

Fjölbreyttur iðnaður í sátt við umhverfið
Atvinnulífið er hreyfiafl sem getur komið með lausnirnar sem hjálpa til við að ná markmiðum okkar. Ísland hefur fullgilt Parísarsamninginn og áætlar í samstarfi við ESB og Noreg að ná fram 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Hringrásarhagkerfið miðar að því að minnka sóun auðlinda og sett eru markmið um að færa efni í hringrás endurvinnslu í auknum mæli. Umhverfis- og loftslagsmál eru þverfagleg verkefni sem krefjast samvinnu fjölda aðila úr ólíkum áttum, jafnvel aðila sem ekki vinna annars saman. Með því að styrkja uppbyggingu fyrirtækja á þessu sviði er hægt að leggja stoðir undir sterka atvinnugrein sem fylgir grænni tækni.
Breytingum fylgja ávallt ný tækifæri. Heimurinn kallar eftir tæknilausnum sem minnka losun gróðurhúsalofttegunda og Ísland getur gripið tækifærið. Þannig stuðlum við að minni losun, ekki bara heima fyrir heldur einnig á alþjóðavettvangi. Okkar forskot liggur í fjölbreyttum iðnaði sem byggst hefur upp vegna góðs aðgengi að endurnýjanlegri orku. Það er mikilvægt að atvinnulífið verði virkjað enn frekar til að Ísland nái markmiðum í umhverfis- og loftslagsmálum. Stjórnvöld þurfa að vinna náið með atvinnulífinu að því að ná settum markmiðum.
Orku- og umhverfismál skipta iðnaðinn í landinu miklu máli. Við viljum að þau stjórnvöld sem taka við að loknum þingkosningum virki hugvit og þekkingu fyrirtækja og einstaklinga til að að auka endurvinnslu úrgangsefna og vinna að nýtingu endurnýjanlegrar orku í samgöngum og skipum. Það er hagur okkar allra að umhverfismálin fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.
Skoðun

Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans
Sigurður Kári skrifar

Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir
Erna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning?
Ómar Torfason skrifar

Trump les tölvupóstinn þinn
Mörður Áslaugarson skrifar

„Já, hvað með bara að skjóta hann!“
Þórhildur Hjaltadóttir skrifar

Heimar sem þurfa nýja umræðu!
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar