Margir ungir listamenn sem hafa aldrei fengið tækifæri Einar Mikael Sverrisson skrifar 21. janúar 2016 13:30 Það verður að segjast eins og er að ég varð orðlaus þegar ég kom heim í gær og fór yfir fréttir dagsins. Þrír íslenskir vefmiðlar höfðu birt fréttir sem samanstóðu af fullyrðingum um mig sem ekki er fótur fyrir. Fjallað var um markaðsrannsóknarstyrk sem ég sótti um fyrir fyrirtækið mitt en nýtti aldrei. Styrkurinn, sem var eingreiðsla upp á 550.000 krónur, var með öðrum orðum aldrei greiddur út. Þar fyrir utan hafði styrkurinn ekkert með töfrasýningar mínar hér á landi að gera. Ekki neitt. Auk þess sem markaðsrannsóknarstyrkur ætlaður fyrirtækjum á fátt ef nokkuð skylt við listmannalaun sem var upphaf þessarar umræðu. Í þeirri frétt sem birtist í Nútímanum sem unnin er út frá pistli bloggara á Stundinni segir að ekki hafi náðst í „Einar Mikael við vinnslu fréttarinnar.“ DV birti frétt af sama toga þar sem hamrað var á því að ég hefði þegið umræddan styrk. Það er athyglisvert að hvorki Stundin, Nútíminn né DV reyndu að hafa samband við mig til að fá á hreint hvernig í málunum lægi. Það var ekkert „missed call“ á símanum mínum né heldur skilaboð frá hlutaðeigandi á Facebook eða tölvupóstur. Það voru ekki gerðar tilraunir til að ná af mér tali! Ég hef alltaf borið virðingu bæði fyrir Stundinni og Nútímanum því umfjöllun þeirra um hin ýmsu málefni hefur að mínu mati verið nákvæm og málefnaleg fram til þessa. Því hefði ég með glöðu geði útskýrt mína hlið máls hefði verið haft samband við mig. Nú eru fréttirnar víða um netið og lítið við því að gera en mér þykir með eindæmum að nokkrir blaðamenn geti lagt með þessum hætti til atlögu við mig án þess að þurfa að svara fyrir skrif sín. Án þess að standa fyrir máli sínu. Allir geta ótrauðir staðhæft hitt og þetta við birtuna frá tölvuskjánum heima hjá sér, niðurlægt ókunnugt fólk og haldið fram nánast hverju sem er um það sem ekki snertir þá sjálfa. Það er öllu verra þegar ritstjórar vefmiðla sjá sig ekki knúna til að biðjast afsökunar á háttalagi og framgöngu eigin starfsmanna. Rétt eins og þeir væru einstaklingar sem koma með athugasemdir á veraldarvefnum í skjóli nafnleysis. Það þykir mér miður. Í allri þessari umfjöllun hefur Vísir.is verið sá fjölmiðill sem tekið hefur málefnalega á umræðunni um listamannalaunin og hefur ekki fallið í þá gildru að persónugera umræðuna. Það eina sem ég vildi koma á framfæri með skrifum mínum um listamannalaunin er að mér fyndist óeðlilegt að 11 nefndarmenn úthluti hverjir öðrum 450 milljónir króna á síðustu 10 árum. Það eru margir ungir listamenn sem hafa aldrei fengið tækifæri því þessir nefndarmenn deila styrkjunumm sín á milli ár eftir ár. Eflaust er hvergi í heiminum auðveldara að lifa á listinni en á Íslandi. Fjölmargir íslenskir listamenn hafa lifað á list sinni í fleiri áratugi án þess að vera áskrifendur að háum peningafjárhæðum. Þetta eru rithöfundar sem eiga að baki langan feril og hefðu vel getað klárað verk sín án 450 milljóna króna greiðslu frá okkur. Heilbrigðiskerfið okkar er algjörlega hrunið og það er mjög stutt í að síðasta greinin brotni með þeim afleiðingum að kerfið hrynji endanlega. Það væri hægt að bjarga mörgum mannslífum og sjá til þess að íslenskar fjölskyldur kæmust í þær aðgerðir sem þær þurfa fyrir þessar 450 milljónir. Loks, þegar heilbrigðiskerfið hrynur endanlega og allt of fáir læknar og hjúkrunarfræðingar starfandi til að unnt sé að veita þessa grunnþjónustu sem nauðsynleg er, er lausnin þá að rétta hinum þurfandi skáldsögur og ljóðabækur? Ég elska Ísland meira en allt. Hjarta mitt mun alltaf slá með íslensku þjóðinni en stundum þykir mér erfitt að vera íslenskur þegar komið er svona fram við mann. Það er eitt sem ég hef lært og ætla mér aldrei að gleyma: Það sem við gerum fyrir okkur sjálf deyr með manni sjálfum en það sem við gerum fyrir aðra lifir að eilífu. Hér er myndband þar sem ég hjálpaði ungum strák að bjarga lífi systur sinnar því ríkið vildi ekki aðstoða hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það verður að segjast eins og er að ég varð orðlaus þegar ég kom heim í gær og fór yfir fréttir dagsins. Þrír íslenskir vefmiðlar höfðu birt fréttir sem samanstóðu af fullyrðingum um mig sem ekki er fótur fyrir. Fjallað var um markaðsrannsóknarstyrk sem ég sótti um fyrir fyrirtækið mitt en nýtti aldrei. Styrkurinn, sem var eingreiðsla upp á 550.000 krónur, var með öðrum orðum aldrei greiddur út. Þar fyrir utan hafði styrkurinn ekkert með töfrasýningar mínar hér á landi að gera. Ekki neitt. Auk þess sem markaðsrannsóknarstyrkur ætlaður fyrirtækjum á fátt ef nokkuð skylt við listmannalaun sem var upphaf þessarar umræðu. Í þeirri frétt sem birtist í Nútímanum sem unnin er út frá pistli bloggara á Stundinni segir að ekki hafi náðst í „Einar Mikael við vinnslu fréttarinnar.“ DV birti frétt af sama toga þar sem hamrað var á því að ég hefði þegið umræddan styrk. Það er athyglisvert að hvorki Stundin, Nútíminn né DV reyndu að hafa samband við mig til að fá á hreint hvernig í málunum lægi. Það var ekkert „missed call“ á símanum mínum né heldur skilaboð frá hlutaðeigandi á Facebook eða tölvupóstur. Það voru ekki gerðar tilraunir til að ná af mér tali! Ég hef alltaf borið virðingu bæði fyrir Stundinni og Nútímanum því umfjöllun þeirra um hin ýmsu málefni hefur að mínu mati verið nákvæm og málefnaleg fram til þessa. Því hefði ég með glöðu geði útskýrt mína hlið máls hefði verið haft samband við mig. Nú eru fréttirnar víða um netið og lítið við því að gera en mér þykir með eindæmum að nokkrir blaðamenn geti lagt með þessum hætti til atlögu við mig án þess að þurfa að svara fyrir skrif sín. Án þess að standa fyrir máli sínu. Allir geta ótrauðir staðhæft hitt og þetta við birtuna frá tölvuskjánum heima hjá sér, niðurlægt ókunnugt fólk og haldið fram nánast hverju sem er um það sem ekki snertir þá sjálfa. Það er öllu verra þegar ritstjórar vefmiðla sjá sig ekki knúna til að biðjast afsökunar á háttalagi og framgöngu eigin starfsmanna. Rétt eins og þeir væru einstaklingar sem koma með athugasemdir á veraldarvefnum í skjóli nafnleysis. Það þykir mér miður. Í allri þessari umfjöllun hefur Vísir.is verið sá fjölmiðill sem tekið hefur málefnalega á umræðunni um listamannalaunin og hefur ekki fallið í þá gildru að persónugera umræðuna. Það eina sem ég vildi koma á framfæri með skrifum mínum um listamannalaunin er að mér fyndist óeðlilegt að 11 nefndarmenn úthluti hverjir öðrum 450 milljónir króna á síðustu 10 árum. Það eru margir ungir listamenn sem hafa aldrei fengið tækifæri því þessir nefndarmenn deila styrkjunumm sín á milli ár eftir ár. Eflaust er hvergi í heiminum auðveldara að lifa á listinni en á Íslandi. Fjölmargir íslenskir listamenn hafa lifað á list sinni í fleiri áratugi án þess að vera áskrifendur að háum peningafjárhæðum. Þetta eru rithöfundar sem eiga að baki langan feril og hefðu vel getað klárað verk sín án 450 milljóna króna greiðslu frá okkur. Heilbrigðiskerfið okkar er algjörlega hrunið og það er mjög stutt í að síðasta greinin brotni með þeim afleiðingum að kerfið hrynji endanlega. Það væri hægt að bjarga mörgum mannslífum og sjá til þess að íslenskar fjölskyldur kæmust í þær aðgerðir sem þær þurfa fyrir þessar 450 milljónir. Loks, þegar heilbrigðiskerfið hrynur endanlega og allt of fáir læknar og hjúkrunarfræðingar starfandi til að unnt sé að veita þessa grunnþjónustu sem nauðsynleg er, er lausnin þá að rétta hinum þurfandi skáldsögur og ljóðabækur? Ég elska Ísland meira en allt. Hjarta mitt mun alltaf slá með íslensku þjóðinni en stundum þykir mér erfitt að vera íslenskur þegar komið er svona fram við mann. Það er eitt sem ég hef lært og ætla mér aldrei að gleyma: Það sem við gerum fyrir okkur sjálf deyr með manni sjálfum en það sem við gerum fyrir aðra lifir að eilífu. Hér er myndband þar sem ég hjálpaði ungum strák að bjarga lífi systur sinnar því ríkið vildi ekki aðstoða hana.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar