Margt enn óunnið eftir aldarbaráttu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. maí 2016 11:30 Vísir/Pjetur Það hefur aukist að kjarasamningar séu ekki virtir og brotið sé á réttindum launafólks. Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í sumum tilfellum séu brotin það slæm að þau jaðri við mansal og þrælahald. Hátterni einstaka atvinnurekenda sé eins og í upphafi síðustu aldar. Fyrsti maí, alþjóðlegur baráttudagur verkafólks, er í dag. Verkalýðshreyfingin á Íslandi stendur fyrir ríflega þrjátíu baráttufundum um allt land í tilefni dagsins. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands segir að margt enn óunnið þrátt fyrir aldarbaráttu sambandsins fyrir bættum kjörum verkafólks. „Annars vegar hefur komið í ljós í þessum uppgangi sem er núna að verða að það er allt of mikið um það að einstaka óprúttnir atvinnurekendur eru að misnota bæði unga fólkið sem er að byrja á vinnumarkaði og líka erlenda félaga okkar sem eru að koma hingað til þess að leysa úr verkum. Ekki að greiða þeim kjör eins og þeir eiga rétt á. Þess vegna ýttum við úr vör þessu átaki, Einn réttur – Ekkert svindl, sem á svolítið að ramma þetta inn. En þetta minnir svolítið á það að þrátt fyrir hundrað ára baráttu megum við aldrei slaka á í aðhaldinu. Þetta geti skroppið undan. Hins vegar þá beinum við athyglinni líka að velferðarpólitískum þáttum eins og heilbrigðiskerfinu, húsnæðiskerfið, kjör aldraðra og aðbúnað þeirra, húsnæði og þjónusta. Allt eru þetta atriði sem ég tel að skipti mjög miklu máli í hvernig við ætlum að nýta það góðæri sem er byrjað og er fram undan og hvað við ætlum og þurfum að hafa í forgangi.“ Gylfi segir það mikið áhyggjuefni að það hafi aukist að kjarasamningar séu ekki virtir og brotið sé á réttindum launafólks. „Það er talsvert að koma í ljós af þessu og það hefur verið svo slæmt að það jaðri við mansal og nánast þrælahald á mjög alvarlegu stigi. Því miður erum við að sjá svipað hátterni og við sáum í upphafi síðustu aldar af hálfu einstakra atvinnurekenda. Það er ekki þannig vinnumarkaður sem við kærum okkur um. Við ætlumst til þess að allir njóti sannmælis og njóti réttra kjara,“ segir Gylfi Arnbjörnsson flytur ávarp á útifundinum sem hefst á eftir klukkan tíu mínútur yfir tvö á Ingólfstorgi í Reykjavík. Sjá má lista yfir hátíðarhöld í landinu á vef ASÍ. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Það hefur aukist að kjarasamningar séu ekki virtir og brotið sé á réttindum launafólks. Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í sumum tilfellum séu brotin það slæm að þau jaðri við mansal og þrælahald. Hátterni einstaka atvinnurekenda sé eins og í upphafi síðustu aldar. Fyrsti maí, alþjóðlegur baráttudagur verkafólks, er í dag. Verkalýðshreyfingin á Íslandi stendur fyrir ríflega þrjátíu baráttufundum um allt land í tilefni dagsins. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands segir að margt enn óunnið þrátt fyrir aldarbaráttu sambandsins fyrir bættum kjörum verkafólks. „Annars vegar hefur komið í ljós í þessum uppgangi sem er núna að verða að það er allt of mikið um það að einstaka óprúttnir atvinnurekendur eru að misnota bæði unga fólkið sem er að byrja á vinnumarkaði og líka erlenda félaga okkar sem eru að koma hingað til þess að leysa úr verkum. Ekki að greiða þeim kjör eins og þeir eiga rétt á. Þess vegna ýttum við úr vör þessu átaki, Einn réttur – Ekkert svindl, sem á svolítið að ramma þetta inn. En þetta minnir svolítið á það að þrátt fyrir hundrað ára baráttu megum við aldrei slaka á í aðhaldinu. Þetta geti skroppið undan. Hins vegar þá beinum við athyglinni líka að velferðarpólitískum þáttum eins og heilbrigðiskerfinu, húsnæðiskerfið, kjör aldraðra og aðbúnað þeirra, húsnæði og þjónusta. Allt eru þetta atriði sem ég tel að skipti mjög miklu máli í hvernig við ætlum að nýta það góðæri sem er byrjað og er fram undan og hvað við ætlum og þurfum að hafa í forgangi.“ Gylfi segir það mikið áhyggjuefni að það hafi aukist að kjarasamningar séu ekki virtir og brotið sé á réttindum launafólks. „Það er talsvert að koma í ljós af þessu og það hefur verið svo slæmt að það jaðri við mansal og nánast þrælahald á mjög alvarlegu stigi. Því miður erum við að sjá svipað hátterni og við sáum í upphafi síðustu aldar af hálfu einstakra atvinnurekenda. Það er ekki þannig vinnumarkaður sem við kærum okkur um. Við ætlumst til þess að allir njóti sannmælis og njóti réttra kjara,“ segir Gylfi Arnbjörnsson flytur ávarp á útifundinum sem hefst á eftir klukkan tíu mínútur yfir tvö á Ingólfstorgi í Reykjavík. Sjá má lista yfir hátíðarhöld í landinu á vef ASÍ.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira