
Skjóðuleg hagfræði
Eftirspurnar- og kostnaðarverðbólga
Höfundur Skjóðunnar segir að „[g]rundvallarmunur er á eftirspurnarverðbólgu annars vegar og kostnaðarverðbólgu hins vegar“ og bætir við að „[í] kostnaðarverðbólgu er mjög varasamt, og jafnvel glæfralegt, að bregðast við með hækkun vaxta.“ Vandinn er að vextir eru kostnaður fyrirtækja og því þurfa þau að „hækka vöruverð enn meira en ella“. Það er rétt að vextir eru kostnaðarþáttur en vextir hafa líka áhrif á eftirspurn. Í þeim líkönum sem seðlabankar heimsins styðjast við er það nær alltaf niðurstaðan að hækkun (raun)vaxta lækkar verðbólgu.
Það er nokkuð augljóst að launabreytingar hafa áhrif á kostnað fyrirtækja og einnig eftirspurn. Höfundur Skjóðunnar telur hins vegar að sú „óhjákvæmilega“ aukning verðbólgunnar sem leiði af kjarasamningunum sé alfarið vegna aukins kostnaðar fyrirtækja og fullyrðir: „Í ljósi skulda- og framfærsluvanda stórs hluta heimila landsins er ólíklegt að launahækkanir hjá lág- og meðaltekjufólki hafi teljandi áhrif á aukna eftirspurnarþenslu í hagkerfinu.“ Þetta er skrítin fullyrðing. Er ekki nærtækt að ætla að framfærsluvandi stórs hluta heimila leiði til þess að fólk noti það svigrúm sem launahækkanirnar gefa til að auka neyslu frekar en að það spari mestan hluta af hækkun launanna? Sú niðurstaða er í samræmi við nýjustu rannsóknir á þessu sviði í öðrum vestrænum löndum þar sem menn horfa meir en áður til áhrifa tekjuskiptingar á eftirspurnina.
Það er mat Seðlabankans að eftirspurnin í hagkerfinu sé að verða meiri en framleiðslugetan. Við þær aðstæður hefur vaxtahækkun lítil áhrif á hagvöxt og atvinnu en getur hins vegar dregið úr verðbólgu þannig að kaupmáttur launa verði meiri en ella.
Vaxtamunaviðskipti
Höfundur Skjóðunnar bendir á að hækkun innlendra vaxta hvetji til vaxtamunaviðskipta. Fleira spilar þarna inn í sbr. að Danir hafa glímt við mikið innflæði skammtímafjár að undanförnu þrátt fyrir neikvæða nafnvexti og hér óttast flestir fjármagnsflótta krónueigna þegar höftum verði aflétt þrátt fyrir mikinn vaxtamun.
Stjórnun peningamála í litlu opnu hagkerfi er vissulega vandasöm en sú fullyrðing að „hávaxtastefna Seðlabankans leiddi til stórfelldra vaxtamunarviðskipta auk þess sem íslensk fyrirtæki og neytendur kusu að fjármagna sig með gengisbundnum lánum fremur en að borga hina háu vexti Seðlabankans“ á árunum fyrir fall bankanna er mjög misvísandi svo ekki sé meira sagt. Á árunum 2005-2008 gáfu erlendar fjármálastofnanir út jöklabréf sem þeir seldu erlendum aðilum, keyptu krónur til að tryggja sig gegn gengishækkun krónunnar og lánuðu féð til íslenskra aðila. Fjárhæð útistandandi jöklabréfa varð hæst í ágúst 2007 þegar hún nam 441 ma.kr. eða fjórðungi landsframleiðslunnar. Bankarnir skulduðu Seðlabankanum hundruð ma.kr. á þessum árum þrátt fyrir háa vexti. Hæst var skuldin í september 2008 þegar hún nam 456 ma.kr. Þess vegna er því sums staðar haldið fram, t.d. í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að vextir Seðlabankans hafi verið of lágir en ekki of háir á þessum tíma.
Það er langt í frá að allir hafi farið yfir í lán í erlendri mynt/gengistryggð lán. Ef miðað er við tímabilið frá júní 2004 til júní 2007 jukust útlán innlánsstofnana til heimila um 562 ma.kr. Þar af nam aukning í gengistengdum lánum 83 ma.kr. en aukning í lánum í krónum var 479 ma.kr. Fyrirtækin tóku meira af lánum í erlendri mynt en gerðu það einnig áður en þenslan byrjaði. Á árunum 2003-2005 voru gengistengd lán um 57% af öllum lánum innlánsstofnana til fyrirtækja annarra en eignarhaldsfélaga en þá voru gengistengd lán innlánsstofnana til heimila 1-2% af öllum lánum. Þessi hlutföll fóru í 65% og 8% um mitt ár 2007 og í 75% og 17% í september 2008 eftir mikla lækkun á gengi krónunnar.
Vissulega leiddu vaxtamunaviðskiptin til „stórfelldra“ erlendra lána til íslenskra aðila, mest banka, í krónum, en ef við miðum við ágúst 2007 þegar fjárhæð útgefinna jöklabréfa nam 441 ma.kr. voru erlendar skuldir innlánsstofnana 5.128 ma.kr. og höfðu aukist um 881 ma.kr. frá lokum ársins 2006, sem sýnir að erlend fjármögnun íslenska bankakerfisins í erlendum myntum var margfalt meiri. Þar lá vandinn.
Skoðanir í þessari grein þurfa ekki að endurspegla skoðanir bankans.
Skoðun

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar

Malað dag eftir dag eftir dag
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar