Þröstur, sem er 26 ára gamall, er uppalinn Keflvíkingur og hefur leikið með liðinu allan sinn feril ef frá eru talin tvö tímabil með Tindastóli.
Þröstur var með 8,4 stig og 5,9 stig að meðaltali í leik í vetur og kemur til með að styrkja Þórs-liðið mikið en Akureyrarliðið fékk aðeins tvö stig í 1. deildinni á síðasta tímabili.
Þórsarar ætla sér stærri hluti á næstu árum og réðu Benedikt Guðmundsson til verksins en hann er einn sigursælasti þjálfari landsins.
Viðtal við Þröst Leó sem birtist á heimasíðu Þórs má sjá hér að neðan.