Blákaldar staðreyndir? Þorgrímur Þráinsson skrifar 19. apríl 2016 07:00 Því oftar sem ég fer til útlanda, þeim mun betur kann ég að meta Ísland. Því lengur sem ég rölti um í stórborgum, í mannmergð og mengun og háhýsin skyggja á himininn, þeim mun meira þrái ég sveitasælu; kýr og hænur – kyrrð og ró. Ef ég dvel of lengi í Reykjavík kallar landsbyggðin á mig; náttúran, þorpin, þögnin, fólkið. Fyrir mér er Ísland draumalandið, eða hvað? Ef við berum okkur saman við aðrar þjóðir höfum við allt til alls og enginn ætti að þurfa að líða skort. En það virðist því miður ekki raunin þegar rýnt er í blákaldar staðreyndir sem birtast með reglulegu millibili í fjölmiðlum; Um 8.000 tilkynningar berast til barnaverndarnefnda á ári eða um 22 á dag. Rúmur þriðjungur er vegna vanrækslu. Rúmlega 400 tilkynningar berast á ári um kynferðisofbeldi gegn börnum. Um 400 börn bíða eftir þjónustu Þroska- og hegðunarstöðvar en biðtími er liðlega tvö ár. Um 13% drengja og um 5% stúlkna greinast með hegðunarvandamál. Kvíði og depurð eru algengir fylgikvillar. 120 eru á biðlista göngudeildar Barna- og unglingageðdeildar og um 210 bíða eftir þjónustu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins. Ég þekki það af eigin raun að það getur verið meira en ársbið eftir skólasálfræðingi. Eru andleg veikindi ómerkilegri en líkamleg veikindi? Fótbrot hefur forgang en einhverfa lendir á biðlista.Börn látin sitja á hakanum Um 20% grunnskólabarna eru í sérkennslu; andlegir erfiðleikar, kvíði, þunglyndi, samskiptaerfiðleikar. Í Noregi þurfa 8% barna á sérkennslu að halda. Í ár er 700 milljóna niðurskurður til skóla í Reykjavík, sérkennsla skorin niður sem og snemmtæk íhlutun, sem skiptir öllu máli. Það skiptir höfuðborgina meira máli að breyta Grensásvegi og skreyta hús en sinna börnum af fagmennsku á viðkvæmasta aldursskeiði. 10%-15% barna búa við tal- og málþroskaröskun. Eru ríkið og sveitarfélögin enn að deila um hver eigi að borga brúsann? Hvernig vegnar börnunum í skóla án úrræða? Fremstu fræðimenn heims segja að um 3-5% barna í grunnskólum séu með lífeðlisfræðilega ástæðu fyrir lesblindu. Ísland er með hæsta brottfall úr framhaldsskólum í Evrópu og hér á landi er mesta rítalínnotkun barna í Evrópu. Árið 2012 sögðust 5% nemenda í grunnskólum hafa orðið vitni að líkamlegu ofbeldi á heimilinu af hálfu fullorðins einstaklings. 4,4% sögðust sjálf hafa orðið fyrir slíku og 17% sögðust hafa orðið vitni að alvarlegu rifrildi foreldra sinna. Tengsl milli heimilisofbeldis og andlegrar líðanar og viðhorfa er sláandi. Samkvæmt ungversk/kanadíska lækninum Gabor Méte eru meira en 50% líkur á því að einstaklingur fái krabbamein hafi hann orðið fyrir sálrænum áföllum í æsku. Þetta kemur fram í bókinni; When the body says no. Um 41.000 Íslendingar fengu þunglyndislyf árið 2014 – 12,5% þjóðarinnar, hæsta hlutfall allra OECD-þjóða og er notkunin tvöfalt meiri en meðaltal umræddra þjóða. Notkun tauga- og geðlyfja hefur aukist úr 12,9% 1989 í 35,7% árið 2014. Hvernig er verið að bregðast við ofangreindum staðreyndum? Hverja þarf að vekja til vitundar um það hvernig við getum bætt samfélagið til frambúðar? Við erum öll einstök, hvert á sinn hátt, og í því felst fegurð mannlífsins. En að láta börn sitja á hakanum, bregðast við of seint, er okkur til skammar. Hver króna sem fer í forvarnar- og heilsueflingarstarf skilar sér margfalt í sparnaði í heilbrigðiskerfinu þegar fram líða stundir. Forvarnir og heilsuefling ættu tvímælalaust að vera forgangsverkefni stjórnvalda og sveitarstjórna. Hér á landi hefur verið unnið öflugt forvarnarstarf á liðnum áratugum. Góður árangur hefur náðst á ýmsum sviðum en það virðist ætíð auðveldara að sækja fjármagn til að slökkva elda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Sjá meira
Því oftar sem ég fer til útlanda, þeim mun betur kann ég að meta Ísland. Því lengur sem ég rölti um í stórborgum, í mannmergð og mengun og háhýsin skyggja á himininn, þeim mun meira þrái ég sveitasælu; kýr og hænur – kyrrð og ró. Ef ég dvel of lengi í Reykjavík kallar landsbyggðin á mig; náttúran, þorpin, þögnin, fólkið. Fyrir mér er Ísland draumalandið, eða hvað? Ef við berum okkur saman við aðrar þjóðir höfum við allt til alls og enginn ætti að þurfa að líða skort. En það virðist því miður ekki raunin þegar rýnt er í blákaldar staðreyndir sem birtast með reglulegu millibili í fjölmiðlum; Um 8.000 tilkynningar berast til barnaverndarnefnda á ári eða um 22 á dag. Rúmur þriðjungur er vegna vanrækslu. Rúmlega 400 tilkynningar berast á ári um kynferðisofbeldi gegn börnum. Um 400 börn bíða eftir þjónustu Þroska- og hegðunarstöðvar en biðtími er liðlega tvö ár. Um 13% drengja og um 5% stúlkna greinast með hegðunarvandamál. Kvíði og depurð eru algengir fylgikvillar. 120 eru á biðlista göngudeildar Barna- og unglingageðdeildar og um 210 bíða eftir þjónustu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins. Ég þekki það af eigin raun að það getur verið meira en ársbið eftir skólasálfræðingi. Eru andleg veikindi ómerkilegri en líkamleg veikindi? Fótbrot hefur forgang en einhverfa lendir á biðlista.Börn látin sitja á hakanum Um 20% grunnskólabarna eru í sérkennslu; andlegir erfiðleikar, kvíði, þunglyndi, samskiptaerfiðleikar. Í Noregi þurfa 8% barna á sérkennslu að halda. Í ár er 700 milljóna niðurskurður til skóla í Reykjavík, sérkennsla skorin niður sem og snemmtæk íhlutun, sem skiptir öllu máli. Það skiptir höfuðborgina meira máli að breyta Grensásvegi og skreyta hús en sinna börnum af fagmennsku á viðkvæmasta aldursskeiði. 10%-15% barna búa við tal- og málþroskaröskun. Eru ríkið og sveitarfélögin enn að deila um hver eigi að borga brúsann? Hvernig vegnar börnunum í skóla án úrræða? Fremstu fræðimenn heims segja að um 3-5% barna í grunnskólum séu með lífeðlisfræðilega ástæðu fyrir lesblindu. Ísland er með hæsta brottfall úr framhaldsskólum í Evrópu og hér á landi er mesta rítalínnotkun barna í Evrópu. Árið 2012 sögðust 5% nemenda í grunnskólum hafa orðið vitni að líkamlegu ofbeldi á heimilinu af hálfu fullorðins einstaklings. 4,4% sögðust sjálf hafa orðið fyrir slíku og 17% sögðust hafa orðið vitni að alvarlegu rifrildi foreldra sinna. Tengsl milli heimilisofbeldis og andlegrar líðanar og viðhorfa er sláandi. Samkvæmt ungversk/kanadíska lækninum Gabor Méte eru meira en 50% líkur á því að einstaklingur fái krabbamein hafi hann orðið fyrir sálrænum áföllum í æsku. Þetta kemur fram í bókinni; When the body says no. Um 41.000 Íslendingar fengu þunglyndislyf árið 2014 – 12,5% þjóðarinnar, hæsta hlutfall allra OECD-þjóða og er notkunin tvöfalt meiri en meðaltal umræddra þjóða. Notkun tauga- og geðlyfja hefur aukist úr 12,9% 1989 í 35,7% árið 2014. Hvernig er verið að bregðast við ofangreindum staðreyndum? Hverja þarf að vekja til vitundar um það hvernig við getum bætt samfélagið til frambúðar? Við erum öll einstök, hvert á sinn hátt, og í því felst fegurð mannlífsins. En að láta börn sitja á hakanum, bregðast við of seint, er okkur til skammar. Hver króna sem fer í forvarnar- og heilsueflingarstarf skilar sér margfalt í sparnaði í heilbrigðiskerfinu þegar fram líða stundir. Forvarnir og heilsuefling ættu tvímælalaust að vera forgangsverkefni stjórnvalda og sveitarstjórna. Hér á landi hefur verið unnið öflugt forvarnarstarf á liðnum áratugum. Góður árangur hefur náðst á ýmsum sviðum en það virðist ætíð auðveldara að sækja fjármagn til að slökkva elda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun