Feginn að sleppa með alla heila heim Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2015 07:30 Strákarnir gerðu sitt í Ísrael í gær og komu sér í góða stöðu fyrir helgina. Fréttablaðið/eva björk Ísland má ekki tapa gegn Svartfjallalandi í leik liðanna í Laugardalshöllinni á sunnudag en það varð ljóst eftir úrslit gærkvöldsins í undankeppni EM 2016. Ísland vann Ísrael ytra örugglega, 34-24, en leik Svartfellinga og Serba lauk með jafntefli, 23-23. Ísrael er stigalaust í riðlinum en hin þrjú eru að berjast um tvö efstu sæti riðilsins. Sem stendur eru Ísland og Svartfjallaland efst og jöfn með sjö stig hvort. Serbía kemur svo næst með sex stig en reikna má með því að Serbía vinni Ísrael í lokaleik sínum um helgina og endi með átta stig. Sigurvegari leiksins í Laugardalshöll á laugardag tryggir sér um leið sigur í riðlinum.Uppfært*: Strákarnir komnir á EM „Þetta er einfalt. Við ætlum okkur að vinna þennan leik og ná efsta sæti riðilsins,“ sagði Aron Kristjánsson en þess ber þó að geta að jafntefli mun einnig tryggja strákunum okkar efsta sætið þar sem Ísland er með besta markahlutfallið af þessum þremur liðum eftir sextán marka stórsigur Íslands á Serbum í byrjun mars. „Við förum inn í þennan leik með eitt skýrt markmið og það er að vinna leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn um leikinn mikilvæga á sunnudag.Einbeiting og þolinmæði Leikurinn í gær var skrautlegur og var Aron fyrst og fremst ánægður með að sleppa aftur heim með tvö stig í farteskinu og alla menn heila. „Verkefni dagsins var einbeiting og þolinmæði. Við þurftum að leggja okkur fram og að vinna með tíu marka mun á útivelli er góð niðurstaða. Við stóðumst prófið,“ segir Aron. „Okkur gekk vel í sókninni lengst af í leiknum. Það var óðagot á okkur inn á milli og við klikkuðum á nokkrum dauðafærum. En í hvert skipti sem við gáfum okkur tíma og vorum þolinmóðir þá gekk þetta betur,“ segir þjálfarinn. „Hvað varnarleikinn varðar þá var byrjunin nokkuð erfið. Við vorum lengi að koma okkur í gang þó svo að við værum að vinna marga bolta. En það vantaði upp á kraftinn. Þegar það kom náðum við góðri forystu í leiknum og náðum að dreifa álaginu á milli manna. Það var gott að fá framlag úr mörgum mismunandi áttum og veit á gott fyrir leikinn á sunnudag.“Nýttu tækifærið vel Hornamennirnir Stefán Rafn Sigurmannsson og Guðmundur Árni Ólafsson voru hvorugur í byrjunarliði Íslands í gær en nýttu tækifærið sem þeir fengu vel. Þeir voru tveir markahæstu menn Íslands – Stefán Rafn með átta mörk og Guðmundur Árni sex – og voru drjúgir þegar Ísland náði loks góðum tökum á leiknum eftir erfiðar fyrstu 20 mínútur. Ásgeir Örn Hallgrímsson nýtti færin sín vel og Björgvin Páll Gústavsson átti góðan dag í markinu og naut góðs af því að vera, á köflum að minnsta kosti, með góða vörn fyrir framan sig. Björgvin Páll varði einnig þrjú vítaskot í leiknum og Aron Rafn Eðvarðsson þar að auki eitt. Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Ísland í gær en hann spilaði engu að síður vel fyrir félaga sína þær mínútur sem hann var á vellinum og sem fyrr var greinilegt hversu mikilvægur hann er sóknarleik íslenska landsliðsins. *Uppfært: Tvö efstu liðin úr hverjum riðli auk liðsins sem á bestan árangur í þriðja sæti komast áfram á EM í Póllandi. Ekkert annað lið getur jafnað árangur þess liðs sem endar í þriðja sæti í riðli Íslands, sem þýðir að öll þrjú liðin - Serbía, Svartfjallaland og Ísland - eru komin á EM. Handbolti Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Ísland má ekki tapa gegn Svartfjallalandi í leik liðanna í Laugardalshöllinni á sunnudag en það varð ljóst eftir úrslit gærkvöldsins í undankeppni EM 2016. Ísland vann Ísrael ytra örugglega, 34-24, en leik Svartfellinga og Serba lauk með jafntefli, 23-23. Ísrael er stigalaust í riðlinum en hin þrjú eru að berjast um tvö efstu sæti riðilsins. Sem stendur eru Ísland og Svartfjallaland efst og jöfn með sjö stig hvort. Serbía kemur svo næst með sex stig en reikna má með því að Serbía vinni Ísrael í lokaleik sínum um helgina og endi með átta stig. Sigurvegari leiksins í Laugardalshöll á laugardag tryggir sér um leið sigur í riðlinum.Uppfært*: Strákarnir komnir á EM „Þetta er einfalt. Við ætlum okkur að vinna þennan leik og ná efsta sæti riðilsins,“ sagði Aron Kristjánsson en þess ber þó að geta að jafntefli mun einnig tryggja strákunum okkar efsta sætið þar sem Ísland er með besta markahlutfallið af þessum þremur liðum eftir sextán marka stórsigur Íslands á Serbum í byrjun mars. „Við förum inn í þennan leik með eitt skýrt markmið og það er að vinna leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn um leikinn mikilvæga á sunnudag.Einbeiting og þolinmæði Leikurinn í gær var skrautlegur og var Aron fyrst og fremst ánægður með að sleppa aftur heim með tvö stig í farteskinu og alla menn heila. „Verkefni dagsins var einbeiting og þolinmæði. Við þurftum að leggja okkur fram og að vinna með tíu marka mun á útivelli er góð niðurstaða. Við stóðumst prófið,“ segir Aron. „Okkur gekk vel í sókninni lengst af í leiknum. Það var óðagot á okkur inn á milli og við klikkuðum á nokkrum dauðafærum. En í hvert skipti sem við gáfum okkur tíma og vorum þolinmóðir þá gekk þetta betur,“ segir þjálfarinn. „Hvað varnarleikinn varðar þá var byrjunin nokkuð erfið. Við vorum lengi að koma okkur í gang þó svo að við værum að vinna marga bolta. En það vantaði upp á kraftinn. Þegar það kom náðum við góðri forystu í leiknum og náðum að dreifa álaginu á milli manna. Það var gott að fá framlag úr mörgum mismunandi áttum og veit á gott fyrir leikinn á sunnudag.“Nýttu tækifærið vel Hornamennirnir Stefán Rafn Sigurmannsson og Guðmundur Árni Ólafsson voru hvorugur í byrjunarliði Íslands í gær en nýttu tækifærið sem þeir fengu vel. Þeir voru tveir markahæstu menn Íslands – Stefán Rafn með átta mörk og Guðmundur Árni sex – og voru drjúgir þegar Ísland náði loks góðum tökum á leiknum eftir erfiðar fyrstu 20 mínútur. Ásgeir Örn Hallgrímsson nýtti færin sín vel og Björgvin Páll Gústavsson átti góðan dag í markinu og naut góðs af því að vera, á köflum að minnsta kosti, með góða vörn fyrir framan sig. Björgvin Páll varði einnig þrjú vítaskot í leiknum og Aron Rafn Eðvarðsson þar að auki eitt. Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Ísland í gær en hann spilaði engu að síður vel fyrir félaga sína þær mínútur sem hann var á vellinum og sem fyrr var greinilegt hversu mikilvægur hann er sóknarleik íslenska landsliðsins. *Uppfært: Tvö efstu liðin úr hverjum riðli auk liðsins sem á bestan árangur í þriðja sæti komast áfram á EM í Póllandi. Ekkert annað lið getur jafnað árangur þess liðs sem endar í þriðja sæti í riðli Íslands, sem þýðir að öll þrjú liðin - Serbía, Svartfjallaland og Ísland - eru komin á EM.
Handbolti Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita