Tveir skólaliðar dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn drengjum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júlí 2016 08:00 Fjölskipaður dómur dæmdi í málinu. mynd/bb.is Tveir skólaliðar í grunnaskóla á Vestfjörðum voru á föstudag dæmdir fyrir kynferðislega áreitni gegn börnum. Annar mannanna hlaut sex mánaða dóm en hinn þriggja mánaða dóm. Fullnusta beggja refsinga fellur niður haldi mennirnir skilorð í tvö ár. Þetta var niðurstaða fjölskipaðs Héraðsdóms Vestfjarða. Annar mannanna var sakfelldur fyrir tvö kynferðisbrot. Annars vegar fyrir að hafa reynt að girða niður um tíu ára dreng á salerni skólans. Hins vegar fyrir að hafa, þremur mánuðum áður, sýnt tveimur tíu ára drengjum, annar þeirra sá sami og hann braut gegn í fyrra brotinu, ósiðlegt athæfi með því að bera á sér kynfærin fyrir framan þá og fengið þá til að bera sig fyrir framan hann. Brotin áttu sér stað árið 2013. Hinn maðurinn, sá sem hlaut þriggja mánaða dóm, var dæmdur fyrir að gyrða niður um ellefu ára gamlan dreng í matsal skólans svo að sást í kynfæri hans.Sögðu drengina bera sig röngum sökum Fyrrgreindi maðurinn sagði við skýrslutökur hjá lögreglu að hann hefði ekki brotið gegn drengjunum og að þeir væru líklega að hefna sín á honum. Hann hefði kvartað yfir hegðun þeirra við skólastjóra skólans og drengirnir brugðist við því með því að hóta að láta reka hann. Taldi hann framburð þeirra reistan á slíkum hvötum. Mennirnir tveir, hinir sakfelldu, bjuggu saman og höfðu brotaþolar oft kallað á eftir þeim að þeir væru hommar. Í framburði annars þeirra fyrir dómi kom hins vegar fram að þeir væru frændur sem byggju á sitthvorri hæðinni í sama húsi. Teknar voru dómskýrslur af brotaþolum í Barnahúsi. Þar sagði annar þeirra að skólaliðinn, sá sem hlaut lengri dóm, hafi dregið hann inn á salerni skólans. Hann hafi í fyrstu talið að um leik hafi verið að ræða en málið hafi farið yfir strikið þegar maðurinn reyndi að girða niður um hann. Drengurinn hrópaði á hjálp og skömmu síðar kom vinur hans, hinn brotaþoli þessa máls, honum til aðstoðar. Þá hafi skólaliðinn hætt. Í hamagangnum höfðu gallabuxur drengsins rifnað. Það var mat dómara málsins að framburður drengjanna væri trúverðugur. Þeim hafi í meginatriðum borið saman en þó væri stöku misræmi. Því taldi dómurinn ólíklegt að drengirnir hefðu tekið sig saman um að bera ákærða sökum þar sem þá væri misræmið eigi til staðar. Í niðurstöðu dómaranna kom fram að maðurinn hefði eitt sinn gengist undir sektargerð fyrir fjárdrátt en að öðru leiti hefði hann ekki brotið af sér. Því þótti unnt að skilorðsbinda refsinguna. Að auki var honum gert að greiða öðrum drengnum, þeim sem hann reyndi að girða niður um, 600.000 krónur í miskabætur en hinum 300.000 krónur í bætur.Fjórtán ára drengur staðfesti framburð brotaþola Brot hins mannsins átti sér stað í matsal skólans þar sem mennirnir voru að þrífa. Í dómskýrslu brotaþola kom fram að maðurinn hefði girt niður um hann í gríni því hann hafi farið að hlæja í kjölfarið. Sér hafi hins vegar ekki liðið vel. Hinn maðurinn, sá sem hlaut lengri dóm, hafi sagt honum að segja móður sinni ekki frá því ef hann myndi gera það fengi hann alltaf miða heim um að hann væri óþekkur í skólanum. Líkt og í fyrra tilvikinu taldi ákærði að drengirnir væru að reyna að ná sér niður á honum. Þeir stríddu honum reglulega, uppnefndu hann og spörkuðu í hann. Fjórtán ára nemandi við skólann varð vitni að atvikinu og gat staðfest framburð brotaþola fyrir dómi. Ákærði sagði hins vegar að sá drengur hefði ekki verið viðstaddur. Hann væri aðeins að taka þátt í því með hinum drengjunum að láta reka hann og bera hann röngum sökum. Dómarar málsins töldu ekkert í framburði brotaþola og vitna málsins benda til þess að þau hefðu einsett sér það markmið að bera ákærða röngum sökum. Í framburði fjórtán ára drengsins kom fram að á þessum tíma, sem brotið átti sér stað, hafi það verið leikur meðal stráka skólans að girða niður um hvorn annan. Það var mat dómsins að ákærði, sem starfsmaður skólans, gæti aldrei talist leikfélagi í slíkum leik. Þetta er fyrsta brot mannsins en hann hefur þó áður gengist undir sektargerð vegna fjárdráttar. Það gerði hann á nákvæmlega sama degi og frændi hans sem bjó með honum. Þar sem rannsókn málsins hófst í mars 2014 og ákæra var ekki gefin út fyrr en í febrúar 2016 var refsing hans bundin skilorði. Þá var honum gert að greiða brotaþola 300.000 krónur í miskabætur. Mennirnir tveir þurfa að standa straum af sakarkostnaði sem í hvoru máli fyrir sig nemur tæpum tveimur milljónum króna. Dóma Héraðsdóms Vestfjarða má lesa hér og hér. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Tveir skólaliðar í grunnaskóla á Vestfjörðum voru á föstudag dæmdir fyrir kynferðislega áreitni gegn börnum. Annar mannanna hlaut sex mánaða dóm en hinn þriggja mánaða dóm. Fullnusta beggja refsinga fellur niður haldi mennirnir skilorð í tvö ár. Þetta var niðurstaða fjölskipaðs Héraðsdóms Vestfjarða. Annar mannanna var sakfelldur fyrir tvö kynferðisbrot. Annars vegar fyrir að hafa reynt að girða niður um tíu ára dreng á salerni skólans. Hins vegar fyrir að hafa, þremur mánuðum áður, sýnt tveimur tíu ára drengjum, annar þeirra sá sami og hann braut gegn í fyrra brotinu, ósiðlegt athæfi með því að bera á sér kynfærin fyrir framan þá og fengið þá til að bera sig fyrir framan hann. Brotin áttu sér stað árið 2013. Hinn maðurinn, sá sem hlaut þriggja mánaða dóm, var dæmdur fyrir að gyrða niður um ellefu ára gamlan dreng í matsal skólans svo að sást í kynfæri hans.Sögðu drengina bera sig röngum sökum Fyrrgreindi maðurinn sagði við skýrslutökur hjá lögreglu að hann hefði ekki brotið gegn drengjunum og að þeir væru líklega að hefna sín á honum. Hann hefði kvartað yfir hegðun þeirra við skólastjóra skólans og drengirnir brugðist við því með því að hóta að láta reka hann. Taldi hann framburð þeirra reistan á slíkum hvötum. Mennirnir tveir, hinir sakfelldu, bjuggu saman og höfðu brotaþolar oft kallað á eftir þeim að þeir væru hommar. Í framburði annars þeirra fyrir dómi kom hins vegar fram að þeir væru frændur sem byggju á sitthvorri hæðinni í sama húsi. Teknar voru dómskýrslur af brotaþolum í Barnahúsi. Þar sagði annar þeirra að skólaliðinn, sá sem hlaut lengri dóm, hafi dregið hann inn á salerni skólans. Hann hafi í fyrstu talið að um leik hafi verið að ræða en málið hafi farið yfir strikið þegar maðurinn reyndi að girða niður um hann. Drengurinn hrópaði á hjálp og skömmu síðar kom vinur hans, hinn brotaþoli þessa máls, honum til aðstoðar. Þá hafi skólaliðinn hætt. Í hamagangnum höfðu gallabuxur drengsins rifnað. Það var mat dómara málsins að framburður drengjanna væri trúverðugur. Þeim hafi í meginatriðum borið saman en þó væri stöku misræmi. Því taldi dómurinn ólíklegt að drengirnir hefðu tekið sig saman um að bera ákærða sökum þar sem þá væri misræmið eigi til staðar. Í niðurstöðu dómaranna kom fram að maðurinn hefði eitt sinn gengist undir sektargerð fyrir fjárdrátt en að öðru leiti hefði hann ekki brotið af sér. Því þótti unnt að skilorðsbinda refsinguna. Að auki var honum gert að greiða öðrum drengnum, þeim sem hann reyndi að girða niður um, 600.000 krónur í miskabætur en hinum 300.000 krónur í bætur.Fjórtán ára drengur staðfesti framburð brotaþola Brot hins mannsins átti sér stað í matsal skólans þar sem mennirnir voru að þrífa. Í dómskýrslu brotaþola kom fram að maðurinn hefði girt niður um hann í gríni því hann hafi farið að hlæja í kjölfarið. Sér hafi hins vegar ekki liðið vel. Hinn maðurinn, sá sem hlaut lengri dóm, hafi sagt honum að segja móður sinni ekki frá því ef hann myndi gera það fengi hann alltaf miða heim um að hann væri óþekkur í skólanum. Líkt og í fyrra tilvikinu taldi ákærði að drengirnir væru að reyna að ná sér niður á honum. Þeir stríddu honum reglulega, uppnefndu hann og spörkuðu í hann. Fjórtán ára nemandi við skólann varð vitni að atvikinu og gat staðfest framburð brotaþola fyrir dómi. Ákærði sagði hins vegar að sá drengur hefði ekki verið viðstaddur. Hann væri aðeins að taka þátt í því með hinum drengjunum að láta reka hann og bera hann röngum sökum. Dómarar málsins töldu ekkert í framburði brotaþola og vitna málsins benda til þess að þau hefðu einsett sér það markmið að bera ákærða röngum sökum. Í framburði fjórtán ára drengsins kom fram að á þessum tíma, sem brotið átti sér stað, hafi það verið leikur meðal stráka skólans að girða niður um hvorn annan. Það var mat dómsins að ákærði, sem starfsmaður skólans, gæti aldrei talist leikfélagi í slíkum leik. Þetta er fyrsta brot mannsins en hann hefur þó áður gengist undir sektargerð vegna fjárdráttar. Það gerði hann á nákvæmlega sama degi og frændi hans sem bjó með honum. Þar sem rannsókn málsins hófst í mars 2014 og ákæra var ekki gefin út fyrr en í febrúar 2016 var refsing hans bundin skilorði. Þá var honum gert að greiða brotaþola 300.000 krónur í miskabætur. Mennirnir tveir þurfa að standa straum af sakarkostnaði sem í hvoru máli fyrir sig nemur tæpum tveimur milljónum króna. Dóma Héraðsdóms Vestfjarða má lesa hér og hér.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira