Ásgerður vill tvær milljónir frá Eiði vegna meiðyrða Birgir Olgeirsson skrifar 24. mars 2015 13:30 Ásgerður Jóna hefur kært Eið Svanberg fyrir meiðyrði. Eiður svaraði með gagnstefnu gegn Ásgerði. Vísir/GVA/Valgarður. Ásgerður Jóna Floasdóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, og Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, mætast í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag þar sem tekið verður fyrir meiðyrðamál Ásgerðar á hendur Eiði. Samtímis verður tekin fyrir gagnstefna Eiðs á hendur Ásgerði Jónu, einnig fyrir meiðyrði. Ummæli þeirra voru látin falla á netinu fyrir tæpum fimm árum en Ásgerður Jóna krefst þess að eftirfarandi ummæli sem Eiður birti á bloggsíðu sinni á Eyjunni þann 23. september árið 2010 um Ásgerði Jónu verði dæmd dauð og ómerk:a. „Þetta voru sannarlega athyglisverðar upplýsingar. Þeim verður þó líklega ekki hampað í Útvarpi Sögu. Konan er ekki talandi og ætti aldrei að komast í námunda við hljóðnema. - Ferill Ásgerðar Jónu í fjármálum (Mæðrastyrksnefnd) fellur sennilega vel að smekk eiganda ferðaskrifstofunnar Iceland Express.“b. „Sagt er að pelsar konunnar eigi sér ekki jafningja á Íslandi en hún klæðist þeim ekki í fjölskylduhjálpinni, sem hún svo kallar, þar sem hún felur sig bak við Fons.“Ásgerður krefst þess að Eiði verði gert með dómi að birta forsendur og dómsorð á bloggsvæði sínu. Þá krefst hún að Eiði verði gert að greiða sér rúmar 484 þúsund krónur til birtingar dómsins í opinberu blaði. Þá vill hún einnig fá tvær milljónir króna í miskabætur auk vaxta. Ásgerður telur þessi skrif Eiðs hafa vegið að æru hennar, móðgað hana og lítillækkað. Þá telur hún þessi ummæli skaðleg sökum stöðu sinnar hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Eiður hefur að sögn fjarlægt þessi skrif af vefsvæðinu og hefur gagnstefnt Ásgerði Jónu fyrir eftirfarandi ummæli sem hún hafði um Eið í viðtali sem birtist á Pressunni þann 4. ágúst árið 2010.a. „Eiður Guðnason er bara ljótur maður á sálinni“.b. „Hún ætli nú að kæra rógberana, sem allir komi úr sömu átt, þetta séu bloggarar á eyjunni, þar á meðal Eið Guðnason, fyrrverandi ráðherra og sendiherra.“Hann segir þessi ummæli skaða orðspor sitt og heiður og vill meina að þau sé til þess fallin að valda honum álitshnekki. Eiður krefst þess að Ásgerði verði gert með dómi að greiða sér 969 þúsund krónur til birtingar dómsins í 2 ritum eða dagblöðum þegar dómur er genginn í málinu auk málskostnaðar. Tengdar fréttir Ásgerður Jóna beið lægri hlut gegn Reyni Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, tapaði í meiðyrðamáli gegn Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra DV, í dag. 27. febrúar 2015 16:13 „Ef hún vildi ekki að um þetta væri fjallað hefði hún átt að sleppa því að tússa bílinn“ Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar, gegn Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra DV fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 24. febrúar 2015 16:36 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Ásgerður Jóna Floasdóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, og Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, mætast í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag þar sem tekið verður fyrir meiðyrðamál Ásgerðar á hendur Eiði. Samtímis verður tekin fyrir gagnstefna Eiðs á hendur Ásgerði Jónu, einnig fyrir meiðyrði. Ummæli þeirra voru látin falla á netinu fyrir tæpum fimm árum en Ásgerður Jóna krefst þess að eftirfarandi ummæli sem Eiður birti á bloggsíðu sinni á Eyjunni þann 23. september árið 2010 um Ásgerði Jónu verði dæmd dauð og ómerk:a. „Þetta voru sannarlega athyglisverðar upplýsingar. Þeim verður þó líklega ekki hampað í Útvarpi Sögu. Konan er ekki talandi og ætti aldrei að komast í námunda við hljóðnema. - Ferill Ásgerðar Jónu í fjármálum (Mæðrastyrksnefnd) fellur sennilega vel að smekk eiganda ferðaskrifstofunnar Iceland Express.“b. „Sagt er að pelsar konunnar eigi sér ekki jafningja á Íslandi en hún klæðist þeim ekki í fjölskylduhjálpinni, sem hún svo kallar, þar sem hún felur sig bak við Fons.“Ásgerður krefst þess að Eiði verði gert með dómi að birta forsendur og dómsorð á bloggsvæði sínu. Þá krefst hún að Eiði verði gert að greiða sér rúmar 484 þúsund krónur til birtingar dómsins í opinberu blaði. Þá vill hún einnig fá tvær milljónir króna í miskabætur auk vaxta. Ásgerður telur þessi skrif Eiðs hafa vegið að æru hennar, móðgað hana og lítillækkað. Þá telur hún þessi ummæli skaðleg sökum stöðu sinnar hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Eiður hefur að sögn fjarlægt þessi skrif af vefsvæðinu og hefur gagnstefnt Ásgerði Jónu fyrir eftirfarandi ummæli sem hún hafði um Eið í viðtali sem birtist á Pressunni þann 4. ágúst árið 2010.a. „Eiður Guðnason er bara ljótur maður á sálinni“.b. „Hún ætli nú að kæra rógberana, sem allir komi úr sömu átt, þetta séu bloggarar á eyjunni, þar á meðal Eið Guðnason, fyrrverandi ráðherra og sendiherra.“Hann segir þessi ummæli skaða orðspor sitt og heiður og vill meina að þau sé til þess fallin að valda honum álitshnekki. Eiður krefst þess að Ásgerði verði gert með dómi að greiða sér 969 þúsund krónur til birtingar dómsins í 2 ritum eða dagblöðum þegar dómur er genginn í málinu auk málskostnaðar.
Tengdar fréttir Ásgerður Jóna beið lægri hlut gegn Reyni Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, tapaði í meiðyrðamáli gegn Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra DV, í dag. 27. febrúar 2015 16:13 „Ef hún vildi ekki að um þetta væri fjallað hefði hún átt að sleppa því að tússa bílinn“ Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar, gegn Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra DV fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 24. febrúar 2015 16:36 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Ásgerður Jóna beið lægri hlut gegn Reyni Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, tapaði í meiðyrðamáli gegn Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra DV, í dag. 27. febrúar 2015 16:13
„Ef hún vildi ekki að um þetta væri fjallað hefði hún átt að sleppa því að tússa bílinn“ Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar, gegn Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra DV fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 24. febrúar 2015 16:36