Feginn að sleppa með alla heila heim Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2015 07:30 Strákarnir gerðu sitt í Ísrael í gær og komu sér í góða stöðu fyrir helgina. Fréttablaðið/eva björk Ísland má ekki tapa gegn Svartfjallalandi í leik liðanna í Laugardalshöllinni á sunnudag en það varð ljóst eftir úrslit gærkvöldsins í undankeppni EM 2016. Ísland vann Ísrael ytra örugglega, 34-24, en leik Svartfellinga og Serba lauk með jafntefli, 23-23. Ísrael er stigalaust í riðlinum en hin þrjú eru að berjast um tvö efstu sæti riðilsins. Sem stendur eru Ísland og Svartfjallaland efst og jöfn með sjö stig hvort. Serbía kemur svo næst með sex stig en reikna má með því að Serbía vinni Ísrael í lokaleik sínum um helgina og endi með átta stig. Sigurvegari leiksins í Laugardalshöll á laugardag tryggir sér um leið sigur í riðlinum.Uppfært*: Strákarnir komnir á EM „Þetta er einfalt. Við ætlum okkur að vinna þennan leik og ná efsta sæti riðilsins,“ sagði Aron Kristjánsson en þess ber þó að geta að jafntefli mun einnig tryggja strákunum okkar efsta sætið þar sem Ísland er með besta markahlutfallið af þessum þremur liðum eftir sextán marka stórsigur Íslands á Serbum í byrjun mars. „Við förum inn í þennan leik með eitt skýrt markmið og það er að vinna leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn um leikinn mikilvæga á sunnudag.Einbeiting og þolinmæði Leikurinn í gær var skrautlegur og var Aron fyrst og fremst ánægður með að sleppa aftur heim með tvö stig í farteskinu og alla menn heila. „Verkefni dagsins var einbeiting og þolinmæði. Við þurftum að leggja okkur fram og að vinna með tíu marka mun á útivelli er góð niðurstaða. Við stóðumst prófið,“ segir Aron. „Okkur gekk vel í sókninni lengst af í leiknum. Það var óðagot á okkur inn á milli og við klikkuðum á nokkrum dauðafærum. En í hvert skipti sem við gáfum okkur tíma og vorum þolinmóðir þá gekk þetta betur,“ segir þjálfarinn. „Hvað varnarleikinn varðar þá var byrjunin nokkuð erfið. Við vorum lengi að koma okkur í gang þó svo að við værum að vinna marga bolta. En það vantaði upp á kraftinn. Þegar það kom náðum við góðri forystu í leiknum og náðum að dreifa álaginu á milli manna. Það var gott að fá framlag úr mörgum mismunandi áttum og veit á gott fyrir leikinn á sunnudag.“Nýttu tækifærið vel Hornamennirnir Stefán Rafn Sigurmannsson og Guðmundur Árni Ólafsson voru hvorugur í byrjunarliði Íslands í gær en nýttu tækifærið sem þeir fengu vel. Þeir voru tveir markahæstu menn Íslands – Stefán Rafn með átta mörk og Guðmundur Árni sex – og voru drjúgir þegar Ísland náði loks góðum tökum á leiknum eftir erfiðar fyrstu 20 mínútur. Ásgeir Örn Hallgrímsson nýtti færin sín vel og Björgvin Páll Gústavsson átti góðan dag í markinu og naut góðs af því að vera, á köflum að minnsta kosti, með góða vörn fyrir framan sig. Björgvin Páll varði einnig þrjú vítaskot í leiknum og Aron Rafn Eðvarðsson þar að auki eitt. Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Ísland í gær en hann spilaði engu að síður vel fyrir félaga sína þær mínútur sem hann var á vellinum og sem fyrr var greinilegt hversu mikilvægur hann er sóknarleik íslenska landsliðsins. *Uppfært: Tvö efstu liðin úr hverjum riðli auk liðsins sem á bestan árangur í þriðja sæti komast áfram á EM í Póllandi. Ekkert annað lið getur jafnað árangur þess liðs sem endar í þriðja sæti í riðli Íslands, sem þýðir að öll þrjú liðin - Serbía, Svartfjallaland og Ísland - eru komin á EM. Handbolti Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira
Ísland má ekki tapa gegn Svartfjallalandi í leik liðanna í Laugardalshöllinni á sunnudag en það varð ljóst eftir úrslit gærkvöldsins í undankeppni EM 2016. Ísland vann Ísrael ytra örugglega, 34-24, en leik Svartfellinga og Serba lauk með jafntefli, 23-23. Ísrael er stigalaust í riðlinum en hin þrjú eru að berjast um tvö efstu sæti riðilsins. Sem stendur eru Ísland og Svartfjallaland efst og jöfn með sjö stig hvort. Serbía kemur svo næst með sex stig en reikna má með því að Serbía vinni Ísrael í lokaleik sínum um helgina og endi með átta stig. Sigurvegari leiksins í Laugardalshöll á laugardag tryggir sér um leið sigur í riðlinum.Uppfært*: Strákarnir komnir á EM „Þetta er einfalt. Við ætlum okkur að vinna þennan leik og ná efsta sæti riðilsins,“ sagði Aron Kristjánsson en þess ber þó að geta að jafntefli mun einnig tryggja strákunum okkar efsta sætið þar sem Ísland er með besta markahlutfallið af þessum þremur liðum eftir sextán marka stórsigur Íslands á Serbum í byrjun mars. „Við förum inn í þennan leik með eitt skýrt markmið og það er að vinna leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn um leikinn mikilvæga á sunnudag.Einbeiting og þolinmæði Leikurinn í gær var skrautlegur og var Aron fyrst og fremst ánægður með að sleppa aftur heim með tvö stig í farteskinu og alla menn heila. „Verkefni dagsins var einbeiting og þolinmæði. Við þurftum að leggja okkur fram og að vinna með tíu marka mun á útivelli er góð niðurstaða. Við stóðumst prófið,“ segir Aron. „Okkur gekk vel í sókninni lengst af í leiknum. Það var óðagot á okkur inn á milli og við klikkuðum á nokkrum dauðafærum. En í hvert skipti sem við gáfum okkur tíma og vorum þolinmóðir þá gekk þetta betur,“ segir þjálfarinn. „Hvað varnarleikinn varðar þá var byrjunin nokkuð erfið. Við vorum lengi að koma okkur í gang þó svo að við værum að vinna marga bolta. En það vantaði upp á kraftinn. Þegar það kom náðum við góðri forystu í leiknum og náðum að dreifa álaginu á milli manna. Það var gott að fá framlag úr mörgum mismunandi áttum og veit á gott fyrir leikinn á sunnudag.“Nýttu tækifærið vel Hornamennirnir Stefán Rafn Sigurmannsson og Guðmundur Árni Ólafsson voru hvorugur í byrjunarliði Íslands í gær en nýttu tækifærið sem þeir fengu vel. Þeir voru tveir markahæstu menn Íslands – Stefán Rafn með átta mörk og Guðmundur Árni sex – og voru drjúgir þegar Ísland náði loks góðum tökum á leiknum eftir erfiðar fyrstu 20 mínútur. Ásgeir Örn Hallgrímsson nýtti færin sín vel og Björgvin Páll Gústavsson átti góðan dag í markinu og naut góðs af því að vera, á köflum að minnsta kosti, með góða vörn fyrir framan sig. Björgvin Páll varði einnig þrjú vítaskot í leiknum og Aron Rafn Eðvarðsson þar að auki eitt. Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Ísland í gær en hann spilaði engu að síður vel fyrir félaga sína þær mínútur sem hann var á vellinum og sem fyrr var greinilegt hversu mikilvægur hann er sóknarleik íslenska landsliðsins. *Uppfært: Tvö efstu liðin úr hverjum riðli auk liðsins sem á bestan árangur í þriðja sæti komast áfram á EM í Póllandi. Ekkert annað lið getur jafnað árangur þess liðs sem endar í þriðja sæti í riðli Íslands, sem þýðir að öll þrjú liðin - Serbía, Svartfjallaland og Ísland - eru komin á EM.
Handbolti Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira