Kornabarn var laust í leigðum barnabílstól Þórdís Valsdóttir skrifar 28. júní 2016 10:45 Engar reglur gilda um leigu á barnabílstólum. Nordicphoto/AFP „Ég tel ekki treystandi að leigja bílstóla frá versluninni Ólavíu og Ólíver eftir mína reynslu,“ segir Guðbjörg Hulda Karlsdóttir en hún leigði barnabílstól af versluninni á dögunum sem var að hennar sögn gallaður. Eftir að hafa haft stólinn á leigu í rúmlega viku tekur Guðbjörg eftir því að ólarnar sem halda barninu í stólnum höfðu verið vitlaust þræddar í stólinn þegar hún tók við honum. Engar reglur gilda um leigu á bílstólum.Herdís Storgaard, verkefnastjóri Miðstöðvar slysavarna barna. Fréttablaðið/Stefán„Við höfum reglur um það hvernig við yfirförum stólana, það er í raun bara ein manneskja hér sem sér um það,“ segir Birna Hrund Árnadóttir, eigandi Ólavíu og Ólívers. Hún kannast ekki við umrætt mál en segir það koma sér á óvart. Starfsmaður verslunarinnar fór yfir stólinn að Guðbjörgu viðstaddri þegar hún skilaði honum og varð ekki var við það að ólarnar væru rangt festar fyrr en Guðbjörg benti á gallann. „Ég bið hana um að fara yfir stólinn fyrir framan mig, í raun til þess að sjá hvort hún átti sig á því hvað er að honum. Þær fara tvær yfir stólinn og hvorug þeirra tekur eftir því að ólin var laflaus,“ segir Guðbjörg. „Mér vitanlega eru litlar sem engar reglur um svona leigu, staðan er þannig að það er gat í löggjöf með svona viðskipti,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. Að hans mati myndi það styrkja stöðu neytenda ef settar væru reglur um útleigu á lausafjármunum. Herdís Storgaard, verkefnastjóri Miðstöðvar slysavarna barna, gagnrýnir það að engar reglur gildi um leigu af þessu tagi. „Ég hef í mörg ár reynt að fá stjórnvöld til að setja reglur um það hvernig leigu á svona öryggisvörum skuli háttað,“ segir Herdís. Herdís segir að í Svíþjóð hafi sænska umferðarráðið gert þá kröfu að þeir aðilar sem selja eða leigja öryggisbúnað fyrir börn í bílum sitji reglulega námskeið. „Þegar stóll sem kemur inn úr leigu er skoðaður þá þarf sá aðili að hafa til þess þekkingu og vissa þjálfun, það nægir ekki að sjónskoða stólana.“ VÍS leigir einnig út barnabílstóla en Arnþór Þórðarson, umsjónarmaður barnabílstóla hjá VÍS, segir að farið sé yfir alla stóla hjá þeim og þeir þrifnir. „Þegar stólarnir koma inn til okkar þá tökum við af þeim áklæðið og þeir eru skoðaðir. Ólarnar, læsingarnar og allur búnaður er prófaður.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júní 2016 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
„Ég tel ekki treystandi að leigja bílstóla frá versluninni Ólavíu og Ólíver eftir mína reynslu,“ segir Guðbjörg Hulda Karlsdóttir en hún leigði barnabílstól af versluninni á dögunum sem var að hennar sögn gallaður. Eftir að hafa haft stólinn á leigu í rúmlega viku tekur Guðbjörg eftir því að ólarnar sem halda barninu í stólnum höfðu verið vitlaust þræddar í stólinn þegar hún tók við honum. Engar reglur gilda um leigu á bílstólum.Herdís Storgaard, verkefnastjóri Miðstöðvar slysavarna barna. Fréttablaðið/Stefán„Við höfum reglur um það hvernig við yfirförum stólana, það er í raun bara ein manneskja hér sem sér um það,“ segir Birna Hrund Árnadóttir, eigandi Ólavíu og Ólívers. Hún kannast ekki við umrætt mál en segir það koma sér á óvart. Starfsmaður verslunarinnar fór yfir stólinn að Guðbjörgu viðstaddri þegar hún skilaði honum og varð ekki var við það að ólarnar væru rangt festar fyrr en Guðbjörg benti á gallann. „Ég bið hana um að fara yfir stólinn fyrir framan mig, í raun til þess að sjá hvort hún átti sig á því hvað er að honum. Þær fara tvær yfir stólinn og hvorug þeirra tekur eftir því að ólin var laflaus,“ segir Guðbjörg. „Mér vitanlega eru litlar sem engar reglur um svona leigu, staðan er þannig að það er gat í löggjöf með svona viðskipti,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. Að hans mati myndi það styrkja stöðu neytenda ef settar væru reglur um útleigu á lausafjármunum. Herdís Storgaard, verkefnastjóri Miðstöðvar slysavarna barna, gagnrýnir það að engar reglur gildi um leigu af þessu tagi. „Ég hef í mörg ár reynt að fá stjórnvöld til að setja reglur um það hvernig leigu á svona öryggisvörum skuli háttað,“ segir Herdís. Herdís segir að í Svíþjóð hafi sænska umferðarráðið gert þá kröfu að þeir aðilar sem selja eða leigja öryggisbúnað fyrir börn í bílum sitji reglulega námskeið. „Þegar stóll sem kemur inn úr leigu er skoðaður þá þarf sá aðili að hafa til þess þekkingu og vissa þjálfun, það nægir ekki að sjónskoða stólana.“ VÍS leigir einnig út barnabílstóla en Arnþór Þórðarson, umsjónarmaður barnabílstóla hjá VÍS, segir að farið sé yfir alla stóla hjá þeim og þeir þrifnir. „Þegar stólarnir koma inn til okkar þá tökum við af þeim áklæðið og þeir eru skoðaðir. Ólarnar, læsingarnar og allur búnaður er prófaður.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júní 2016
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira