Innlent

"Út í hött“ að samþykkja nær allar hlerunarbeiðnir lögreglu

vísir/gva
Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati furðar sig á því að lögregla fái nær undantekningalaust jákvætt svar við hlerunarbeiðnum, eða í 99,31 prósent tilfella. Slíkt megi ekki viðgangast í frjálsu samfélagi.

„Mér hefur verið bent á að löggan noti hinsvegar ekki símhleranir jafn mikið og áður, heldur einbeiti sér að tölvunum, en vandinn er sá sami; hlerunarbeiðnir eru samþykktar svo gott sem umhugsunarlaust og tölfræðin sýnir það mjög glögglega,“ skrifar þingmaðurinn á Facebook í tilefni frétta um lögreglumanninn sem sagður er hafa verið í samskiptum við ítalska fyrirtækið Hacking Team.

Sjá einnig: Svona virkar njósnabúnaðurinn sem löggan hafði áhuga á

„Meðan staðan er svona, þá er bara ekki við hæfi að lögreglan sé að sanka að sér fleiri tólum og heimildum til valdbeitinga, hlerana og leita. Það þarf fyrsta að koma í lag það sem bjátar á núna, en vandinn er að lögreglan fær allt of mikið svigrúm til að beita þeim tækjum og heimildum sem hún hefur nú þegar.“

Helgi vill að meira eftirlit verði með lögreglunni og starfsháttum hennar, líkt og hann lagði ásamt samflokksmönnum sínum til við þingið á dögunum.

„Það kemur mér ekkert á óvart að löggan skoði einhvern njósnahugbúnað. Reyndar kæmi mér það á óvart ef hún hefði aldrei gert það, en þetta undirstrikar bara að við verðum að taka okkur saman í andlitinu þegar kemur að eftirliti með lögreglu,“ segir Helgi.

Eins og fram kom mjög skýrt á nýloknu þingi, þá fær lögreglan jákvætt svar við hlerunarbeiðnum í 99,31% tilfella. Það er...

Posted by Helgi Hrafn Gunnarsson on 10. júlí 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×