hjólaumferð alltof hraða. Lögreglan brýnir fyrir hjólreiðamönnum að þeim beri að víkja fyrir gangandi vegfarendum. 19. apríl 2016 07:00