Pólitískt voðaskot í viðskiptaþvingun? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Viðskiptabann Rússa skellur af fullum þunga á Íslendingum. Spjót hafa staðið á utanríkisráðherra sem varið hefur ákvörðun sína með vísan til heildarhagsmuna. Jafnframt hefur hann sagt að nú sé reynt að fá bannið aðlagað, en að ekki komi til greina að Ísland dragi sig út og fari þar með af lista þeirra ríkja sem styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum. Þessar skýringar ráðherra hljóma vel að því leyti, að mat virðist hafa verið lagt á þá hagsmuni landsins sem í húfi voru í aðdraganda ákvörðunar stjórnvalda um að styðja viðskiptaþvinganir. Vegna alvarleika málsins og í ljósi upplýstrar umræðu er hins vegar nauðsynlegt að fá fram hvernig þessir hagsmunir voru metnir. Hvaða hagsmunir lágu til grundvallar stuðningi? Hvaða hagsmunir studdu það að Ísland stæði utan við þvinganirnar? Og ekki síst, með því að vega og meta þessa andstæðu hagsmuni, hvernig var ákvörðun tekin? Utanríkisráðherra ber þannig að upplýsa um hvaða gögn og upplýsingar lágu til grundvallar þeirri afdrifaríku ákvörðun að telja forsvaranlegt og rétt að styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum. Pistlahöfundi kann auðvitað að skjátlast, en í fljótu bragði er því miður erfitt að sjá hvaða hagsmunir lögðust svo þungt á vogarskálar að talið var affarasælast að styðja viðskiptaþvinganir fremur en að standa utan við þær. Almennar yfirlýsingar, um að það sé óhjákvæmilegt að styðja jafn viðurhlutamiklar aðgerðir og viðskiptaþvinganir gagnvart öðru ríki ef Ísland ætli að vera þátttakandi í alþjóðasamfélaginu, eru fráleitar. Um hverjar þær ákvarðanir sem teknar eru á alþjóðavettvangi hafa fullvalda ríki rétt á, og verða raunar í öllum tilvikum, að taka ákvarðanir út frá eigin hagsmunum. Sé meiriháttar fjárhagslegt tjón fyrirsjáanlegt fyrir einstakt ríki, mun það að sjálfsögðu ekki horfa fram hjá því fyrir óljósa hagsmuni heildarinnar. Þá geta fullvalda ríki einnig tekið þá afstöðu að með viðskiptaþvingunum muni ekki nást sett markmið, líkt og oft vill því miður verða, og ákveða þar með að standa utan við þær. Íslendingar voru ekki nauðbeygðir til að styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum og örðugt er að sjá hvaða hagsmunir lágu til grundvallar ákvörðun Íslands um að styðja þær. Þó sannanlega ríði á að takmarka tjón íslensks efnahagslífs vegna ákvörðunar ráðherrans, er ekki síður mikilvægt að bregðast við pólitísku voðaskoti sama aðila ef hann getur ekki veitt gleggri upplýsingar um forsendur hinnar afdrifaríku ákvörðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Viðskiptabann Rússa skellur af fullum þunga á Íslendingum. Spjót hafa staðið á utanríkisráðherra sem varið hefur ákvörðun sína með vísan til heildarhagsmuna. Jafnframt hefur hann sagt að nú sé reynt að fá bannið aðlagað, en að ekki komi til greina að Ísland dragi sig út og fari þar með af lista þeirra ríkja sem styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum. Þessar skýringar ráðherra hljóma vel að því leyti, að mat virðist hafa verið lagt á þá hagsmuni landsins sem í húfi voru í aðdraganda ákvörðunar stjórnvalda um að styðja viðskiptaþvinganir. Vegna alvarleika málsins og í ljósi upplýstrar umræðu er hins vegar nauðsynlegt að fá fram hvernig þessir hagsmunir voru metnir. Hvaða hagsmunir lágu til grundvallar stuðningi? Hvaða hagsmunir studdu það að Ísland stæði utan við þvinganirnar? Og ekki síst, með því að vega og meta þessa andstæðu hagsmuni, hvernig var ákvörðun tekin? Utanríkisráðherra ber þannig að upplýsa um hvaða gögn og upplýsingar lágu til grundvallar þeirri afdrifaríku ákvörðun að telja forsvaranlegt og rétt að styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum. Pistlahöfundi kann auðvitað að skjátlast, en í fljótu bragði er því miður erfitt að sjá hvaða hagsmunir lögðust svo þungt á vogarskálar að talið var affarasælast að styðja viðskiptaþvinganir fremur en að standa utan við þær. Almennar yfirlýsingar, um að það sé óhjákvæmilegt að styðja jafn viðurhlutamiklar aðgerðir og viðskiptaþvinganir gagnvart öðru ríki ef Ísland ætli að vera þátttakandi í alþjóðasamfélaginu, eru fráleitar. Um hverjar þær ákvarðanir sem teknar eru á alþjóðavettvangi hafa fullvalda ríki rétt á, og verða raunar í öllum tilvikum, að taka ákvarðanir út frá eigin hagsmunum. Sé meiriháttar fjárhagslegt tjón fyrirsjáanlegt fyrir einstakt ríki, mun það að sjálfsögðu ekki horfa fram hjá því fyrir óljósa hagsmuni heildarinnar. Þá geta fullvalda ríki einnig tekið þá afstöðu að með viðskiptaþvingunum muni ekki nást sett markmið, líkt og oft vill því miður verða, og ákveða þar með að standa utan við þær. Íslendingar voru ekki nauðbeygðir til að styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum og örðugt er að sjá hvaða hagsmunir lágu til grundvallar ákvörðun Íslands um að styðja þær. Þó sannanlega ríði á að takmarka tjón íslensks efnahagslífs vegna ákvörðunar ráðherrans, er ekki síður mikilvægt að bregðast við pólitísku voðaskoti sama aðila ef hann getur ekki veitt gleggri upplýsingar um forsendur hinnar afdrifaríku ákvörðunar.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun