Gylfi pirraður á markaleysinu: Þarf að brjóta ísinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. september 2015 10:45 Gylfi í baráttunni við Jack Colback í leik Swansea og Newcastle. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að það væri farið að fara í taugarnar á honum að hann væri ekki enn kominn á blað eftir sjö leiki með Swansea í upphafi tímabilsins í viðtali við Wales Online í dag. „Þetta er pirrandi en ég veit að það styttist í markið og ef ég legg áfram hart að mér kemur það innan skamms, hvernig sem það kemur. Ég er ennþá með það markmið að skora 10-15 mörk á þessu tímabili og ég veit að ég get það alveg.“ Gylfi var einn af betri leikmönnum Swansea á síðasta tímabili en ásamt því að skora 7 mörk lagði hann upp önnur 10 fyrir liðsfélaga sína. „Ég hef ekki fengið jafn mörg marktækifæri á þessu tímabili og þegar ég hef fengið þau hefur mér ekki tekist að ná að klára þau. Það kom svona kafli á síðasta tímabili líka þar sem ég skoraði ekkert í 6-7 leikjum en ég verð bara að brjóta ísinn í ár.“ Swansea datt nokkuð óvænt út gegn Hull í enska deildarbikarnum í gær en örlítið hikst hefur verið á liðinu eftir góða byrjun á tímabilinu. „Okkur tókst ekki að nýta færin þegar við vorum að stýra leiknum. Við vorum með marga frábæra leikmenn þarna sem áttu að geta unnið þennan leik sem gerir þetta mun meira svekkjandi. Þetta snýst allt um að ná í úrslit og okkur tókst ekki að komast í næstu umferð,“ sagði Gylfi.Gylfi var hársbreidd frá því að brjóta ísinn gegn Manchester United.Vísir/GettyFinnum ekki fyrir aukinni pressu Swansea hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni en næsti leikur liðsins er gegn Southampton á útivelli um helgina. „Við höfum ekki unnið í síðustu þremur leikjum í öllum keppnum. Leikurinn gegn Watford var ekki nægilega góður en stigið gegn Everton var fínt eftir að þeir unnu Chelsea í sömu viku. Við finnum ekki fyrir aukinni pressu fyrir leikinn gegn Southampton en við tökum vonandi þrjú stig úr leiknum.“ Gylfi sagði að það væri enn markmið liðsins að bæta árangur síðasta tímabils þegar Swansea endaði í 8. sæti með 56 stig. „Við erum með væntingar til okkar sem leikmanna og við viljum gera betur en á síðasta tímabili. Það verður vissulega erfitt að bæta góðan árangur síðasta tímabils en það er möguleiki á því. Liðið er betur mannað en á síðasta tímabili svo ég sé ekki afhverju við ættum ekki að geta betur.“ Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að það væri farið að fara í taugarnar á honum að hann væri ekki enn kominn á blað eftir sjö leiki með Swansea í upphafi tímabilsins í viðtali við Wales Online í dag. „Þetta er pirrandi en ég veit að það styttist í markið og ef ég legg áfram hart að mér kemur það innan skamms, hvernig sem það kemur. Ég er ennþá með það markmið að skora 10-15 mörk á þessu tímabili og ég veit að ég get það alveg.“ Gylfi var einn af betri leikmönnum Swansea á síðasta tímabili en ásamt því að skora 7 mörk lagði hann upp önnur 10 fyrir liðsfélaga sína. „Ég hef ekki fengið jafn mörg marktækifæri á þessu tímabili og þegar ég hef fengið þau hefur mér ekki tekist að ná að klára þau. Það kom svona kafli á síðasta tímabili líka þar sem ég skoraði ekkert í 6-7 leikjum en ég verð bara að brjóta ísinn í ár.“ Swansea datt nokkuð óvænt út gegn Hull í enska deildarbikarnum í gær en örlítið hikst hefur verið á liðinu eftir góða byrjun á tímabilinu. „Okkur tókst ekki að nýta færin þegar við vorum að stýra leiknum. Við vorum með marga frábæra leikmenn þarna sem áttu að geta unnið þennan leik sem gerir þetta mun meira svekkjandi. Þetta snýst allt um að ná í úrslit og okkur tókst ekki að komast í næstu umferð,“ sagði Gylfi.Gylfi var hársbreidd frá því að brjóta ísinn gegn Manchester United.Vísir/GettyFinnum ekki fyrir aukinni pressu Swansea hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni en næsti leikur liðsins er gegn Southampton á útivelli um helgina. „Við höfum ekki unnið í síðustu þremur leikjum í öllum keppnum. Leikurinn gegn Watford var ekki nægilega góður en stigið gegn Everton var fínt eftir að þeir unnu Chelsea í sömu viku. Við finnum ekki fyrir aukinni pressu fyrir leikinn gegn Southampton en við tökum vonandi þrjú stig úr leiknum.“ Gylfi sagði að það væri enn markmið liðsins að bæta árangur síðasta tímabils þegar Swansea endaði í 8. sæti með 56 stig. „Við erum með væntingar til okkar sem leikmanna og við viljum gera betur en á síðasta tímabili. Það verður vissulega erfitt að bæta góðan árangur síðasta tímabils en það er möguleiki á því. Liðið er betur mannað en á síðasta tímabili svo ég sé ekki afhverju við ættum ekki að geta betur.“
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira