Strætó skoðar að leyfa gæludýr í vögnunum Ingvar Haraldsson skrifar 4. júlí 2016 07:00 Gæludýr eru bönnuð í strætisvögnum eins og sakir standa hér á landi en leyfð í strætisvögnum nágrannalanda okkar. vísir/ernir Stjórn Strætó er með til skoðunar að leyfa gæludýr í strætisvögnum. „Okkur langar virkilega að fara að skoða það að gæludýr verði leyfð í Strætó í bandi eða búri og fara í tilraunverkefni með það,“ segir Sverrir Óskarsson, fulltrúi Kópavogs í stjórn Strætó. „Við erum að hvetja fólk til bíllauss lífsstíls og nota almenningssamgöngur en þá verðum við náttúrulega líka að leyfa að fara með dýrin í heimsókn til annarra eða fara með dýrin til dýralæknis. Við getum ekki sagt bíllaus lífsstíll og svo sagt enginn í strætó nema manneskjur,“ segir Sverrir.Sverrir Óskarsson segir það stangast á við hugmyndir um bíllausan lífsstíl að banna gæludýr í strætó. fréttablaðið/anton„Þetta er gert alls staðar annars staðar og við höfum velt fyrir okkur af hverju við erum eitthvað öðruvísi,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Jóhannes á von á því að málið verði tekið fyrir á stjórnarfundi í haust og ákvörðun tekin í framhaldi af því. Stjórn Strætó hefur látið vinna skýrslu um málið þar sem álit var fengið frá helstu hagsmunaðilum. „Við vildum skoða þetta mál til þess að hafa upplýsingar um hvernig þetta væri gert og hvaða sjónarmið væru með á móti,“ segir Jóhannes. Jóhannes segir margoft hafa verið ýtt á Strætó að leyfa gæludýr í strætisvögnum. „Það er til Facebook-síða sem heitir Hundar í strætó. Þetta hefur mikið verið í umræðunni í gegnum tíðina og sitt sýnist hverjum,“ segir hann. Á síðasta ári fór fram undirskriftasöfnun þar sem hvatt var til að leyfa gæludýr í strætó þar sem söfnuðust ríflega fjögur þúsund undirskriftir.Hundurinn Vaskur bíður með eiganda sínum eftir strætó á Bústaðaveginum. Nú gæti biðin farið að styttast fyrir Vask.vísir/hannaSverrir bendir á að reglugerð um hollustuhætti banni flutning dýra í almennum farþegarýmum samgöngutækja að undanskildum hjálparhundum. Því þurfi væntanlega að gera breytingar á reglugerðinni eða veita undanþágu frá henni til þess að hægt sé að hleypa gæludýrum í strætó. Sverrir tók málið upp á bæjarstjórnarfundi hjá Kópavogsbæ þar sem hann situr sem bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar. „Mér heyrist bæjarstjórn Kópavogs vera mjög jákvæð,“ segir hann. Einnig hafi stjórnarmenn í Strætó tekið jákvætt í hugmyndina þó engin ákvörðun hafi verið tekin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Stjórn Strætó er með til skoðunar að leyfa gæludýr í strætisvögnum. „Okkur langar virkilega að fara að skoða það að gæludýr verði leyfð í Strætó í bandi eða búri og fara í tilraunverkefni með það,“ segir Sverrir Óskarsson, fulltrúi Kópavogs í stjórn Strætó. „Við erum að hvetja fólk til bíllauss lífsstíls og nota almenningssamgöngur en þá verðum við náttúrulega líka að leyfa að fara með dýrin í heimsókn til annarra eða fara með dýrin til dýralæknis. Við getum ekki sagt bíllaus lífsstíll og svo sagt enginn í strætó nema manneskjur,“ segir Sverrir.Sverrir Óskarsson segir það stangast á við hugmyndir um bíllausan lífsstíl að banna gæludýr í strætó. fréttablaðið/anton„Þetta er gert alls staðar annars staðar og við höfum velt fyrir okkur af hverju við erum eitthvað öðruvísi,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Jóhannes á von á því að málið verði tekið fyrir á stjórnarfundi í haust og ákvörðun tekin í framhaldi af því. Stjórn Strætó hefur látið vinna skýrslu um málið þar sem álit var fengið frá helstu hagsmunaðilum. „Við vildum skoða þetta mál til þess að hafa upplýsingar um hvernig þetta væri gert og hvaða sjónarmið væru með á móti,“ segir Jóhannes. Jóhannes segir margoft hafa verið ýtt á Strætó að leyfa gæludýr í strætisvögnum. „Það er til Facebook-síða sem heitir Hundar í strætó. Þetta hefur mikið verið í umræðunni í gegnum tíðina og sitt sýnist hverjum,“ segir hann. Á síðasta ári fór fram undirskriftasöfnun þar sem hvatt var til að leyfa gæludýr í strætó þar sem söfnuðust ríflega fjögur þúsund undirskriftir.Hundurinn Vaskur bíður með eiganda sínum eftir strætó á Bústaðaveginum. Nú gæti biðin farið að styttast fyrir Vask.vísir/hannaSverrir bendir á að reglugerð um hollustuhætti banni flutning dýra í almennum farþegarýmum samgöngutækja að undanskildum hjálparhundum. Því þurfi væntanlega að gera breytingar á reglugerðinni eða veita undanþágu frá henni til þess að hægt sé að hleypa gæludýrum í strætó. Sverrir tók málið upp á bæjarstjórnarfundi hjá Kópavogsbæ þar sem hann situr sem bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar. „Mér heyrist bæjarstjórn Kópavogs vera mjög jákvæð,“ segir hann. Einnig hafi stjórnarmenn í Strætó tekið jákvætt í hugmyndina þó engin ákvörðun hafi verið tekin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels