Innlent

Afhendi allt um sæstrengsmálið

garðar örn úlfarsson skrifar
Sæstrengur flutti rafmagn að sendimastri.
Sæstrengur flutti rafmagn að sendimastri. Mynd/Jón Páll Jakobsson
Ísafjarðarbær hefur verið beðinn að afhenda lögreglustjóraembættinu á Vestfjörðum öll gögn sín er varða sæstreng sem Neyðarlínan lagði í innanverðum Arnarfirði í fyrrasumar.

Neyðarlínan og Orkubú Vestfjarða kærðu spjöll sem fyrirtækin telja rækjusjómenn hafa unnið á strengnum í nóvember. Strengurinn liggur um fengsæl rækjumið. Lögreglustjórinn vill gögnin frá bænum fyrir lok mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×