Innlent

Hreinkálfur í húsdýragarðinum í fyrsta sinn í sjö ár

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Kálfurinn, sem er simla, braggast vel og fylgir móður sinni hvert fótmál.
Kálfurinn, sem er simla, braggast vel og fylgir móður sinni hvert fótmál. mynd/húsdýragarðurinn
Simlan Regína bar myndarlegum hreinkálfi laugardaginn 30. maí en það var í fyrsta skipti í sjö ár sem hreinkálfur lítur dagsins ljós í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Kálfurinn, sem er simla, braggast vel og fylgir móður sinni hvert fótmál.

Síðasti burður í hreindýrahópi garðsins var þegar móðirin, Regína, kom í heiminn. Faðirinn er tarfurinn Tindur en hann var fluttur í garðinn frá Fljótsdalsheiði fyrir um tveimur árum. Simlur ganga með kálfana í um það bil sjö mánuði og eignast vanalega einn kálf. Talið var að Regína væri geld og kom það því starfsfólki garðsins verulega á óvart þegar í heiminn kom lítill kálfur.

Kóparnir komu í heiminn í byrjun júní og eru afar sprækir.mynd/húsdýragarðurinn
Þá hefur fjölgun orðið í selalaug garðsins en urturnar Esja og Særún hafa báðar kæpt kópum. Þeir komu í heiminn í byrjun júní og eru sprækir. Faðirinn er brimillinn Snorri en hann lætur lítið fyrir sér fara þegar kemur að uppeldinu. Urturnar taka það hlutverk þó mjög alvarlega fyrstu vikurnar.

Myndir af ungviðinu má sjá hér fyrir neðan.

MYND/HÚSDÝRAGARÐURINN
Urturnar taka móðurhlutverkinu mjög alvarlega fyrstu vikurnar.MYND/HÚSDÝRAGARÐURINN
Kóparnir eru á spena fyrstu fjórar til sex vikur ævinnar en að þeim loknum bítur urtan þá af sér og lætur þá um að finna sér sjálfir fæðu. Þeim getur reynst það erfitt fyrst um sinn og það er ekki fyrr en þeir eru orðnir um tveggja mánaða að þeir fara að taka fisk.mynd/húsdýragarðurinn
mynd/húsdýragarðurinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×