Innlent

Hafna beiðni um aðstoð til Úkraínu

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði
Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði
Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur hafnað beiðni um fjárhagsaðstoð til fórnarlamba í borgarastyrjöldinni í Úkraínu.

Beiðnin barst frá vinabæ Hafnarfjarðar, Tartu, í Eistlandi. Ráðið lagði í gærmorgun til að forsetanefnd Hafnarfjarðarbæjar myndaði sér starfsreglur um styrki til mannúðarmála. „Við létum kanna hvað aðrir vinabæir Tartu hefðu gert í þessu og þá kom það fram að allir höfðu hafnað beiðninni,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. „Við erum að fara að setja okkur viðmiðunarreglur um hvernig eigi að meðhöndla slíkar beiðnir,“ segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×