Mikill skortur á heimilislæknum Una Sighvatsdóttir skrifar 8. nóvember 2015 12:14 Beðið eftir læknir hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Síðustu ár hefur gengið erfiðlega að manna heimilislækningar á heilsugæslustöðvum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Sem viðbrögð við vandanum hefur verið reynt að fylla lausar stöður með almennum læknum, kandídötum og jafnvel fimmta árs læknanemum. Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, segir að vandinn fari vaxandi með fólksfjölgun og hækkandi meðalaldri. „Það hefur ekki verið opnuð ný heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2006, en síðan þá hefur þjóðinni fjölgað um 30.000. Þetta eru bara staðreyndir sem ekki er hægt að hlaupast frá," segir Þórarinn. „Og ef við lítum á landsbyggðina þá er að miklu leyti haldið uppi læknisþjónustu þar með farandlæknum. Maður veit dæmi þess að fólk flytur utan af landsbyggðinni í bæinn vegna þess að það er svo mikill óstöðugleiki í læknisþjónustunni. Því miður."Þarf að mennta tvöfalt fleiri heimilislækna Um 30 lækna vantar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins svo hún geti sinnt hlutverki sínu. Það eitt að fjölga stöðugildum er þó ekki nóg til að leysa vandann því mennta þarf fleiri til starfans. Fyrirséð er að næstu tíu árin muni allt að 45 sérfræðingar láta af störfum vegna aldurs á höfuðborgarsvæðinu en skortur er á yngri læknum til að fylla í þær stöður. „Það þarf að mennta fleiri. Það eru núna 36 í sérnáminu hérna heima og ég hef nú ekki tölu á því hvað eru margir erlendis, en það gætu verið 15-20. Við þurufm að tvöfalda þessa tölu bara til að halda í við eðlileg afföll á næstu tíu árum," segir Þórarinn. Á fjárlögum næsta árs er framlag til heilsugæslunnar aukið um sem nemur fjórum nýjum læknastöðum. Þórarinn segir það allt of lítið og bendir á að framlagið til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sé á raunvirði 9% lægra en fyrir efnahagshrunið 2008. Stoppa þurfi upp í þetta gat á aukafjárlögum svo hún geti staðið undir hlutverki sínu sem grunnstoð heilbrigðiskerfisins Í millitíðinni sé Landspítalinn nú í miklum mæli að sinna verkefnum sem leysa megi í heilsugæslu. „Maður heyrir það í ræðum svona á tyllidögum að [heilsugæslan] eigi að vera fyrsti viðkomustaðurinn og við heyrum það líka í skoðanakönnunum að fólkið, þjóðin, vill að heilbrigðiskerfið sé bætt. Og þetta er nú, eins og allir vita sem þekkja pýramídann, þetta er grunnurinn. Þarna á að vera hægt að leysa flest mál sem ekki þarf hátækni til. Og við erum tilbúin til þess, við þurfum bara fjármagn til að leyfa okkur að leysa þetta." Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Síðustu ár hefur gengið erfiðlega að manna heimilislækningar á heilsugæslustöðvum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Sem viðbrögð við vandanum hefur verið reynt að fylla lausar stöður með almennum læknum, kandídötum og jafnvel fimmta árs læknanemum. Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, segir að vandinn fari vaxandi með fólksfjölgun og hækkandi meðalaldri. „Það hefur ekki verið opnuð ný heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2006, en síðan þá hefur þjóðinni fjölgað um 30.000. Þetta eru bara staðreyndir sem ekki er hægt að hlaupast frá," segir Þórarinn. „Og ef við lítum á landsbyggðina þá er að miklu leyti haldið uppi læknisþjónustu þar með farandlæknum. Maður veit dæmi þess að fólk flytur utan af landsbyggðinni í bæinn vegna þess að það er svo mikill óstöðugleiki í læknisþjónustunni. Því miður."Þarf að mennta tvöfalt fleiri heimilislækna Um 30 lækna vantar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins svo hún geti sinnt hlutverki sínu. Það eitt að fjölga stöðugildum er þó ekki nóg til að leysa vandann því mennta þarf fleiri til starfans. Fyrirséð er að næstu tíu árin muni allt að 45 sérfræðingar láta af störfum vegna aldurs á höfuðborgarsvæðinu en skortur er á yngri læknum til að fylla í þær stöður. „Það þarf að mennta fleiri. Það eru núna 36 í sérnáminu hérna heima og ég hef nú ekki tölu á því hvað eru margir erlendis, en það gætu verið 15-20. Við þurufm að tvöfalda þessa tölu bara til að halda í við eðlileg afföll á næstu tíu árum," segir Þórarinn. Á fjárlögum næsta árs er framlag til heilsugæslunnar aukið um sem nemur fjórum nýjum læknastöðum. Þórarinn segir það allt of lítið og bendir á að framlagið til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sé á raunvirði 9% lægra en fyrir efnahagshrunið 2008. Stoppa þurfi upp í þetta gat á aukafjárlögum svo hún geti staðið undir hlutverki sínu sem grunnstoð heilbrigðiskerfisins Í millitíðinni sé Landspítalinn nú í miklum mæli að sinna verkefnum sem leysa megi í heilsugæslu. „Maður heyrir það í ræðum svona á tyllidögum að [heilsugæslan] eigi að vera fyrsti viðkomustaðurinn og við heyrum það líka í skoðanakönnunum að fólkið, þjóðin, vill að heilbrigðiskerfið sé bætt. Og þetta er nú, eins og allir vita sem þekkja pýramídann, þetta er grunnurinn. Þarna á að vera hægt að leysa flest mál sem ekki þarf hátækni til. Og við erum tilbúin til þess, við þurfum bara fjármagn til að leyfa okkur að leysa þetta."
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira