Innlent

Friðrik Helgi fékk að velja sér leikfang í Toys R Us

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Friðrik Helgi var hæstánægður með leikfangakassann sem hann fékk að velja sér í Toys R Us.
Friðrik Helgi var hæstánægður með leikfangakassann sem hann fékk að velja sér í Toys R Us. vísir/vilhelm/erna
Hinn níu ára Friðrik Helgi gekk glaður úr versluninni Toys R Us á sunnudag með leikfang að eigin vali, í boði verslunarinnar. Degi áður hafði honum verið meinuð afgreiðsla vegna þess að hann vildi greiða með klinki sem hann hafði safnað sér.

Friðrik Helgi hafði lagt mikla vinnu í að safna sér fyrir Legókassa sem hann hafði haft augastað á í lengri tíma. Tilhlökkunin var því í hámarki þegar hann fór með móður sinni, Ernu Helgadóttur, í leikfangaverslunina á laugardag. Verslunarferðin fór þó svo að þau mæðgin gengu tómhent út því starfsmaðurinn sagði peningaskúffuna fulla. Eftir frétt sem birtist á Vísi um málið hafði Örvar Eiríksson, verslunarstjóri Toys R Us, samband við Ernu

„Hann baðst innilegrar afsökunar og bauð okkur að fara í búðina daginn. Friðrik var auðvitað alveg ónýtur eftir þetta en þegar hann fékk að vita að hann mætti velja sér eitthvað varð hann voðalega spenntur. Hann mátti velja sér eitthvað á milli tíu til fimmtán þúsund,“ segir Erna í samtali við Vísi.

Friðrik valdi sér þó ekki Legókassann en hefur óskað sér þess að fá hann í afmælisgjöf í apríl. Fyrir aurinn sem hann átti valdi hann sér fótboltaspil.

„Hann er búinn að ná sér strákurinn. Við fórum í búðina og það var vel tekið á móti okkur. Friðrik valdi sér Chima-kassa sem hann hafði lengi langað í og er alveg hæstánægður,“ segir Erna að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×