Segir hjólreiðamenn hornreka á götum og stígum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2016 07:00 "Einu sinni þekkti ég alla á racer og í spandexi. Nú er þetta orðinn svo mikill fjöldi," segir Albert en ýmsar hjólreiðakeppnir eiga vinsældum að fagna. Þessi mynd er frá Alvogen Midnight Timetrial keppninni árið 2014. Fréttablaðið/Daníel Umferð „Skýrt merki um aukningu hjólreiðamanna er að það hafa þúsund skráð sig í Bláa lóns þrautina en við vorum tíu fyrir tuttugu árum,“ segir Albert Jakobsson, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Í Fréttblaðinu í gær sagði frá hraðskreiðum hjólreiðamönnum á göngustíg á Seltjarnarnesi. Margir tjáðu sig um fréttina á Vísi og voru sögur af „hættulegum hjólreiðamönnum“ víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sagðar. Albert segir það gefa auga leið að hjólreiðamenn þurfi að hjóla með skynsemina í fyrirrúmi og sem gestir á útivistarstígum borgarinnar. Það sé leiðinlegt að fáeinir sem séu með glannaskap sverti orðspor allra. Hjólreiðamenn fái undanþágu til að vera á göngustígum en þeir séu samt einnig í víkjandi stöðu á götum borgarinnar. „Í báðum tilfellum verðum við að passa okkur að vera ekki fyrir. Ökumenn vilja hafa okkur á göngustígum og gangandi vegfarendur vilja hafa okkur á götunum.“Albert Jakobsson, formaður hjólreiðafélags reykjavíkur.Með mikilli aukningu hjólreiðamanna er því mikilvægt telur Albert að byggja upp hjólastíga og að allir í umferðinni sýni tillitssemi. „Það gengur ekki að við séum hornreka bæði á götum og útivistarstígum. Það mætti fræða betur um hvernig skuli aka í kringum hjólreiðafólk, taka tillit og skapa ekki hættu þegar keyrt er fram hjá með því að strjúka okkur með speglunum,“ segir Albert. Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður skipulagsnefndar Seltjarnarnesbæjar, er sammála Alberti um nauðsyn hjólastíga. Tvöföldun á göngustígum bæjarins hafi verið í bígerð frá því í fyrra og séu nú á fjárhagsáætlun. Framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjist í vor, sem er hjólastígur frá borgarmörkum í Reykjavík og vestur eftir norðurströndinni. „Þetta eru heilmiklar framkvæmdir, jarðvegsskipti og malbikun og hleypur fyrsti áfanginn á tugum milljónum króna,“ segir Bjarni. Einnig verða hjólastígar lagðir í Reykjavík. Í nýsamþykktri hjólreiðaáætlun borgarinnar er lögð áhersla á að byggja upp aðgreinda stíga. „Það eru heilmiklar aðgerðir í bígerð í Elliðaárdalnum og verður framkvæmdum á hjólastíg við Stekkjarbakka og nýrri brú til móts við gömlu rafstöðina líklega lokið 1. júní,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjólastígar í Reykjavík4,5% er hlutfall hjólastíga í Reykjavík þar sem umferð hjólandi er aðgreind frá gangadi og akandi umferð eða 17 kílómetra leið. Markmið borgarinnar er að hlutfall hjólaleiða af heildar stígakerfinu verði 6% árið 2017 og 8% árið 2020.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Litlu munaði að hjólreiðamaður á miklum hraða klessti á lítið barn á göngustíg. Móðirin segir hjólaumferð alltof hraða. Lögreglan brýnir fyrir hjólreiðamönnum að þeim beri að víkja fyrir gangandi vegfarendum. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Umferð „Skýrt merki um aukningu hjólreiðamanna er að það hafa þúsund skráð sig í Bláa lóns þrautina en við vorum tíu fyrir tuttugu árum,“ segir Albert Jakobsson, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Í Fréttblaðinu í gær sagði frá hraðskreiðum hjólreiðamönnum á göngustíg á Seltjarnarnesi. Margir tjáðu sig um fréttina á Vísi og voru sögur af „hættulegum hjólreiðamönnum“ víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sagðar. Albert segir það gefa auga leið að hjólreiðamenn þurfi að hjóla með skynsemina í fyrirrúmi og sem gestir á útivistarstígum borgarinnar. Það sé leiðinlegt að fáeinir sem séu með glannaskap sverti orðspor allra. Hjólreiðamenn fái undanþágu til að vera á göngustígum en þeir séu samt einnig í víkjandi stöðu á götum borgarinnar. „Í báðum tilfellum verðum við að passa okkur að vera ekki fyrir. Ökumenn vilja hafa okkur á göngustígum og gangandi vegfarendur vilja hafa okkur á götunum.“Albert Jakobsson, formaður hjólreiðafélags reykjavíkur.Með mikilli aukningu hjólreiðamanna er því mikilvægt telur Albert að byggja upp hjólastíga og að allir í umferðinni sýni tillitssemi. „Það gengur ekki að við séum hornreka bæði á götum og útivistarstígum. Það mætti fræða betur um hvernig skuli aka í kringum hjólreiðafólk, taka tillit og skapa ekki hættu þegar keyrt er fram hjá með því að strjúka okkur með speglunum,“ segir Albert. Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður skipulagsnefndar Seltjarnarnesbæjar, er sammála Alberti um nauðsyn hjólastíga. Tvöföldun á göngustígum bæjarins hafi verið í bígerð frá því í fyrra og séu nú á fjárhagsáætlun. Framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjist í vor, sem er hjólastígur frá borgarmörkum í Reykjavík og vestur eftir norðurströndinni. „Þetta eru heilmiklar framkvæmdir, jarðvegsskipti og malbikun og hleypur fyrsti áfanginn á tugum milljónum króna,“ segir Bjarni. Einnig verða hjólastígar lagðir í Reykjavík. Í nýsamþykktri hjólreiðaáætlun borgarinnar er lögð áhersla á að byggja upp aðgreinda stíga. „Það eru heilmiklar aðgerðir í bígerð í Elliðaárdalnum og verður framkvæmdum á hjólastíg við Stekkjarbakka og nýrri brú til móts við gömlu rafstöðina líklega lokið 1. júní,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjólastígar í Reykjavík4,5% er hlutfall hjólastíga í Reykjavík þar sem umferð hjólandi er aðgreind frá gangadi og akandi umferð eða 17 kílómetra leið. Markmið borgarinnar er að hlutfall hjólaleiða af heildar stígakerfinu verði 6% árið 2017 og 8% árið 2020.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Litlu munaði að hjólreiðamaður á miklum hraða klessti á lítið barn á göngustíg. Móðirin segir hjólaumferð alltof hraða. Lögreglan brýnir fyrir hjólreiðamönnum að þeim beri að víkja fyrir gangandi vegfarendum. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Litlu munaði að hjólreiðamaður á miklum hraða klessti á lítið barn á göngustíg. Móðirin segir hjólaumferð alltof hraða. Lögreglan brýnir fyrir hjólreiðamönnum að þeim beri að víkja fyrir gangandi vegfarendum. 19. apríl 2016 07:00