„Menn fóru af stað af kappi frekar en forsjá“ Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. mars 2015 19:13 Aftakaveður gekk yfir landið í gær. Rúmlega 300 björgunarsveitarmenn sinntu fjölda hjálparbeiðna víða um land og lokaðist höfuðborgarsvæðið af um tíma í annað sinn í vetur. Þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir bæði Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar virðist óveðrið hafa komið mörgum í opna skjöldu. Á fimmta hundrað ferðalangar voru fastir á Hellisheiði og í uppsveitum Árnessýslu í gærkvöldi. Björgunarfélag Árborgar var fram eftir nóttu að aðstoða fólk í vanda og þurftu sumir að skilja ökutæki sín eftir á Hellisheiði í nótt. „Það eru náttúrulega margir sem bera ábyrgð þegar svona staða kemur upp. Einstaklingar sem eru á ferðinni sjálfir og ferðaþjónustuaðilar sem selja skipulagðar ferðir,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi. Hann segir að í mörgum tilvikum sé um ræða einstaklinga á bílaleigubílum sem ekki hafa aðgang að upplýsingum um færð á vegum á sínu tungumáli. „Þessi ferðaþjónusta öll sem dynur yfir okkur á meiri þunga á veturna en við höfum áður séð. Þar þurfa yfirvöld að taka sig á að upplýsa betur á þeim tungumálum sem skila sem mestum árangri,“ segir Oddur. Þá fóru ferðaþjónustufyrirtæki fjölda ferða á Suðurlandi í gær þrátt fyrir viðvaranir um óveður og hundruð ferðamanna urðu strandaglópar í skipulögðum hópferðum. Er það ekki líka á ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja að fara ekki af stað með fólk í svona veðri? „Veðurspáin var alveg skýr. Þannig að ég held að menn hafi farið frekar af stað af kappi en forsjá í þetta veður,“ segir Oddur. Gísli Jens Friðjónsson, forstjóri Hópbíla, sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið yrði tekið til skoðunar. Hann gaf þó ekki kost á viðtali enda kveða starfsreglur á um að mál sem þessi skuli leyst innan fyrirtækisins. Tengdar fréttir 35 leikskólabörn strandaglópar í Kaldárseli Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út víða á suðvesturhorni landsins en þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. 10. mars 2015 15:29 Vel á annað hundrað bíla sitja fastir við Gullfoss og Geysi Um 250 björgunarsveitamenn taka nú þátt í ófærðaraðstoð um land allt. Fimmtíu aðstoðarbeiðnir á höfuðborgarsvæðinu. 10. mars 2015 17:54 Ökumaður á Reykjanesbraut: „Þú sérð varla næstu stiku fyrir framan þig“ Allar helstu leiðir úr höfuðborginni lokaðar. 10. mars 2015 15:33 Hviður allt að 55 metrum á sekúndu: „Einum gír ofar en venjulegur stormur“ „Veðurspáin er slæm og svona í verri kantinum,“ segir Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur hjá Belgingi, sem var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi veðurhorfurnar á næstu dögum. 10. mars 2015 10:12 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Aftakaveður gekk yfir landið í gær. Rúmlega 300 björgunarsveitarmenn sinntu fjölda hjálparbeiðna víða um land og lokaðist höfuðborgarsvæðið af um tíma í annað sinn í vetur. Þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir bæði Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar virðist óveðrið hafa komið mörgum í opna skjöldu. Á fimmta hundrað ferðalangar voru fastir á Hellisheiði og í uppsveitum Árnessýslu í gærkvöldi. Björgunarfélag Árborgar var fram eftir nóttu að aðstoða fólk í vanda og þurftu sumir að skilja ökutæki sín eftir á Hellisheiði í nótt. „Það eru náttúrulega margir sem bera ábyrgð þegar svona staða kemur upp. Einstaklingar sem eru á ferðinni sjálfir og ferðaþjónustuaðilar sem selja skipulagðar ferðir,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi. Hann segir að í mörgum tilvikum sé um ræða einstaklinga á bílaleigubílum sem ekki hafa aðgang að upplýsingum um færð á vegum á sínu tungumáli. „Þessi ferðaþjónusta öll sem dynur yfir okkur á meiri þunga á veturna en við höfum áður séð. Þar þurfa yfirvöld að taka sig á að upplýsa betur á þeim tungumálum sem skila sem mestum árangri,“ segir Oddur. Þá fóru ferðaþjónustufyrirtæki fjölda ferða á Suðurlandi í gær þrátt fyrir viðvaranir um óveður og hundruð ferðamanna urðu strandaglópar í skipulögðum hópferðum. Er það ekki líka á ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja að fara ekki af stað með fólk í svona veðri? „Veðurspáin var alveg skýr. Þannig að ég held að menn hafi farið frekar af stað af kappi en forsjá í þetta veður,“ segir Oddur. Gísli Jens Friðjónsson, forstjóri Hópbíla, sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið yrði tekið til skoðunar. Hann gaf þó ekki kost á viðtali enda kveða starfsreglur á um að mál sem þessi skuli leyst innan fyrirtækisins.
Tengdar fréttir 35 leikskólabörn strandaglópar í Kaldárseli Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út víða á suðvesturhorni landsins en þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. 10. mars 2015 15:29 Vel á annað hundrað bíla sitja fastir við Gullfoss og Geysi Um 250 björgunarsveitamenn taka nú þátt í ófærðaraðstoð um land allt. Fimmtíu aðstoðarbeiðnir á höfuðborgarsvæðinu. 10. mars 2015 17:54 Ökumaður á Reykjanesbraut: „Þú sérð varla næstu stiku fyrir framan þig“ Allar helstu leiðir úr höfuðborginni lokaðar. 10. mars 2015 15:33 Hviður allt að 55 metrum á sekúndu: „Einum gír ofar en venjulegur stormur“ „Veðurspáin er slæm og svona í verri kantinum,“ segir Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur hjá Belgingi, sem var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi veðurhorfurnar á næstu dögum. 10. mars 2015 10:12 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
35 leikskólabörn strandaglópar í Kaldárseli Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út víða á suðvesturhorni landsins en þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. 10. mars 2015 15:29
Vel á annað hundrað bíla sitja fastir við Gullfoss og Geysi Um 250 björgunarsveitamenn taka nú þátt í ófærðaraðstoð um land allt. Fimmtíu aðstoðarbeiðnir á höfuðborgarsvæðinu. 10. mars 2015 17:54
Ökumaður á Reykjanesbraut: „Þú sérð varla næstu stiku fyrir framan þig“ Allar helstu leiðir úr höfuðborginni lokaðar. 10. mars 2015 15:33
Hviður allt að 55 metrum á sekúndu: „Einum gír ofar en venjulegur stormur“ „Veðurspáin er slæm og svona í verri kantinum,“ segir Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur hjá Belgingi, sem var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi veðurhorfurnar á næstu dögum. 10. mars 2015 10:12