Innlent

Eldri borgarar skora á Bjarna að endurskoða afstöðu sína

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík harmar neikvæð viðbrögð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við eðlilegri leiðréttingu á lífeyri aldraðra í kjölfar nýrra kjarasamninga verkalýðsfélaganna. Nefndin skorar því á ráðherra að endurskoða afstöðu sína. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu.

Félagið telur að í ljósi þess að krafa verkalýðsfélaganna, upp á 300 þúsund króna lágmarkslaun árið 2018, hafi náð fram að ganga, eigi eldri borgarar að fá sambærilega hækkun á sínum lífeyri. Það sé lögbundið því að við hækkun lífeyris sé tekið mið af launaþróun, en lífeyrir hækki þó aldrei minna en vísitala neysluverðs.

„Sé það meining ríkisstjórnarinnar að hafa af eftirlaunafólki sambærilega hækkun á lífeyri og fólk á almennum vinnumarkaði fær á sínum launum er það hreint mannréttindabrot. Það er lögbundið hér og í samræmi við alþjóðasamninga um mannréttindamál, að eldriborgarar njóti sama réttar og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Þeir gera það ekki, ef launamenn, sem eru í starfi, fá kjarabætur en ekki þeir sem eru á eftirlaunum,“ segir orðrétt í ályktuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×