Þetta verður mitt ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. janúar 2016 06:00 Hafdís Sigurðardóttir vildi fara út fyrir landsteinana fyrst hún hvort sem er ætlaði að flytja að norðan. vísir/auðunn Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttakona og Íslandsmethafi í langstökki, flaug út til Svíþjóðar í morgun þar sem hún mun búa að minnsta kosti fram á næsta haust. Hafdís hefur verið einn fremsti frjálsíþróttamaður Íslands undanfarin ár og raðað inn verðlaunum á innlendum vettvangi, en hún keppti einnig fyrir Íslands hönd á EM í Zürich 2014.Ekki til Reykjavíkur Eftir að Gísli Sigurðsson, þjálfari hjá UFA, hætti, fannst Hafdísi kominn tími til að hugsa út fyrir kassann í leit að nýrri æfingaaðstöðu. „Ég var þjálfaralaus og stóð bara ein. Þá ákvað ég að horfa í kringum mig og horfa út fyrir landsteinana. Ég er búin að vera á Akureyri í tólf ár og ellefu ár hjá Gísla og árangurinn verið góður. Aðstaðan er ekki sú besta en hann er góður þjálfari,“ segir Hafdís við Fréttablaðið, en að æfa og búa í Reykjavík kom ekki til greina hjá henni. „Mig langaði bara ekkert til Reykjavíkur ef ég á að segja satt og rétt frá. Fyrst ég var að yfirgefa Akureyri yfir höfuð þá langaði mig að fara eitthvert lengra. Ég talaði því við Véstein Hafsteinsson sem býr í Svíþjóð, en hann hjálpaði mér að finna þjálfara og æfingaaðstöðu.“ Vésteinn fann þjálfara fyrir Hafdísi í Gautaborg, en um er að ræða öfluga eistneska konu sem þjálfar besta stökkvara Svíþjóðar og fleiri afreksíþróttamenn. „Ég fór til Gautaborgar í desember og leist mjög vel á. Þessi þjálfari er alveg ótrúlega flott kona. Ég verð þarna að æfa með besta stökkvara Svíþjóðar og fleiri íþróttamönnum sem hún er með,“ segir Hafdís, sem er virkilega spennt fyrir nýju og breyttu umhverfi. „Þetta er alveg rosalega spennandi. Kærastinn minn fer með mér og hann er kominn með vinnu þannig að allt er að ganga upp. Við fengum íbúð í gær þannig að ég ætla bara að drífa mig út núna, koma mér fyrir og koma svo aftur heim til að keppa á RIG (Reykjavík International Games).“Hver sentimetri erfiður Stóra markmiðið með flutningunum til Svíþjóðar og æfa þar eins og atvinnumaður er Ólympíulágmark. Íslandsmet Hafdísar í langstökki er 6,56 metrar en hana vantar 14 sentimetra upp á lágmarkið til Ríó. „Ég held að þetta auki möguleika mína á að komast alla leið þangað fyrst ég er ekki lengur með minn toppþjálfara,“ segir Hafdís og heldur áfram: „Ég ætla bara að byrja upp á nýtt í rauninni og það á Ólympíuári. Þetta er auðvitað smá áhætta en nýir hlutir geta líka leitt til hins betra. Ég hugsa þetta þannig að þetta verði mitt ár.“ Hafdís hefur mikla trú á sjálfri sér og sér sig klára þessa 14 sentimetra fyrir júlí þegar lágmarkafrestur rennur út. „Auðvitað er þetta mjög langt og hver sentimetri er bara helvíti þegar maður er kominn í þennan klassa. Fólk heldur að einn sentimetri sé ekki neitt en í raun er það rosalegt stökk fyrir mann sjálfan,“ segir Hafdís Sigurðardóttir. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttakona og Íslandsmethafi í langstökki, flaug út til Svíþjóðar í morgun þar sem hún mun búa að minnsta kosti fram á næsta haust. Hafdís hefur verið einn fremsti frjálsíþróttamaður Íslands undanfarin ár og raðað inn verðlaunum á innlendum vettvangi, en hún keppti einnig fyrir Íslands hönd á EM í Zürich 2014.Ekki til Reykjavíkur Eftir að Gísli Sigurðsson, þjálfari hjá UFA, hætti, fannst Hafdísi kominn tími til að hugsa út fyrir kassann í leit að nýrri æfingaaðstöðu. „Ég var þjálfaralaus og stóð bara ein. Þá ákvað ég að horfa í kringum mig og horfa út fyrir landsteinana. Ég er búin að vera á Akureyri í tólf ár og ellefu ár hjá Gísla og árangurinn verið góður. Aðstaðan er ekki sú besta en hann er góður þjálfari,“ segir Hafdís við Fréttablaðið, en að æfa og búa í Reykjavík kom ekki til greina hjá henni. „Mig langaði bara ekkert til Reykjavíkur ef ég á að segja satt og rétt frá. Fyrst ég var að yfirgefa Akureyri yfir höfuð þá langaði mig að fara eitthvert lengra. Ég talaði því við Véstein Hafsteinsson sem býr í Svíþjóð, en hann hjálpaði mér að finna þjálfara og æfingaaðstöðu.“ Vésteinn fann þjálfara fyrir Hafdísi í Gautaborg, en um er að ræða öfluga eistneska konu sem þjálfar besta stökkvara Svíþjóðar og fleiri afreksíþróttamenn. „Ég fór til Gautaborgar í desember og leist mjög vel á. Þessi þjálfari er alveg ótrúlega flott kona. Ég verð þarna að æfa með besta stökkvara Svíþjóðar og fleiri íþróttamönnum sem hún er með,“ segir Hafdís, sem er virkilega spennt fyrir nýju og breyttu umhverfi. „Þetta er alveg rosalega spennandi. Kærastinn minn fer með mér og hann er kominn með vinnu þannig að allt er að ganga upp. Við fengum íbúð í gær þannig að ég ætla bara að drífa mig út núna, koma mér fyrir og koma svo aftur heim til að keppa á RIG (Reykjavík International Games).“Hver sentimetri erfiður Stóra markmiðið með flutningunum til Svíþjóðar og æfa þar eins og atvinnumaður er Ólympíulágmark. Íslandsmet Hafdísar í langstökki er 6,56 metrar en hana vantar 14 sentimetra upp á lágmarkið til Ríó. „Ég held að þetta auki möguleika mína á að komast alla leið þangað fyrst ég er ekki lengur með minn toppþjálfara,“ segir Hafdís og heldur áfram: „Ég ætla bara að byrja upp á nýtt í rauninni og það á Ólympíuári. Þetta er auðvitað smá áhætta en nýir hlutir geta líka leitt til hins betra. Ég hugsa þetta þannig að þetta verði mitt ár.“ Hafdís hefur mikla trú á sjálfri sér og sér sig klára þessa 14 sentimetra fyrir júlí þegar lágmarkafrestur rennur út. „Auðvitað er þetta mjög langt og hver sentimetri er bara helvíti þegar maður er kominn í þennan klassa. Fólk heldur að einn sentimetri sé ekki neitt en í raun er það rosalegt stökk fyrir mann sjálfan,“ segir Hafdís Sigurðardóttir.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira