Feginn að sleppa með alla heila heim Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2015 07:30 Strákarnir gerðu sitt í Ísrael í gær og komu sér í góða stöðu fyrir helgina. Fréttablaðið/eva björk Ísland má ekki tapa gegn Svartfjallalandi í leik liðanna í Laugardalshöllinni á sunnudag en það varð ljóst eftir úrslit gærkvöldsins í undankeppni EM 2016. Ísland vann Ísrael ytra örugglega, 34-24, en leik Svartfellinga og Serba lauk með jafntefli, 23-23. Ísrael er stigalaust í riðlinum en hin þrjú eru að berjast um tvö efstu sæti riðilsins. Sem stendur eru Ísland og Svartfjallaland efst og jöfn með sjö stig hvort. Serbía kemur svo næst með sex stig en reikna má með því að Serbía vinni Ísrael í lokaleik sínum um helgina og endi með átta stig. Sigurvegari leiksins í Laugardalshöll á laugardag tryggir sér um leið sigur í riðlinum.Uppfært*: Strákarnir komnir á EM „Þetta er einfalt. Við ætlum okkur að vinna þennan leik og ná efsta sæti riðilsins,“ sagði Aron Kristjánsson en þess ber þó að geta að jafntefli mun einnig tryggja strákunum okkar efsta sætið þar sem Ísland er með besta markahlutfallið af þessum þremur liðum eftir sextán marka stórsigur Íslands á Serbum í byrjun mars. „Við förum inn í þennan leik með eitt skýrt markmið og það er að vinna leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn um leikinn mikilvæga á sunnudag.Einbeiting og þolinmæði Leikurinn í gær var skrautlegur og var Aron fyrst og fremst ánægður með að sleppa aftur heim með tvö stig í farteskinu og alla menn heila. „Verkefni dagsins var einbeiting og þolinmæði. Við þurftum að leggja okkur fram og að vinna með tíu marka mun á útivelli er góð niðurstaða. Við stóðumst prófið,“ segir Aron. „Okkur gekk vel í sókninni lengst af í leiknum. Það var óðagot á okkur inn á milli og við klikkuðum á nokkrum dauðafærum. En í hvert skipti sem við gáfum okkur tíma og vorum þolinmóðir þá gekk þetta betur,“ segir þjálfarinn. „Hvað varnarleikinn varðar þá var byrjunin nokkuð erfið. Við vorum lengi að koma okkur í gang þó svo að við værum að vinna marga bolta. En það vantaði upp á kraftinn. Þegar það kom náðum við góðri forystu í leiknum og náðum að dreifa álaginu á milli manna. Það var gott að fá framlag úr mörgum mismunandi áttum og veit á gott fyrir leikinn á sunnudag.“Nýttu tækifærið vel Hornamennirnir Stefán Rafn Sigurmannsson og Guðmundur Árni Ólafsson voru hvorugur í byrjunarliði Íslands í gær en nýttu tækifærið sem þeir fengu vel. Þeir voru tveir markahæstu menn Íslands – Stefán Rafn með átta mörk og Guðmundur Árni sex – og voru drjúgir þegar Ísland náði loks góðum tökum á leiknum eftir erfiðar fyrstu 20 mínútur. Ásgeir Örn Hallgrímsson nýtti færin sín vel og Björgvin Páll Gústavsson átti góðan dag í markinu og naut góðs af því að vera, á köflum að minnsta kosti, með góða vörn fyrir framan sig. Björgvin Páll varði einnig þrjú vítaskot í leiknum og Aron Rafn Eðvarðsson þar að auki eitt. Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Ísland í gær en hann spilaði engu að síður vel fyrir félaga sína þær mínútur sem hann var á vellinum og sem fyrr var greinilegt hversu mikilvægur hann er sóknarleik íslenska landsliðsins. *Uppfært: Tvö efstu liðin úr hverjum riðli auk liðsins sem á bestan árangur í þriðja sæti komast áfram á EM í Póllandi. Ekkert annað lið getur jafnað árangur þess liðs sem endar í þriðja sæti í riðli Íslands, sem þýðir að öll þrjú liðin - Serbía, Svartfjallaland og Ísland - eru komin á EM. Handbolti Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Ísland má ekki tapa gegn Svartfjallalandi í leik liðanna í Laugardalshöllinni á sunnudag en það varð ljóst eftir úrslit gærkvöldsins í undankeppni EM 2016. Ísland vann Ísrael ytra örugglega, 34-24, en leik Svartfellinga og Serba lauk með jafntefli, 23-23. Ísrael er stigalaust í riðlinum en hin þrjú eru að berjast um tvö efstu sæti riðilsins. Sem stendur eru Ísland og Svartfjallaland efst og jöfn með sjö stig hvort. Serbía kemur svo næst með sex stig en reikna má með því að Serbía vinni Ísrael í lokaleik sínum um helgina og endi með átta stig. Sigurvegari leiksins í Laugardalshöll á laugardag tryggir sér um leið sigur í riðlinum.Uppfært*: Strákarnir komnir á EM „Þetta er einfalt. Við ætlum okkur að vinna þennan leik og ná efsta sæti riðilsins,“ sagði Aron Kristjánsson en þess ber þó að geta að jafntefli mun einnig tryggja strákunum okkar efsta sætið þar sem Ísland er með besta markahlutfallið af þessum þremur liðum eftir sextán marka stórsigur Íslands á Serbum í byrjun mars. „Við förum inn í þennan leik með eitt skýrt markmið og það er að vinna leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn um leikinn mikilvæga á sunnudag.Einbeiting og þolinmæði Leikurinn í gær var skrautlegur og var Aron fyrst og fremst ánægður með að sleppa aftur heim með tvö stig í farteskinu og alla menn heila. „Verkefni dagsins var einbeiting og þolinmæði. Við þurftum að leggja okkur fram og að vinna með tíu marka mun á útivelli er góð niðurstaða. Við stóðumst prófið,“ segir Aron. „Okkur gekk vel í sókninni lengst af í leiknum. Það var óðagot á okkur inn á milli og við klikkuðum á nokkrum dauðafærum. En í hvert skipti sem við gáfum okkur tíma og vorum þolinmóðir þá gekk þetta betur,“ segir þjálfarinn. „Hvað varnarleikinn varðar þá var byrjunin nokkuð erfið. Við vorum lengi að koma okkur í gang þó svo að við værum að vinna marga bolta. En það vantaði upp á kraftinn. Þegar það kom náðum við góðri forystu í leiknum og náðum að dreifa álaginu á milli manna. Það var gott að fá framlag úr mörgum mismunandi áttum og veit á gott fyrir leikinn á sunnudag.“Nýttu tækifærið vel Hornamennirnir Stefán Rafn Sigurmannsson og Guðmundur Árni Ólafsson voru hvorugur í byrjunarliði Íslands í gær en nýttu tækifærið sem þeir fengu vel. Þeir voru tveir markahæstu menn Íslands – Stefán Rafn með átta mörk og Guðmundur Árni sex – og voru drjúgir þegar Ísland náði loks góðum tökum á leiknum eftir erfiðar fyrstu 20 mínútur. Ásgeir Örn Hallgrímsson nýtti færin sín vel og Björgvin Páll Gústavsson átti góðan dag í markinu og naut góðs af því að vera, á köflum að minnsta kosti, með góða vörn fyrir framan sig. Björgvin Páll varði einnig þrjú vítaskot í leiknum og Aron Rafn Eðvarðsson þar að auki eitt. Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Ísland í gær en hann spilaði engu að síður vel fyrir félaga sína þær mínútur sem hann var á vellinum og sem fyrr var greinilegt hversu mikilvægur hann er sóknarleik íslenska landsliðsins. *Uppfært: Tvö efstu liðin úr hverjum riðli auk liðsins sem á bestan árangur í þriðja sæti komast áfram á EM í Póllandi. Ekkert annað lið getur jafnað árangur þess liðs sem endar í þriðja sæti í riðli Íslands, sem þýðir að öll þrjú liðin - Serbía, Svartfjallaland og Ísland - eru komin á EM.
Handbolti Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira