Notar gamlar brugggræjur föður síns í ilmkertagerð Sara McMahon skrifar 13. september 2016 12:30 Fatahönnuðurinn Sonja Bent hefur hafið framleiðslu á ilmkertum og eiturefnalausum reykelsum úr íslenskum jurtum. Vörurnar bera heitið Nordic Angan. Mynd/Jonathan Devaney Fatahönnuðurinn Sonja Bent framleiðir ilmkerti og eiturefnalaus reykelsi úr íslenskum jurtum sem hún tínir og eimar sjálf. „Þetta er búið að vera happy-hobbíið mitt í mörg ár. Það byrjaði þegar ég fór með pabba mínum að tína blóðberg sem við þurrkuðum gjarnan og notuðum í lambarétti. Okkur þótti anganin af blóðbergi svo góð og furðuðum okkur á því af hverju sá ilmur væri ekki meira notaður í hvers kyns ilmgerð,“ segir fatahönnuðurinn Sonja Bent.Nordic angan kertin koma í fallegum glösum.Hún hefur hafið framleiðslu á ilmkertum og eiturefnalausum reykelsum úr íslenskum jurtum. Vörurnar bera heitið Nordic Angan og er til þrenns konar ilmur: Vetrarnótt, Ilmbjörk og Blóðberg. Að sögn Sonju átti faðir hennar gamlar brugggræjur sem feðginin uppfærðu og nýttu undir tilraunastarfsemina. Hann hafði lært að eima hjá þýskum efnafræðingi á námsárum sínum og taldi að hægt væri að nýta sömu aðferð við eimingu á jurtum. Eftir nokkrar mislukkaðar tilraunir fór vinna feðginanna loks að bera árangur og á endanum sættust þau á þrjár ilmtegundir. „Pabbi greindist svo með eitlakrabba og þessi tilraunastarfsemi hélt svolítið lífinu í honum, og mér, á meðan á veikindunum stóð. Ég hélt vinnunni áfram eftir að hann dó og það hjálpaði mér mikið við að vinna mig í gegnum sorgina,“ útskýrir hún.Íslensk blóm prýða öskjuna utan um kertin.Sonja sér um allar hliðar framleiðslunnar sjálf; hún tínir jurtirnar, eimar, býr til olíuna og pakkar vörunni í þar til gerðar öskjur. Handtökin eru mörg og því verða kertin aðeins til í mjög takmörkuðu upplagi hverju sinni. „Ég á ekki mikið af olíu á lager þannig að þegar hún klárast þá verður bara bið þar til ég kemst aftur í að tína jurtir,“ útskýrir Sonja. Reykelsin verða svo fáanleg síðar í haust og eru einnig handgerð. Í þau notar Sonja þurrkaðar jurtir, trjákvoðu og þurrkað birki sem hún svo snýr upp á þráð. Ilmur kertanna er hver um sig innblásinn af lykt sem Sonja man eftir úr barnæsku en uppáhaldsilmurinn, segir hún, er Vetrarnótt sem er blanda af birki og furu. „Hún minnir mig á lyktina sem maður finnur þegar maður gengur í gegnum íslenskan skóg að vetrarlagi og er algjörlega himnesk, finnst mér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 13. september. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Sjá meira
Fatahönnuðurinn Sonja Bent framleiðir ilmkerti og eiturefnalaus reykelsi úr íslenskum jurtum sem hún tínir og eimar sjálf. „Þetta er búið að vera happy-hobbíið mitt í mörg ár. Það byrjaði þegar ég fór með pabba mínum að tína blóðberg sem við þurrkuðum gjarnan og notuðum í lambarétti. Okkur þótti anganin af blóðbergi svo góð og furðuðum okkur á því af hverju sá ilmur væri ekki meira notaður í hvers kyns ilmgerð,“ segir fatahönnuðurinn Sonja Bent.Nordic angan kertin koma í fallegum glösum.Hún hefur hafið framleiðslu á ilmkertum og eiturefnalausum reykelsum úr íslenskum jurtum. Vörurnar bera heitið Nordic Angan og er til þrenns konar ilmur: Vetrarnótt, Ilmbjörk og Blóðberg. Að sögn Sonju átti faðir hennar gamlar brugggræjur sem feðginin uppfærðu og nýttu undir tilraunastarfsemina. Hann hafði lært að eima hjá þýskum efnafræðingi á námsárum sínum og taldi að hægt væri að nýta sömu aðferð við eimingu á jurtum. Eftir nokkrar mislukkaðar tilraunir fór vinna feðginanna loks að bera árangur og á endanum sættust þau á þrjár ilmtegundir. „Pabbi greindist svo með eitlakrabba og þessi tilraunastarfsemi hélt svolítið lífinu í honum, og mér, á meðan á veikindunum stóð. Ég hélt vinnunni áfram eftir að hann dó og það hjálpaði mér mikið við að vinna mig í gegnum sorgina,“ útskýrir hún.Íslensk blóm prýða öskjuna utan um kertin.Sonja sér um allar hliðar framleiðslunnar sjálf; hún tínir jurtirnar, eimar, býr til olíuna og pakkar vörunni í þar til gerðar öskjur. Handtökin eru mörg og því verða kertin aðeins til í mjög takmörkuðu upplagi hverju sinni. „Ég á ekki mikið af olíu á lager þannig að þegar hún klárast þá verður bara bið þar til ég kemst aftur í að tína jurtir,“ útskýrir Sonja. Reykelsin verða svo fáanleg síðar í haust og eru einnig handgerð. Í þau notar Sonja þurrkaðar jurtir, trjákvoðu og þurrkað birki sem hún svo snýr upp á þráð. Ilmur kertanna er hver um sig innblásinn af lykt sem Sonja man eftir úr barnæsku en uppáhaldsilmurinn, segir hún, er Vetrarnótt sem er blanda af birki og furu. „Hún minnir mig á lyktina sem maður finnur þegar maður gengur í gegnum íslenskan skóg að vetrarlagi og er algjörlega himnesk, finnst mér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 13. september.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Sjá meira