Mætti í ráðuneytið og áminnti ráðherra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. maí 2015 11:00 Síðustu vikur hefur Guðrún Einarsdóttir, 82 ára ellilífeyrisþegi, barist fyrir bættum réttindum eldri borgara landsins. Hún mótmælti því að lífeyrisþegar missi lífeyri þegar þeir dvelja langdvölum á sjúkrastofnun eða dvalarheimili og hélt blaðamannafund á heimili sínu þegar það var hlutskipti hennar sjálfrar. Guðrún heldur baráttu sinni áfram og vill að greiðsluþátttöku aldraða verði breytt þannig að aldraðir haldi fjárhagslegu sjálfstæði og greiðslur vasapeninga lagðar af. Þá vill hún að stofnað verði embætti umboðsmanns aldraðra sem gæti hagsmuna þeirra. „Nú er ég mætt hingað í ráðuneytið með vinalega áminningu til ráðherra, ég fæ reyndar ekki að hitta hana heldur Matthías, aðstoðarmann hennar,“ segir Guðrún þar sem hún bíður á biðstofu í ráðuneytinu. Með henni í för er Sigrún Huld Þorgrímsdóttir öldrunarhjúkrunarfræðingur, sem hefur ákveðið að veita Guðrúnu liðsinni í baráttunni. „Í gegnum Guðrúnu hef ég kynnst því hvernig stjórnvaldið vinnur og sé þörf á breytingum. Það gengur ekki að hafa málefni aldraða í tveimur ráðuneytum á herðum tveggja ráðherra.“Guðrún lætur ekki deigan síga. Vísir/ValliÞingsályktunartillaga liggur fyrir Alþingi um stofnun embættis umboðsmanns aldraðra og Guðrúnu er umhugað um að tillagan verði tekin alvarlega en hugmyndin er ekki ný af nálinni. Á Alþingi veturinn 1996-1997 flutti Guðmundur Hallvarðsson tillögu um stofnun þessa embættis. Árið 2007 samþykkti Félag eldri borgara ályktun um að eldri borgarar fengju umboðsmann. „Bág staða aldraðra er auðmýkjandi og hana þarf að leiðrétta og hananú, ég vitna í orð Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala. Það vantar fimm hundruð rými á næstu fimm árum. Við verðum að berjast, því við verðum öll gömul, er það ekki?“ segir Guðrún sem hefur fylgst vel með fréttum af stöðu aldraðra sem geta ekki útskrifast af spítölum vegna úrræðaleysis. Matthías Imsland opnar hurð til hálfs. „Guðrún,“ kallar hann hvellt og boðar hana til sín. Hún fær aðstoð Sigrúnar Huldar við að komast inn ganginn og í fundarherbergið. Hún hefur ekki enn fengið sérstaka ökklaskó sem hún sótti um að fá fyrir meira en mánuði og þarf því ríkan stuðning. Á fundinum lagði Guðrún svo fram kröfu sína og áminningu. „Ég bað um að þetta yrði leiðrétt 1. júlí og leiðrétt aftur í tímann það sem hefur verið tekið af.“ Alþingi Tengdar fréttir Guðrún fær framlengingu Fær greitt í þrjá mánuði. 25. mars 2015 07:00 „Stjórnmálamenn gera ekki neitt“ Guðrún Einarsdóttir segir stjórnmálamenn lofa öllu fögru þegar bæta á kjör eldri borgara en standa síðan ekki við neitt. 24. mars 2015 19:30 Sett nauðug á vasapeninga Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. 24. mars 2015 07:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Síðustu vikur hefur Guðrún Einarsdóttir, 82 ára ellilífeyrisþegi, barist fyrir bættum réttindum eldri borgara landsins. Hún mótmælti því að lífeyrisþegar missi lífeyri þegar þeir dvelja langdvölum á sjúkrastofnun eða dvalarheimili og hélt blaðamannafund á heimili sínu þegar það var hlutskipti hennar sjálfrar. Guðrún heldur baráttu sinni áfram og vill að greiðsluþátttöku aldraða verði breytt þannig að aldraðir haldi fjárhagslegu sjálfstæði og greiðslur vasapeninga lagðar af. Þá vill hún að stofnað verði embætti umboðsmanns aldraðra sem gæti hagsmuna þeirra. „Nú er ég mætt hingað í ráðuneytið með vinalega áminningu til ráðherra, ég fæ reyndar ekki að hitta hana heldur Matthías, aðstoðarmann hennar,“ segir Guðrún þar sem hún bíður á biðstofu í ráðuneytinu. Með henni í för er Sigrún Huld Þorgrímsdóttir öldrunarhjúkrunarfræðingur, sem hefur ákveðið að veita Guðrúnu liðsinni í baráttunni. „Í gegnum Guðrúnu hef ég kynnst því hvernig stjórnvaldið vinnur og sé þörf á breytingum. Það gengur ekki að hafa málefni aldraða í tveimur ráðuneytum á herðum tveggja ráðherra.“Guðrún lætur ekki deigan síga. Vísir/ValliÞingsályktunartillaga liggur fyrir Alþingi um stofnun embættis umboðsmanns aldraðra og Guðrúnu er umhugað um að tillagan verði tekin alvarlega en hugmyndin er ekki ný af nálinni. Á Alþingi veturinn 1996-1997 flutti Guðmundur Hallvarðsson tillögu um stofnun þessa embættis. Árið 2007 samþykkti Félag eldri borgara ályktun um að eldri borgarar fengju umboðsmann. „Bág staða aldraðra er auðmýkjandi og hana þarf að leiðrétta og hananú, ég vitna í orð Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala. Það vantar fimm hundruð rými á næstu fimm árum. Við verðum að berjast, því við verðum öll gömul, er það ekki?“ segir Guðrún sem hefur fylgst vel með fréttum af stöðu aldraðra sem geta ekki útskrifast af spítölum vegna úrræðaleysis. Matthías Imsland opnar hurð til hálfs. „Guðrún,“ kallar hann hvellt og boðar hana til sín. Hún fær aðstoð Sigrúnar Huldar við að komast inn ganginn og í fundarherbergið. Hún hefur ekki enn fengið sérstaka ökklaskó sem hún sótti um að fá fyrir meira en mánuði og þarf því ríkan stuðning. Á fundinum lagði Guðrún svo fram kröfu sína og áminningu. „Ég bað um að þetta yrði leiðrétt 1. júlí og leiðrétt aftur í tímann það sem hefur verið tekið af.“
Alþingi Tengdar fréttir Guðrún fær framlengingu Fær greitt í þrjá mánuði. 25. mars 2015 07:00 „Stjórnmálamenn gera ekki neitt“ Guðrún Einarsdóttir segir stjórnmálamenn lofa öllu fögru þegar bæta á kjör eldri borgara en standa síðan ekki við neitt. 24. mars 2015 19:30 Sett nauðug á vasapeninga Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. 24. mars 2015 07:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Stjórnmálamenn gera ekki neitt“ Guðrún Einarsdóttir segir stjórnmálamenn lofa öllu fögru þegar bæta á kjör eldri borgara en standa síðan ekki við neitt. 24. mars 2015 19:30
Sett nauðug á vasapeninga Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. 24. mars 2015 07:00