Innlent

Eldur á Arnarvatnsheiði

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Útkall þetta var það þriðja í kvöld.
Útkall þetta var það þriðja í kvöld. vísir/vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð úr í kvöld til að aðstoða við að slökkva kjarr- og mosaeld á Arnarvatnsheiði. Beiðni barst frá lögreglunni á Borgarnesi um aðstoð þyrlu við slökkvistörfin því ekki var hægt að komast að eldinum með dælubílum.

Þyrlan kom úr sjúkraflugi fyrr í kvöld eftir að hafa sótt hjartveikan mann á Hornbjarg. Aðstæður á Hornbjargi voru erfiðar vegna þoku og þurfti meðal annars að biðja aðila á svæðinu að kveikja á blysum svo þyrlan gæti lent. Þá lenti önnur þyrla gæslunnar í Reykjavík í kvöld með hjartveikan mann sem sóttur var vestast á Snæfellsnes.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×