Hannes: Þurfum meiri peninga og meira í afrekssjóðinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2015 06:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við erum klárlega að taka næsta skref fram á við með þessum samningi,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en sambandið gerði í gær nýjan samning við landsliðsþjálfara karla, Craig Pedersen. Nýi samningurinn er til haustsins 2017 með möguleika á framlengingu til 2019. Craig hættir að þjálfa danska liðið Svendborg Rabbits og mun koma meira að starfi körfuboltans hér heima. Hann verður einnig tengiliður KKÍ við skólana í Bandaríkjunum þar sem íslenskir landsliðsmenn spila. Það fylgir þessum nýja samningi eðlilega aukinn kostnaður en er þá peningakrísu KKÍ lokið? „Nei, svo sannarlega ekki og mun væntanlega ekki ljúka á næstu árum. Þetta heitir á góðri íslensku að þetta reddist. Við þurfum samt meiri peninga og meira í afrekssjóðinn svo hægt sé að gera þessa hluti svo vel sé,“ segir Hannes og hlær létt. KKÍ hefur efni á því að gera aðeins betri samning við þjálfarann þó svo það drjúpi nú ekki smjör af hverju strái hjá Körfuknattleikssambandinu. „Þetta er að kosta meira. Fleiri ferðir og aðeins meira í útborguðum launum. Við teljum okkur aftur á móti þurfa að gera þetta til að halda áfram að stíga fram á við. Það er til að mynda mjög jákvætt að Craig mun vinna með landsliðsþjálfara kvenna og yfirþjálfara yngri landsliða til þess að móta starfið og stefnuna.“ KKÍ er búið að gera upp EM-ævintýrið og tókst KKÍ að komast út úr því verkefni án þess að tapa peningum. „Árið hjá karlaliðinu kostaði í kringum 40 milljónir króna og okkur tókst að klára það verkefni réttu megin við núllið,“ segir formaðurinn sem horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Við munum leggja mikið á okkur til þess að komast aftur inn á EM með karlaliðið árið 2017. Svo ætlum við að reyna að festa okkur í sessi sem eitt af 32 bestu liðum Evrópu því þá erum við í A-deild og eigum möguleika á því að komast á stórmót. Ef við föllum í B-deildina þá verður það mjög erfitt enda aðeins keppt þar um að komast í A-deild. Stefnan með kvennaliðið er að komast á EM ekki síðar en 2021 en vonandi tekst það fyrr. Það eru spennandi tímar fram undan hjá KKÍ.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pedersen framlengir og verður meira á Íslandi Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, tilkynnti í dag að að sambandið hefði gert nýjan samning við sambandið og myndi láta af hinu starfi sínu hjá danska liðinu Svendborg Rabbits. 13. nóvember 2015 09:30 Pedersen: Konunni líst vel á þetta því ég verð meira heima Craig Pedersen vill eyða meiri tíma með strákunum sínum og fær tækifæri til þess í stærra hlutverki hjá KKÍ. 13. nóvember 2015 10:00 Pedersen hættir með Svendborg til að einbeita sér að Íslandi Arnar Guðjónsson verður nýr aðalþjálfari Svendborg Rabbits í Danmörku. 12. nóvember 2015 22:49 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
„Við erum klárlega að taka næsta skref fram á við með þessum samningi,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en sambandið gerði í gær nýjan samning við landsliðsþjálfara karla, Craig Pedersen. Nýi samningurinn er til haustsins 2017 með möguleika á framlengingu til 2019. Craig hættir að þjálfa danska liðið Svendborg Rabbits og mun koma meira að starfi körfuboltans hér heima. Hann verður einnig tengiliður KKÍ við skólana í Bandaríkjunum þar sem íslenskir landsliðsmenn spila. Það fylgir þessum nýja samningi eðlilega aukinn kostnaður en er þá peningakrísu KKÍ lokið? „Nei, svo sannarlega ekki og mun væntanlega ekki ljúka á næstu árum. Þetta heitir á góðri íslensku að þetta reddist. Við þurfum samt meiri peninga og meira í afrekssjóðinn svo hægt sé að gera þessa hluti svo vel sé,“ segir Hannes og hlær létt. KKÍ hefur efni á því að gera aðeins betri samning við þjálfarann þó svo það drjúpi nú ekki smjör af hverju strái hjá Körfuknattleikssambandinu. „Þetta er að kosta meira. Fleiri ferðir og aðeins meira í útborguðum launum. Við teljum okkur aftur á móti þurfa að gera þetta til að halda áfram að stíga fram á við. Það er til að mynda mjög jákvætt að Craig mun vinna með landsliðsþjálfara kvenna og yfirþjálfara yngri landsliða til þess að móta starfið og stefnuna.“ KKÍ er búið að gera upp EM-ævintýrið og tókst KKÍ að komast út úr því verkefni án þess að tapa peningum. „Árið hjá karlaliðinu kostaði í kringum 40 milljónir króna og okkur tókst að klára það verkefni réttu megin við núllið,“ segir formaðurinn sem horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Við munum leggja mikið á okkur til þess að komast aftur inn á EM með karlaliðið árið 2017. Svo ætlum við að reyna að festa okkur í sessi sem eitt af 32 bestu liðum Evrópu því þá erum við í A-deild og eigum möguleika á því að komast á stórmót. Ef við föllum í B-deildina þá verður það mjög erfitt enda aðeins keppt þar um að komast í A-deild. Stefnan með kvennaliðið er að komast á EM ekki síðar en 2021 en vonandi tekst það fyrr. Það eru spennandi tímar fram undan hjá KKÍ.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pedersen framlengir og verður meira á Íslandi Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, tilkynnti í dag að að sambandið hefði gert nýjan samning við sambandið og myndi láta af hinu starfi sínu hjá danska liðinu Svendborg Rabbits. 13. nóvember 2015 09:30 Pedersen: Konunni líst vel á þetta því ég verð meira heima Craig Pedersen vill eyða meiri tíma með strákunum sínum og fær tækifæri til þess í stærra hlutverki hjá KKÍ. 13. nóvember 2015 10:00 Pedersen hættir með Svendborg til að einbeita sér að Íslandi Arnar Guðjónsson verður nýr aðalþjálfari Svendborg Rabbits í Danmörku. 12. nóvember 2015 22:49 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Pedersen framlengir og verður meira á Íslandi Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, tilkynnti í dag að að sambandið hefði gert nýjan samning við sambandið og myndi láta af hinu starfi sínu hjá danska liðinu Svendborg Rabbits. 13. nóvember 2015 09:30
Pedersen: Konunni líst vel á þetta því ég verð meira heima Craig Pedersen vill eyða meiri tíma með strákunum sínum og fær tækifæri til þess í stærra hlutverki hjá KKÍ. 13. nóvember 2015 10:00
Pedersen hættir með Svendborg til að einbeita sér að Íslandi Arnar Guðjónsson verður nýr aðalþjálfari Svendborg Rabbits í Danmörku. 12. nóvember 2015 22:49