Hópfjármögnun: Hvers er að vænta? Jónas Þór Brynjarsson og Valdimar Gunnar Hjartarson skrifar 11. mars 2015 08:00 Undanfarin misseri hefur hópfjármögnun (e. crowdfunding) rutt sér til rúms hér á landi eins og annars staðar og hafa fjölmargir Íslendingar tekið þátt í verkefnum í gegnum Kickstarter, Indiegogo og hina íslensku hópfjármögnunarsíðu Karolina Fund. Hópfjármögnun er óhefðbundin fjármögnun að því leyti að hún veitir aðilum tækifæri til að nálgast hóp fjárfesta án milligöngu fjármálastofnana. Þetta höfðar einkum til nýsköpunarfyrirtækja og frumkvöðla sem eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnurekstri, eiga litlar eignir og hafa því takmarkaðan aðgang að hefðbundnum fjármögnunarleiðum svo sem lánastofnunum. Sem nýlegt dæmi um verkefni sem fjármagnað var hér á landi með hópfjármögnun eru kaup Sirkus Íslands á sirkustjaldi en það var fjármagnað með framlögum einstaklinga í gegnum Karolina Fund. Þeir sem lögðu verkefninu til fé fengu umbun í formi miða á sýningu Sirkus Íslands. Hópfjármögnun er almennt skipt í hópfjármögnun með framlögum (e. rewards- and donations based crowdfunding) og fjárfestingatengda fjármögnun (e. investment based crowdfunding). Fyrri flokkurinn felur í sér að þátttakendur leggja til fé og vænta ekki fjárhagslegrar umbunar í staðinn. Þeir fá þó í sumum tilvikum annars konar borgun, svo sem miða á sýningu, ef verkefnið heppnast. Síðari flokkurinn felur í sér að þátttakendur leggja til fé og fá það ýmist greitt til baka ef verkefnið heppnast, þ.e. hópfjármögnun með lánum, eða þeir eignast hlutdeild í verkefninu en það er kallað hópfjármögnun með fjárfestingu. Sá angi hópfjármögnunar sem flestir Íslendingar þekkja og fer fram í gegnum Karolina Fund fellur í flokk hópfjármögnunar með framlögum. Hér verður hins vegar stuttlega fjallað um helstu áhættur í tengslum við þann flokk fjárfestingatengdrar hópfjármögnunar sem á sér stað með lánum.Áhugaverður angi hópfjármögnunar Fjárfestingatengd hópfjármögnun, hvort heldur sem er í formi lána eða með beinni fjárfestingu, hefur ekki enn náð fótfestu hérlendis. Þess leið hefur verið að ryðja sér til rúms annars staðar í Evrópu og má því telja að það sé aðeins spurning um tíma hvenær þessi tegund hópfjármögnunar birtist hér á landi. Þá má ekki gleyma því að internetið er án landamæra og því geta Íslendingar, líkt og aðrir, tekið þátt í erlendri hópfjármögnun að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.Hópfjármögnun með lánum Hópfjármögnun með lánum er sem fyrr segir önnur tveggja tegunda fjárfestingatengdrar hópfjármögnunar. Í þessari leið felst að hópur einstaklinga lánar fé til aðila, t.d. sprotafyrirtækis, gegn því að fá lánið endurgreitt, oftast með vöxtum. Lánveitingar sem þessar fara yfirleitt fram í gegnum milligönguaðila sem hefur það hlutverk að tengja saman lánveitanda og lántaka, t.d. hópfjármögnunarsíðu. Margvíslegar ástæður geta legið að baki því að einstaklingar og fyrirtæki vilji fjármagna sig á þennan hátt. Búast má við því að þau vaxtakjör sem bjóðast í þessum viðskiptum muni lækka eftir að lánþegar hafa byggt upp traust í gegnum fyrri verkefni. Á sama tíma opnast tækifæri fyrir fjárfesta sem vilja auka fjölbreytileika og áhættudreifingu í eignasafni sínu.Innbyggð áhætta Lánveitingum fylgir alltaf áhætta og þar eru lánveitingar í gegnum hópfjármögnun engin undantekning. Þannig er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að lánþegi geti ekki borgað lánið til baka eða að lánþegi veiti ekki réttar og áreiðanlegar upplýsingar um það verkefni sem um ræðir. Þá getur sú staða einnig komið upp að einstakir lánveitendur geti ekki greitt þann hluta lánveitingarinnar sem þeir hafa lofað. Þetta getur valdið því að lánþega tekst ekki að fjármagna verkefni sitt þrátt fyrir loforð um fjárframlög. Þá er ekki hægt að útiloka möguleikann á því að bæði lánveitendur og lánþegar verði fyrir tjóni vegna háttsemi milligönguaðila. Þessi varnaðarorð þýða ekki að sniðganga eigi þessa tegund af hópfjármögnun með öllu en það er mikilvægt að þeir sem vilja skoða möguleikann á þessari leið séu meðvitaðir um að ekki er allt gull sem glóir og að í þessum viðskiptum, eins og öllum öðrum, þarf að hafa varann á.Áhættustýring Lánþegar og lánveitendur geta beitt ýmsum aðferðum til þess að stýra eða milda þá áhættu sem fylgt getur fjárfestingatengdri hópfjármögnun. Lykilatriði er að allir aðilar séu vakandi fyrir því að upplýsingagjöf sé rétt og áreiðanleg svo taka megi upplýstar ákvarðanir. Sem dæmi um þetta má nefna að lánveitendur ættu að gera ákveðnar lágmarkskröfur varðandi upplýsingagjöf á heimasíðu milligönguaðila um lántaka, verkefnið sem á að fjármagna og þær áhættur sem það felur í sér. Einnig ættu lánþegar að vera undir það búnir að einhver hluti lánveitenda geti ekki staðið við skuldbindingar sínar þegar á hólminn er komið. Ef milligönguaðilar og verkefniseigendur vilja byggja upp traust almennings á þessari tegund fjármögnunar er mikilvægt að upplýsingarnar séu settar fram á skýran og skiljanlegan máta. Hér getur aukið fjármálalæsi almennings tvímælalaust skilað sér í formi gagnrýni og aðhalds, öllum aðilum til hagsbóta.Aðgerðir eftirlitsstjórnvalda Í nokkrum ríkjum Evrópu hafa eftirlitsstjórnvöld ákveðið að styðja við þá nýjung á fjármálamarkaði sem felst í hópfjármögnun. Þannig má nefna að í Bretlandi hafa eftirlitsstjórnvöld gefið út regluverk sem tilgreinir ákveðnar lágmarkskröfur til milligönguaðila og er ætlað að tryggja hagsmuni lánþega og lánveitenda. Kröfur þessar fjalla m.a. um aðgreiningu fjármuna, hæfni starfsmanna og innri eftirlitskerfi. Þá gera bresk eftirlitsstjórnvöld ákveðna kröfu um skýrslugjöf vegna starfsemi milligönguaðila. Hópfjármögnun getur bæði verið einfaldur og spennandi kostur til þess að taka þátt í nýjum verkefnum eða afurðum. Það er hins vegar mikilvægt að allir aðilar séu vakandi fyrir þeim áhættum sem þessu geta fylgt og takmarki þær eins og kostur er. Þá þarf að hafa í huga að starfsemi milligönguaðila lýtur ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Líkt og önnur eftirlitsstjórnvöld á evrópska efnahagssvæðinu er Fjármálaeftirlitið þó vakandi fyrir þróun mála og mun leitast við að upplýsa almenning um þá þróun eins og tilefni er til.Höfundar eru sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti Fjármálaeftirlitsins og lögfræðingur á eftirlitssviði Fjármálaeftirlitsins.Greinin birtist í tilefni Alþjóðlegrar fjármálalæsisviku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur hópfjármögnun (e. crowdfunding) rutt sér til rúms hér á landi eins og annars staðar og hafa fjölmargir Íslendingar tekið þátt í verkefnum í gegnum Kickstarter, Indiegogo og hina íslensku hópfjármögnunarsíðu Karolina Fund. Hópfjármögnun er óhefðbundin fjármögnun að því leyti að hún veitir aðilum tækifæri til að nálgast hóp fjárfesta án milligöngu fjármálastofnana. Þetta höfðar einkum til nýsköpunarfyrirtækja og frumkvöðla sem eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnurekstri, eiga litlar eignir og hafa því takmarkaðan aðgang að hefðbundnum fjármögnunarleiðum svo sem lánastofnunum. Sem nýlegt dæmi um verkefni sem fjármagnað var hér á landi með hópfjármögnun eru kaup Sirkus Íslands á sirkustjaldi en það var fjármagnað með framlögum einstaklinga í gegnum Karolina Fund. Þeir sem lögðu verkefninu til fé fengu umbun í formi miða á sýningu Sirkus Íslands. Hópfjármögnun er almennt skipt í hópfjármögnun með framlögum (e. rewards- and donations based crowdfunding) og fjárfestingatengda fjármögnun (e. investment based crowdfunding). Fyrri flokkurinn felur í sér að þátttakendur leggja til fé og vænta ekki fjárhagslegrar umbunar í staðinn. Þeir fá þó í sumum tilvikum annars konar borgun, svo sem miða á sýningu, ef verkefnið heppnast. Síðari flokkurinn felur í sér að þátttakendur leggja til fé og fá það ýmist greitt til baka ef verkefnið heppnast, þ.e. hópfjármögnun með lánum, eða þeir eignast hlutdeild í verkefninu en það er kallað hópfjármögnun með fjárfestingu. Sá angi hópfjármögnunar sem flestir Íslendingar þekkja og fer fram í gegnum Karolina Fund fellur í flokk hópfjármögnunar með framlögum. Hér verður hins vegar stuttlega fjallað um helstu áhættur í tengslum við þann flokk fjárfestingatengdrar hópfjármögnunar sem á sér stað með lánum.Áhugaverður angi hópfjármögnunar Fjárfestingatengd hópfjármögnun, hvort heldur sem er í formi lána eða með beinni fjárfestingu, hefur ekki enn náð fótfestu hérlendis. Þess leið hefur verið að ryðja sér til rúms annars staðar í Evrópu og má því telja að það sé aðeins spurning um tíma hvenær þessi tegund hópfjármögnunar birtist hér á landi. Þá má ekki gleyma því að internetið er án landamæra og því geta Íslendingar, líkt og aðrir, tekið þátt í erlendri hópfjármögnun að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.Hópfjármögnun með lánum Hópfjármögnun með lánum er sem fyrr segir önnur tveggja tegunda fjárfestingatengdrar hópfjármögnunar. Í þessari leið felst að hópur einstaklinga lánar fé til aðila, t.d. sprotafyrirtækis, gegn því að fá lánið endurgreitt, oftast með vöxtum. Lánveitingar sem þessar fara yfirleitt fram í gegnum milligönguaðila sem hefur það hlutverk að tengja saman lánveitanda og lántaka, t.d. hópfjármögnunarsíðu. Margvíslegar ástæður geta legið að baki því að einstaklingar og fyrirtæki vilji fjármagna sig á þennan hátt. Búast má við því að þau vaxtakjör sem bjóðast í þessum viðskiptum muni lækka eftir að lánþegar hafa byggt upp traust í gegnum fyrri verkefni. Á sama tíma opnast tækifæri fyrir fjárfesta sem vilja auka fjölbreytileika og áhættudreifingu í eignasafni sínu.Innbyggð áhætta Lánveitingum fylgir alltaf áhætta og þar eru lánveitingar í gegnum hópfjármögnun engin undantekning. Þannig er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að lánþegi geti ekki borgað lánið til baka eða að lánþegi veiti ekki réttar og áreiðanlegar upplýsingar um það verkefni sem um ræðir. Þá getur sú staða einnig komið upp að einstakir lánveitendur geti ekki greitt þann hluta lánveitingarinnar sem þeir hafa lofað. Þetta getur valdið því að lánþega tekst ekki að fjármagna verkefni sitt þrátt fyrir loforð um fjárframlög. Þá er ekki hægt að útiloka möguleikann á því að bæði lánveitendur og lánþegar verði fyrir tjóni vegna háttsemi milligönguaðila. Þessi varnaðarorð þýða ekki að sniðganga eigi þessa tegund af hópfjármögnun með öllu en það er mikilvægt að þeir sem vilja skoða möguleikann á þessari leið séu meðvitaðir um að ekki er allt gull sem glóir og að í þessum viðskiptum, eins og öllum öðrum, þarf að hafa varann á.Áhættustýring Lánþegar og lánveitendur geta beitt ýmsum aðferðum til þess að stýra eða milda þá áhættu sem fylgt getur fjárfestingatengdri hópfjármögnun. Lykilatriði er að allir aðilar séu vakandi fyrir því að upplýsingagjöf sé rétt og áreiðanleg svo taka megi upplýstar ákvarðanir. Sem dæmi um þetta má nefna að lánveitendur ættu að gera ákveðnar lágmarkskröfur varðandi upplýsingagjöf á heimasíðu milligönguaðila um lántaka, verkefnið sem á að fjármagna og þær áhættur sem það felur í sér. Einnig ættu lánþegar að vera undir það búnir að einhver hluti lánveitenda geti ekki staðið við skuldbindingar sínar þegar á hólminn er komið. Ef milligönguaðilar og verkefniseigendur vilja byggja upp traust almennings á þessari tegund fjármögnunar er mikilvægt að upplýsingarnar séu settar fram á skýran og skiljanlegan máta. Hér getur aukið fjármálalæsi almennings tvímælalaust skilað sér í formi gagnrýni og aðhalds, öllum aðilum til hagsbóta.Aðgerðir eftirlitsstjórnvalda Í nokkrum ríkjum Evrópu hafa eftirlitsstjórnvöld ákveðið að styðja við þá nýjung á fjármálamarkaði sem felst í hópfjármögnun. Þannig má nefna að í Bretlandi hafa eftirlitsstjórnvöld gefið út regluverk sem tilgreinir ákveðnar lágmarkskröfur til milligönguaðila og er ætlað að tryggja hagsmuni lánþega og lánveitenda. Kröfur þessar fjalla m.a. um aðgreiningu fjármuna, hæfni starfsmanna og innri eftirlitskerfi. Þá gera bresk eftirlitsstjórnvöld ákveðna kröfu um skýrslugjöf vegna starfsemi milligönguaðila. Hópfjármögnun getur bæði verið einfaldur og spennandi kostur til þess að taka þátt í nýjum verkefnum eða afurðum. Það er hins vegar mikilvægt að allir aðilar séu vakandi fyrir þeim áhættum sem þessu geta fylgt og takmarki þær eins og kostur er. Þá þarf að hafa í huga að starfsemi milligönguaðila lýtur ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Líkt og önnur eftirlitsstjórnvöld á evrópska efnahagssvæðinu er Fjármálaeftirlitið þó vakandi fyrir þróun mála og mun leitast við að upplýsa almenning um þá þróun eins og tilefni er til.Höfundar eru sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti Fjármálaeftirlitsins og lögfræðingur á eftirlitssviði Fjármálaeftirlitsins.Greinin birtist í tilefni Alþjóðlegrar fjármálalæsisviku.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun