Beggja vegna borðsins? Ásta Rut Jónasdóttir skrifar 23. maí 2015 07:00 Miklar kröfur eru gerðar til lífeyrissjóðanna í landinu. Það er eðlilegt. Við eigum að gera miklar kröfur til þeirra. Það er líka eðlilegt að skoða hvaða kröfur við eigum að gera til þeirra og hvaða kröfur við eigum ekki, getum ekki og megum ekki gera til þeirra. Í lögum um lífeyrissjóði er hlutverk þeirra skilgreint: Að taka við iðgjöldum sjóðfélaga, ávaxta þau og greiða sjóðfélögum út lífeyri að lokinni starfsævi. Annað er ekki hlutverk lífeyrissjóðanna. Í lögunum um lífeyrissjóðina eru ströng ákvæði um hvernig þeir mega og geta fjárfest til að ávaxta fé sjóðfélaganna. Þar eru líka ströng ákvæði um hvernig eftirliti skuli háttað með starfsemi þeirra. Íslensku lífeyrissjóðunum hefur tekist vel að ávaxta fé sjóðfélaganna þegar á heildina er litið. Sem dæmi má nefna að Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur á undanförnum 20 árum skilað að meðaltali 4,7% raunávöxtun á ári.Vinna samkvæmt ströngum reglum Af sjálfu leiðir að margvísleg önnur lög í landinu eiga líka við, þegar kemur að starfi lífeyrissjóða, að gefnu tilefni vil ég hér nefna sérstaklega hlutafélagalög. Tilefnið er, að í þeirri samfélagsólgu sem verið hefur á Íslandi undanfarnar vikur og mánuði hefur nokkrum sinnum borið við að sú krafa hefur verið sett fram að lífeyrissjóðirnir gerist beinir þátttakendur í rekstri þeirra fyrirtækja, sem þeir hafa fjárfest í og móti launastefnu þeirra, ákvarði jafnvel laun starfsmanna fyrirtækjanna allt frá þeim lægst launuðu til forstjóranna. Þetta eiga víst fulltrúar stéttarfélaganna í stjórn lífeyrissjóðanna að gera. Í þessari kröfu felst að gert er ráð fyrir að stéttarfélögin skipi fulltrúa í stjórnir allra lífeyrissjóðanna og ráði þar allri stefnumótun og ákvarðanatöku. Í úttekt Viðskiptablaðs Morgunblaðsins 23. apríl kemur m.a. fram að stéttarfélögin eiga ekki fulltrúa nema í minnihluta sjóðanna, 28 stjórnarmenn af 119 alls í 19 stærstu sjóðunum. Þegar af þessari ástæðu einni saman er ljóst að þessi krafa er óraunhæf. Þá er mikilvægt að skoða hvers konar umhverfi við værum í, ef lífeyrissjóðirnir gætu ákvarðað launakjör starfsmanna þeirra fyrirtækja, sem þeir fjárfesta í. Látum liggja á milli hluta að stéttarfélög og Samtök atvinnulífsins fara með samningsumboð í kjarasamningum. Það væri andstætt starfsreglum, góðum stjórnarháttum og beinlínis ólögmætt ef hluthafi gæti hlutast til um daglegan rekstur fyrirtækis. Hlutafélagalögin kveða skýrt á um að stjórnarmenn hlutafélaga séu ábyrgir gerða sinna, sjálfstæðir og með öllu er óheimilt að skipa þeim fyrir verkum, enda er skylda hvers og eins stjórnarmanns að gæta hagsmuna allra hluthafa, ekki bara sumra. Lífeyrissjóður verzlunarmanna (og flestir aðrir lífeyrissjóðir) kemur hins vegar áherslum sínum og stefnu á framfæri við stjórnir hlutafélaga með því að kynna þeim bréflega hluthafastefnu sjóðsins, sem jafnframt er aðgengileg á vef sjóðsins.Misskilningur álitsgjafa Þá er líka vert að vekja athygli á að í þessari umræðu er oftast gert mun meira úr mögulegum áhrifum lífeyrissjóðanna en raunin gæti verið. Það er gert með því að ætla sjóðunum að eiga mun meira í íslensku atvinnulífi en raunin er. Menn birta því gjarnan eingöngu upplýsingar um samanlagða eignarhluti þeirra í skráðum fyrirtækjum, en sleppa öllu öðru. Þá er horft fram hjá mörgum staðreyndum. Hin fyrsta er að sjóðirnir starfa sjálfstætt, enda væri það í hróplegri andstöðu við samkeppnislög, ef þeir ættu samstarf um hlutafjáreign sína. Í öðru lagi er horft fram hjá því, hve mikill meirihluti atvinnulífsins – og þar með starfsfólks á vinnumarkaði – er utan áhrifa eignarhalds lífeyrissjóðanna. Þar má nefna nær allan sjávarútveginn, allan iðnað í landinu, alla stóriðju, nær alla orkuframleiðslu, verslun aðra en stóru matvörukeðjurnar, fjölmiðla svo það helsta sé nefnt. Engar forsendur eru til að gera þá kröfu til stéttarfélaga að þau ákveði launakjör í landinu í krafti fulltrúa sinna í stjórnum lífeyrissjóða. Það gengi engan veginn upp og væri hrein fásinna enda væri það andstætt starfsreglum, góðum stjórnarháttum og beinlínis ólögmætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Miklar kröfur eru gerðar til lífeyrissjóðanna í landinu. Það er eðlilegt. Við eigum að gera miklar kröfur til þeirra. Það er líka eðlilegt að skoða hvaða kröfur við eigum að gera til þeirra og hvaða kröfur við eigum ekki, getum ekki og megum ekki gera til þeirra. Í lögum um lífeyrissjóði er hlutverk þeirra skilgreint: Að taka við iðgjöldum sjóðfélaga, ávaxta þau og greiða sjóðfélögum út lífeyri að lokinni starfsævi. Annað er ekki hlutverk lífeyrissjóðanna. Í lögunum um lífeyrissjóðina eru ströng ákvæði um hvernig þeir mega og geta fjárfest til að ávaxta fé sjóðfélaganna. Þar eru líka ströng ákvæði um hvernig eftirliti skuli háttað með starfsemi þeirra. Íslensku lífeyrissjóðunum hefur tekist vel að ávaxta fé sjóðfélaganna þegar á heildina er litið. Sem dæmi má nefna að Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur á undanförnum 20 árum skilað að meðaltali 4,7% raunávöxtun á ári.Vinna samkvæmt ströngum reglum Af sjálfu leiðir að margvísleg önnur lög í landinu eiga líka við, þegar kemur að starfi lífeyrissjóða, að gefnu tilefni vil ég hér nefna sérstaklega hlutafélagalög. Tilefnið er, að í þeirri samfélagsólgu sem verið hefur á Íslandi undanfarnar vikur og mánuði hefur nokkrum sinnum borið við að sú krafa hefur verið sett fram að lífeyrissjóðirnir gerist beinir þátttakendur í rekstri þeirra fyrirtækja, sem þeir hafa fjárfest í og móti launastefnu þeirra, ákvarði jafnvel laun starfsmanna fyrirtækjanna allt frá þeim lægst launuðu til forstjóranna. Þetta eiga víst fulltrúar stéttarfélaganna í stjórn lífeyrissjóðanna að gera. Í þessari kröfu felst að gert er ráð fyrir að stéttarfélögin skipi fulltrúa í stjórnir allra lífeyrissjóðanna og ráði þar allri stefnumótun og ákvarðanatöku. Í úttekt Viðskiptablaðs Morgunblaðsins 23. apríl kemur m.a. fram að stéttarfélögin eiga ekki fulltrúa nema í minnihluta sjóðanna, 28 stjórnarmenn af 119 alls í 19 stærstu sjóðunum. Þegar af þessari ástæðu einni saman er ljóst að þessi krafa er óraunhæf. Þá er mikilvægt að skoða hvers konar umhverfi við værum í, ef lífeyrissjóðirnir gætu ákvarðað launakjör starfsmanna þeirra fyrirtækja, sem þeir fjárfesta í. Látum liggja á milli hluta að stéttarfélög og Samtök atvinnulífsins fara með samningsumboð í kjarasamningum. Það væri andstætt starfsreglum, góðum stjórnarháttum og beinlínis ólögmætt ef hluthafi gæti hlutast til um daglegan rekstur fyrirtækis. Hlutafélagalögin kveða skýrt á um að stjórnarmenn hlutafélaga séu ábyrgir gerða sinna, sjálfstæðir og með öllu er óheimilt að skipa þeim fyrir verkum, enda er skylda hvers og eins stjórnarmanns að gæta hagsmuna allra hluthafa, ekki bara sumra. Lífeyrissjóður verzlunarmanna (og flestir aðrir lífeyrissjóðir) kemur hins vegar áherslum sínum og stefnu á framfæri við stjórnir hlutafélaga með því að kynna þeim bréflega hluthafastefnu sjóðsins, sem jafnframt er aðgengileg á vef sjóðsins.Misskilningur álitsgjafa Þá er líka vert að vekja athygli á að í þessari umræðu er oftast gert mun meira úr mögulegum áhrifum lífeyrissjóðanna en raunin gæti verið. Það er gert með því að ætla sjóðunum að eiga mun meira í íslensku atvinnulífi en raunin er. Menn birta því gjarnan eingöngu upplýsingar um samanlagða eignarhluti þeirra í skráðum fyrirtækjum, en sleppa öllu öðru. Þá er horft fram hjá mörgum staðreyndum. Hin fyrsta er að sjóðirnir starfa sjálfstætt, enda væri það í hróplegri andstöðu við samkeppnislög, ef þeir ættu samstarf um hlutafjáreign sína. Í öðru lagi er horft fram hjá því, hve mikill meirihluti atvinnulífsins – og þar með starfsfólks á vinnumarkaði – er utan áhrifa eignarhalds lífeyrissjóðanna. Þar má nefna nær allan sjávarútveginn, allan iðnað í landinu, alla stóriðju, nær alla orkuframleiðslu, verslun aðra en stóru matvörukeðjurnar, fjölmiðla svo það helsta sé nefnt. Engar forsendur eru til að gera þá kröfu til stéttarfélaga að þau ákveði launakjör í landinu í krafti fulltrúa sinna í stjórnum lífeyrissjóða. Það gengi engan veginn upp og væri hrein fásinna enda væri það andstætt starfsreglum, góðum stjórnarháttum og beinlínis ólögmætt.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun