Innlent

Missti af skírn barnabarnsins: Icelandair hefur endurgreitt flugið

Birgir Olgeirsson skrifar
Anna Kristín missti af skírn barnabarns síns vegna mistaka hjá Icelandair.Hún hefur nú fengið flugið endurgreitt.
Anna Kristín missti af skírn barnabarns síns vegna mistaka hjá Icelandair.Hún hefur nú fengið flugið endurgreitt.
„Þeir hafa haft samband við mig og eru búnir að borga mér til baka,“ segir Anna Kristín Kristinsdóttir um Icelandair sem hefur endurgreitt henni flugmiða eftir að hún fékk ekki að fljúga með farþegaþotu félagsins til Lundúna sunnudaginn 15. mars síðastliðinn.

Anna átti bókað flug með Icelandair þennan dag en fékk þær útskýringar að hún kæmist ekki með vélinni vegna óveðursins gekk yfir landið daginn áður. Því hefðu þeir sem áttu bókað flug á laugardeginum forgang í flug á sunnudeginum en það reyndist rangt mat hjá Icelandair.

Þetta varð til þess að Anna Kristín missti af skírnarveislu barnabarns síns í Lundúnum. „Það var allt í steik hjá þeim út af veðrinu á laugardeginum en sá farþegi sem á bókað flug á sunnudegi á ekki að þurfa að bakka fyrir þann sem missti af vélinni á laugardegi. Þeir eru búnir að segja mér að ég hefði átt að fara með,“ segir Anna Kristín.

Þegar Vísir fjallaði um málið viðurkenndi Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að félagið hefði gert mistök og sagði félagið ætl að reyna að bæta fyrir þau.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×