Innlent

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, minnir landsmenn á að huga vel að sínum nánustu.
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, minnir landsmenn á að huga vel að sínum nánustu. VÍSIR/ANTON
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, skrifaði þarfa áminningu til landsmanna í gær um leið og hann minntist sonar síns, Óttars Arnar Vilhjálmssonar sem kvaddi þennan heim þann 11. apríl í fyrra.

Vilhjálmur segir í minningarfærslu um Óttar Örn, „sem ákvað að kveðja okkur“ eins og Vilhjálmur kemst að orði, að lífið geti verið miskunnarlaust. Engin fjölskylda muni komast í gegnum lífið án þess að sorgin banki einhvern tímann upp á.

Í dag 11. apríl er komið eitt ár frá því elskulegi drengurinn okkar tók þá ákvörðun að kveðja okkur og það skal alveg vi...

Posted by Vilhjálmur Birgisson on Saturday, April 11, 2015
„Munum að lífið er ekki sjálfgefið,“ segir Vilhjálmur. Ekki verði lýst í orðum hve sárt fjölskyldan sakni hans og sérstaklega sorglegt fyrir börnin Óttars Arnar tvö að alast upp án þess að hafa pabba sinn hjá sér. Þau hafi elskað hann og dáð.

„Það er því mikilvægt fyrir allar fjölskyldur að huga vel að sínum nánustu, því enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og einnig veit enginn hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“

Að neðan má sjá fallegt minningarmyndband um Óttar Örn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×