Innlent

Vandinn ekki leystur af einstaklingum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Knúz skorar á ráðherra ríkisstjórnarinnar að beita sér gegn kynferðisofbeldi.
Knúz skorar á ráðherra ríkisstjórnarinnar að beita sér gegn kynferðisofbeldi. Fréttablaðið/vilhelm
Ríkisstjórnin verður að axla ábyrgð á vanda sem er samfélagslegur og verður ekki leystur af einstaklingum eða frjálsum félagasamtökum einum,“ segir í opnu bréfi til íslensku ríkisstjórnarinnar sem femíníska vefritið Knúz birti á vefsíðu sinni í gær. Bréfið er sent vegna byltingar á samfélagsmiðlum undanfarið þar sem fjölmargar konur hafa sagt frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir.

„Í nær öllum tilvikum eru karlmenn gerendur. Það liggur fyrir að þolendur munu þurfa stuðning til að vinna úr áfallinu og að sama skapi er ljóst að kynbundið ofbeldi er gríðarlegt samfélagslegt mein sem full ástæða er að vinna bug á,“ segir í bréfinu. Ellefu spurningar til ráðherra ríkisstjórnarinnar eru settar fram. Meðal annars er spurt hvort ríkisstjórnin ætli að grípa til sérstakra aðgerða vegna frásagnanna, hvort samtök og stofnanir fái aukafjárveitingar til að berjast gegn kynferðisofbeldi og hvort menntamálaráðherra muni beita sér fyrir auknum forvörnum.

Ritstjórn Knúz segir það ljóst að mikið verk sé óunnið og réttast væri að hrinda af stað sérstöku átaki í nafni þjóðaröryggis þar sem aðgerðir til að sporna gegn kynferðisofbeldi yrðu kynntar auk aðstoðar við fórnarlömb.

Bréfið má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×