Forstjóralaun hækka um milljón á 4 árum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. febrúar 2015 07:00 Forstjórinn kynnir hagræðingaráætlun Orkuveitunnar sem fylgt hefur verið frá vorinu 2011.Vísir/Anton Eftir nýjustu hækkun á launum Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, eru heildarlaun hans 2,4 milljónir króna. Haraldur Flosi Tryggvason, formaður stjórnar OR, segir eigendastefnu fyrirtæksins hafa gert ráð fyrir að grunnlaun forstjórans fylgdu úrskurum kjararáðs um laun forstjóra Landsvirkunar. Nú sé fylgt þeirri stefnu að laun stjórnenda OR standis samanburð við sambærileg störf þótt launakjörin eigi ekki að vera „leiðandi á vinnumarkaði. Auk 1,9 milljóna króna grunnlauna fær Bjarni sérstaklega greitt fyrir setu í stjórnum tveggja dótturfélaga Orkuveitunnar, Gagnaveitunna og OR veitum. Þá leggur Orkuveitan honum til bíl sem reiknast inn í laun hans. Bjarni tók við sem forstjóri Orkuveitunnar 1. mars 2011. Samkvæmt upplýsingum Bjarna sjálfs skömmu eftir ráðninguna hafði hann 1.340 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þá sat hann ekki í stjórnum fyrrrgreindra dótturfélaga og fékk ekki bíl frá OR. Launin eru samtals 79,1 prósenti hærri í dag en þau voru fyrir fjórum árum. Á sama tímabili hækkaði vísitala launa almennt um 24,2 prósent samkvæmt Hagstofu Íslands. Hinn þá nýráðni forstjóri boðaði aðhald í fréttum á Bylgjunni 30. mars 2011. „Við viljum herða ólina alls staðar og hjá okkur sjálfum, það skiptir auðvitað mjög miklu máli,“ sagði Bjarni.Haraldur Flosi TryggvasonHaraldur Flosi segir stjórn OR starfa eftir stefnu eigenda fyrirtækisins og starfskjaranefnd þess. „Niðurstaða nefndarinnar, sem stjórn hefur gert að sinni, er sú að reynt er að feta meðalveg milli kjara stjórnenda hjá hinu opinbera og í einkageiranum,“ segir stjórnarformaðurinn. „Bjarni fyllir flokk ákaflega hæfra manna,“ svarar Haraldur aðspurður hvort ekki sé hægt að fá nothæfan forstjóra til Orkuveitunnar fyrir minna en 2,4 milljónir króna á mánuði. „Í þessu samhengi má láta þess getið að meðallaun starfsmanna í samstæðu OR eru 650 þúsund krónur. Meðallaun framkvæmdastjóra í samstæðunni eru rúmlega 1.550 þúsund krónur,“ segir Haraldur og bendir þess utan á að laun forstjóra hafi verið hærri áður: „Þá má til samanburðar geta þess að launakjör fyrrum forstjóra OR voru fram til marsmánaðar árið 2009 um það bil. 2.150 þúsund krónur, sem uppreiknað til núvirðis með launavísitölu er rúmlega þrjár milljónir króna - auk bifreiðahlunninda.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu á fimmtudag samþykkti stjórn OR að fela Haraldi stjórnarformanni að endursemja við Bjarna Bjarnason forstjóra um starfskjör. Við það tilefni bókaði Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, að hann hefði fyrst vitað um það í nóvember síðastliðnum að forstjórinn hefði bíl frá fyrirtækinu. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir afnot af bifreiðinni hafa verið í ráðningarsamningi frá 2011. Forstjórinn fékk Toyota Yaris tvinnbíl 1. október 2013. „Kaupin á Yarisnum voru í fullu samráði við formann stjórnar og formann starfskjaranefndar,“ segir Eiríkur. Þegar stjórnin samþykkti á mánudag að hækka laun Bjarna var jafnframt ákveðið að kaupa nýjan forstjórabíl af tegundinni Mitsubishi Outlander PEHV að verðmæti 6.580.000 krónur. „Hann er svokallaður tengiltvinnbíll sem gengur fyrir rafmagni en bensíni ef rafmagnið þrýtur,“ upplýsir Eiríkur. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Eftir nýjustu hækkun á launum Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, eru heildarlaun hans 2,4 milljónir króna. Haraldur Flosi Tryggvason, formaður stjórnar OR, segir eigendastefnu fyrirtæksins hafa gert ráð fyrir að grunnlaun forstjórans fylgdu úrskurum kjararáðs um laun forstjóra Landsvirkunar. Nú sé fylgt þeirri stefnu að laun stjórnenda OR standis samanburð við sambærileg störf þótt launakjörin eigi ekki að vera „leiðandi á vinnumarkaði. Auk 1,9 milljóna króna grunnlauna fær Bjarni sérstaklega greitt fyrir setu í stjórnum tveggja dótturfélaga Orkuveitunnar, Gagnaveitunna og OR veitum. Þá leggur Orkuveitan honum til bíl sem reiknast inn í laun hans. Bjarni tók við sem forstjóri Orkuveitunnar 1. mars 2011. Samkvæmt upplýsingum Bjarna sjálfs skömmu eftir ráðninguna hafði hann 1.340 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þá sat hann ekki í stjórnum fyrrrgreindra dótturfélaga og fékk ekki bíl frá OR. Launin eru samtals 79,1 prósenti hærri í dag en þau voru fyrir fjórum árum. Á sama tímabili hækkaði vísitala launa almennt um 24,2 prósent samkvæmt Hagstofu Íslands. Hinn þá nýráðni forstjóri boðaði aðhald í fréttum á Bylgjunni 30. mars 2011. „Við viljum herða ólina alls staðar og hjá okkur sjálfum, það skiptir auðvitað mjög miklu máli,“ sagði Bjarni.Haraldur Flosi TryggvasonHaraldur Flosi segir stjórn OR starfa eftir stefnu eigenda fyrirtækisins og starfskjaranefnd þess. „Niðurstaða nefndarinnar, sem stjórn hefur gert að sinni, er sú að reynt er að feta meðalveg milli kjara stjórnenda hjá hinu opinbera og í einkageiranum,“ segir stjórnarformaðurinn. „Bjarni fyllir flokk ákaflega hæfra manna,“ svarar Haraldur aðspurður hvort ekki sé hægt að fá nothæfan forstjóra til Orkuveitunnar fyrir minna en 2,4 milljónir króna á mánuði. „Í þessu samhengi má láta þess getið að meðallaun starfsmanna í samstæðu OR eru 650 þúsund krónur. Meðallaun framkvæmdastjóra í samstæðunni eru rúmlega 1.550 þúsund krónur,“ segir Haraldur og bendir þess utan á að laun forstjóra hafi verið hærri áður: „Þá má til samanburðar geta þess að launakjör fyrrum forstjóra OR voru fram til marsmánaðar árið 2009 um það bil. 2.150 þúsund krónur, sem uppreiknað til núvirðis með launavísitölu er rúmlega þrjár milljónir króna - auk bifreiðahlunninda.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu á fimmtudag samþykkti stjórn OR að fela Haraldi stjórnarformanni að endursemja við Bjarna Bjarnason forstjóra um starfskjör. Við það tilefni bókaði Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, að hann hefði fyrst vitað um það í nóvember síðastliðnum að forstjórinn hefði bíl frá fyrirtækinu. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir afnot af bifreiðinni hafa verið í ráðningarsamningi frá 2011. Forstjórinn fékk Toyota Yaris tvinnbíl 1. október 2013. „Kaupin á Yarisnum voru í fullu samráði við formann stjórnar og formann starfskjaranefndar,“ segir Eiríkur. Þegar stjórnin samþykkti á mánudag að hækka laun Bjarna var jafnframt ákveðið að kaupa nýjan forstjórabíl af tegundinni Mitsubishi Outlander PEHV að verðmæti 6.580.000 krónur. „Hann er svokallaður tengiltvinnbíll sem gengur fyrir rafmagni en bensíni ef rafmagnið þrýtur,“ upplýsir Eiríkur.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira