Kornabarn var laust í leigðum barnabílstól Þórdís Valsdóttir skrifar 28. júní 2016 10:45 Engar reglur gilda um leigu á barnabílstólum. Nordicphoto/AFP „Ég tel ekki treystandi að leigja bílstóla frá versluninni Ólavíu og Ólíver eftir mína reynslu,“ segir Guðbjörg Hulda Karlsdóttir en hún leigði barnabílstól af versluninni á dögunum sem var að hennar sögn gallaður. Eftir að hafa haft stólinn á leigu í rúmlega viku tekur Guðbjörg eftir því að ólarnar sem halda barninu í stólnum höfðu verið vitlaust þræddar í stólinn þegar hún tók við honum. Engar reglur gilda um leigu á bílstólum.Herdís Storgaard, verkefnastjóri Miðstöðvar slysavarna barna. Fréttablaðið/Stefán„Við höfum reglur um það hvernig við yfirförum stólana, það er í raun bara ein manneskja hér sem sér um það,“ segir Birna Hrund Árnadóttir, eigandi Ólavíu og Ólívers. Hún kannast ekki við umrætt mál en segir það koma sér á óvart. Starfsmaður verslunarinnar fór yfir stólinn að Guðbjörgu viðstaddri þegar hún skilaði honum og varð ekki var við það að ólarnar væru rangt festar fyrr en Guðbjörg benti á gallann. „Ég bið hana um að fara yfir stólinn fyrir framan mig, í raun til þess að sjá hvort hún átti sig á því hvað er að honum. Þær fara tvær yfir stólinn og hvorug þeirra tekur eftir því að ólin var laflaus,“ segir Guðbjörg. „Mér vitanlega eru litlar sem engar reglur um svona leigu, staðan er þannig að það er gat í löggjöf með svona viðskipti,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. Að hans mati myndi það styrkja stöðu neytenda ef settar væru reglur um útleigu á lausafjármunum. Herdís Storgaard, verkefnastjóri Miðstöðvar slysavarna barna, gagnrýnir það að engar reglur gildi um leigu af þessu tagi. „Ég hef í mörg ár reynt að fá stjórnvöld til að setja reglur um það hvernig leigu á svona öryggisvörum skuli háttað,“ segir Herdís. Herdís segir að í Svíþjóð hafi sænska umferðarráðið gert þá kröfu að þeir aðilar sem selja eða leigja öryggisbúnað fyrir börn í bílum sitji reglulega námskeið. „Þegar stóll sem kemur inn úr leigu er skoðaður þá þarf sá aðili að hafa til þess þekkingu og vissa þjálfun, það nægir ekki að sjónskoða stólana.“ VÍS leigir einnig út barnabílstóla en Arnþór Þórðarson, umsjónarmaður barnabílstóla hjá VÍS, segir að farið sé yfir alla stóla hjá þeim og þeir þrifnir. „Þegar stólarnir koma inn til okkar þá tökum við af þeim áklæðið og þeir eru skoðaðir. Ólarnar, læsingarnar og allur búnaður er prófaður.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júní 2016 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
„Ég tel ekki treystandi að leigja bílstóla frá versluninni Ólavíu og Ólíver eftir mína reynslu,“ segir Guðbjörg Hulda Karlsdóttir en hún leigði barnabílstól af versluninni á dögunum sem var að hennar sögn gallaður. Eftir að hafa haft stólinn á leigu í rúmlega viku tekur Guðbjörg eftir því að ólarnar sem halda barninu í stólnum höfðu verið vitlaust þræddar í stólinn þegar hún tók við honum. Engar reglur gilda um leigu á bílstólum.Herdís Storgaard, verkefnastjóri Miðstöðvar slysavarna barna. Fréttablaðið/Stefán„Við höfum reglur um það hvernig við yfirförum stólana, það er í raun bara ein manneskja hér sem sér um það,“ segir Birna Hrund Árnadóttir, eigandi Ólavíu og Ólívers. Hún kannast ekki við umrætt mál en segir það koma sér á óvart. Starfsmaður verslunarinnar fór yfir stólinn að Guðbjörgu viðstaddri þegar hún skilaði honum og varð ekki var við það að ólarnar væru rangt festar fyrr en Guðbjörg benti á gallann. „Ég bið hana um að fara yfir stólinn fyrir framan mig, í raun til þess að sjá hvort hún átti sig á því hvað er að honum. Þær fara tvær yfir stólinn og hvorug þeirra tekur eftir því að ólin var laflaus,“ segir Guðbjörg. „Mér vitanlega eru litlar sem engar reglur um svona leigu, staðan er þannig að það er gat í löggjöf með svona viðskipti,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. Að hans mati myndi það styrkja stöðu neytenda ef settar væru reglur um útleigu á lausafjármunum. Herdís Storgaard, verkefnastjóri Miðstöðvar slysavarna barna, gagnrýnir það að engar reglur gildi um leigu af þessu tagi. „Ég hef í mörg ár reynt að fá stjórnvöld til að setja reglur um það hvernig leigu á svona öryggisvörum skuli háttað,“ segir Herdís. Herdís segir að í Svíþjóð hafi sænska umferðarráðið gert þá kröfu að þeir aðilar sem selja eða leigja öryggisbúnað fyrir börn í bílum sitji reglulega námskeið. „Þegar stóll sem kemur inn úr leigu er skoðaður þá þarf sá aðili að hafa til þess þekkingu og vissa þjálfun, það nægir ekki að sjónskoða stólana.“ VÍS leigir einnig út barnabílstóla en Arnþór Þórðarson, umsjónarmaður barnabílstóla hjá VÍS, segir að farið sé yfir alla stóla hjá þeim og þeir þrifnir. „Þegar stólarnir koma inn til okkar þá tökum við af þeim áklæðið og þeir eru skoðaðir. Ólarnar, læsingarnar og allur búnaður er prófaður.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júní 2016
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira