Óverjandi og óþolandi að sitja undir tuddapólitík Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2016 19:03 Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra. Vísir/Daníel Formaður atvinnuveganefndar kenndi fyrrverandi umhverfisráðherra og ríkisstjórn um það á Alþingi í dag að skortur væri á rafmagni og dreifikerfi raforku annaði ekki þörfum. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir óverjandi og óþolandi að formaður atvinnuveganefndar viðhafi tuddapólitík þegar orkuauðlindir landsins væru annars vegar. Formaðurinn kallar eftir breytingum á verklagi verkefnisstjórnar rammaáætlunar því þörf sé á fleiri virkjunum og uppbyggingu dreifikerfis raforku. Þegar virkjanir og dreifikerfi raforku ber á góma á Alþingi er er yfirleitt mjög stutt í djúpstæðan ágreining um rammaáætlun. Umræða á Alþingi í dag var þar engin undantekning. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar rifjaði upp að fimm ár væru liðin frá því skrifað var undir sameiginlegt nefndarálit stjórnar og stjórnarandstöðu vegna laga um vernd og nýtingu virkjanakosta eða rammaáætlun. Þá hafi hann verið í minnihluta iðnaðarnefndar. „Það er auðvitað sorglegra en tárum taki að málsmeðferð síðan á því kjörtímabili, hjá þáverandi hæstvirtum umhverfisráðherra auk samráðherra hennar hafi orðið til þess að rjúfa þá góðu sátt sem alþingismenn höfðu í þessari vinnu lagt sig fram um að ná saman um,“ sagði Jón og beindi spjótum sínum þar að Svandísi Svavarsdóttur. Fimm árum síðar stæði þingið í sömu sporum og ekkert hefði þokast áfram um virkjanakosti. Mikilvægt væri að endurskoða verklag verkefnisstjórnar um rammaáætlun eins og Landsvirkjun hefði óskað eftir. Tafir á virkjunum og styrkingu dreifikerfisins hefðu þegar valdið tjóni. „Það hefur komið fram á fundum hæstvirtrar atvinnuveganefndar undanfarið að það eru fjölmörg tækifæri þar sem sveitarfélög hafa þurft að láta fara frá sér verkefni. Vegna þess að dreifikerfi raforku og raforkuframleiðsla eru þannig að við getum ekki svarað þessu kalli,“ sagði Jón. Þar væri ekki verið að tala um neina stóriðju heldur mörg smærri verkefni. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði von á lögbundinni skýrslu um raforkumál í lok vikunnar. Hún tók undir með Jóni að eftirspurn eftir raforku til ýmissa verkefna hefði vaxið á undanförnum misserum. Rammaáætlun og kerfisáætlun Landsnets um uppbyggingu flutningskerfisins væru mikilvægustu tækin í þessum efnum en menn hefðu borið af leið í rammaáætlun. Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra minnti á að Jón hefði einn síns liðs lagt fram tillögu um fjölgun virkjanakosta á síðasta þingi sem hafi hleypt þingstörfum í uppnám. „Það er óverjandi og það er óþolandi að viðhafa yfirgangs og tuddapólitík þegar orkuauðlindir landsins eru annars vegar. Og sem betur fer var sú viðleitni háttvirts þingmanns brotin á bak aftur,“ sagði Svandís Svavarsdóttir Tengdar fréttir Hægagangur í uppbyggingu raforkukerfisins og dreifikerfi stendur atvinnustarfsemi á landsbyggðinni fyrir þrifum Formaður atvinnuveganefndar segir nauðsynlegt að Alþingi ræði af yfirvegun um litla uppbyggingu í öflun og dreifingu raforku um landið. 1. mars 2016 13:41 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar kenndi fyrrverandi umhverfisráðherra og ríkisstjórn um það á Alþingi í dag að skortur væri á rafmagni og dreifikerfi raforku annaði ekki þörfum. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir óverjandi og óþolandi að formaður atvinnuveganefndar viðhafi tuddapólitík þegar orkuauðlindir landsins væru annars vegar. Formaðurinn kallar eftir breytingum á verklagi verkefnisstjórnar rammaáætlunar því þörf sé á fleiri virkjunum og uppbyggingu dreifikerfis raforku. Þegar virkjanir og dreifikerfi raforku ber á góma á Alþingi er er yfirleitt mjög stutt í djúpstæðan ágreining um rammaáætlun. Umræða á Alþingi í dag var þar engin undantekning. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar rifjaði upp að fimm ár væru liðin frá því skrifað var undir sameiginlegt nefndarálit stjórnar og stjórnarandstöðu vegna laga um vernd og nýtingu virkjanakosta eða rammaáætlun. Þá hafi hann verið í minnihluta iðnaðarnefndar. „Það er auðvitað sorglegra en tárum taki að málsmeðferð síðan á því kjörtímabili, hjá þáverandi hæstvirtum umhverfisráðherra auk samráðherra hennar hafi orðið til þess að rjúfa þá góðu sátt sem alþingismenn höfðu í þessari vinnu lagt sig fram um að ná saman um,“ sagði Jón og beindi spjótum sínum þar að Svandísi Svavarsdóttur. Fimm árum síðar stæði þingið í sömu sporum og ekkert hefði þokast áfram um virkjanakosti. Mikilvægt væri að endurskoða verklag verkefnisstjórnar um rammaáætlun eins og Landsvirkjun hefði óskað eftir. Tafir á virkjunum og styrkingu dreifikerfisins hefðu þegar valdið tjóni. „Það hefur komið fram á fundum hæstvirtrar atvinnuveganefndar undanfarið að það eru fjölmörg tækifæri þar sem sveitarfélög hafa þurft að láta fara frá sér verkefni. Vegna þess að dreifikerfi raforku og raforkuframleiðsla eru þannig að við getum ekki svarað þessu kalli,“ sagði Jón. Þar væri ekki verið að tala um neina stóriðju heldur mörg smærri verkefni. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði von á lögbundinni skýrslu um raforkumál í lok vikunnar. Hún tók undir með Jóni að eftirspurn eftir raforku til ýmissa verkefna hefði vaxið á undanförnum misserum. Rammaáætlun og kerfisáætlun Landsnets um uppbyggingu flutningskerfisins væru mikilvægustu tækin í þessum efnum en menn hefðu borið af leið í rammaáætlun. Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra minnti á að Jón hefði einn síns liðs lagt fram tillögu um fjölgun virkjanakosta á síðasta þingi sem hafi hleypt þingstörfum í uppnám. „Það er óverjandi og það er óþolandi að viðhafa yfirgangs og tuddapólitík þegar orkuauðlindir landsins eru annars vegar. Og sem betur fer var sú viðleitni háttvirts þingmanns brotin á bak aftur,“ sagði Svandís Svavarsdóttir
Tengdar fréttir Hægagangur í uppbyggingu raforkukerfisins og dreifikerfi stendur atvinnustarfsemi á landsbyggðinni fyrir þrifum Formaður atvinnuveganefndar segir nauðsynlegt að Alþingi ræði af yfirvegun um litla uppbyggingu í öflun og dreifingu raforku um landið. 1. mars 2016 13:41 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Hægagangur í uppbyggingu raforkukerfisins og dreifikerfi stendur atvinnustarfsemi á landsbyggðinni fyrir þrifum Formaður atvinnuveganefndar segir nauðsynlegt að Alþingi ræði af yfirvegun um litla uppbyggingu í öflun og dreifingu raforku um landið. 1. mars 2016 13:41