Karlar þurfa að taka þátt svo að konur séu metnar til jafns Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 22. september 2015 11:00 Emma Watson kynnti þetta bráðnauðsynlega verkefni fyrir réttu ári í dag. Íslenskir karlmenn báru af í skráningu en aðeins Bretar voru með fleiri skráningar í fyrstu. Í dag er ár frá því að Emma Watson, velgjörðarsendiherra UN Women, kynnti átakið HeForShe fyrir heiminum. Einn af hverjum tuttugu karlmönnum á Íslandi skráðu sig í átakið á aðeins örfáum dögum og aðeins í Bretlandi skráðu fleiri karlmenn sig sem HeForShe. Þess má geta að UN Women á Íslandi var veitt viðurkenning fyrir þann árangur síðastliðið vor. Í tilefni ársafmælis HeForShe efnir UN Women á Íslandi til átaks og hvetur alla karlmenn og stráka hér á landi til að stíga skrefið og skrá sig. Tilgangur átaksins er að fá karla og stráka til þess að taka virkan þátt í baráttunni fyrir kynjajafnrétti. Í dag eru Svíar komnir upp í 9.000 en markmið UN Women á Íslandi er að komast upp í 10.000 á næstu tveimur vikum. „Við getum leyft Svíum að vinna Eurovision en við hér á Íslandi skulum taka HeForShe,“ segir Marta Goðadóttir, herferðarstýra UN Women á Íslandi, sem hvetur karlmenn og stráka til að gerast Heforshe á www.heforshe.is Markmið HeForShe er að stuðla að hugarfarsbreytingu. Mikilvægt er að karlmenn og strákar taki þátt í að breyta úreltum staðalímyndum um hlutverk kynjanna til dæmis innan veggja heimilisins og við uppeldi barna sinna. Það er ekki síður mikilvægt að karlmenn séu meðvitaðir um fjarsamfélag sitt þar sem mannréttindabrot eiga sér stað á hverjum degi.Friðrik Dór var einn af þeim fyrstu til að skrá sig í HeForShe hér á landi. „Átakið hefur heilt yfir aðeins dottið niður þannig það er algjörlega kominn tími til að rifja þetta aðeins upp aftur og koma skráðum meðlimum upp í 10.000 manns. Það er mikilvægt að fá unga drengi með og að þetta verði orðið stimplað inn hjá þeim og í rauninni búa til ný norm. Þessi gömlu norm eru svo brengluð og skrítin en því er hægt að breyta með orðræðu og öllu sem því fylgir. Mér finnst 1.500 manns ekki hljóma eins og ósigrandi tala, sérstaklega ef þeir sem eru skráðir eru duglegir að dreifa boðskapnum.“Helgi Hrafn Gunnarsson segir að menningarleg bárátta sé mun víðtækari en sú pólitíska. „Það er mikilvægt að skrá sig í HeForShe vegna þess að þótt lagalegu jafnrétti hafi næstum öllu verið náð með fáeinum lausum endum þá er menningarleg barátta mun víðtækari en sú pólitíska. Þörfin fyrir viðhorfsbreytingar er mikil og það er mikilvægt að karlar taki þátt í því til þess að konur séu metnar til jafns við karlmenn, ekki bara með lagasetningum heldur einnig í samfélaginu.“Bragi Valdimar segir að þörfin fyrir sterkum kvenröddum sé enn mikil. „Við eigum að standa saman öll, alltaf. Einn fyrir alla og allir fyrir eina. Ég ætla rétt að vona að það náist að safna upp í 10.000 skráða meðlimi annars fer ég heim til manna. Það er orðið tímabært að ýta aftur við þessu enda á þetta átak alltaf að vera í gangi. Þetta er táknrænt og mikilvægt að ná í almennilegan massa, þá verður þetta að einhverju. Jafnréttisbaráttan hér á landi er í góðum gangi og það er mikið af sterkum kvenröddum að stíga fram en við viljum meira.“Þú getur látið til þín taka í jafnréttisbaráttunni með því að: Hvetja aðra karlmenn og stráka til að beita sér markvisst í baráttunni fyrir jöfnum hlut karla og kvenna á öllum vígstöðvumLáta í þér heyra þegar þú verður var/vör við óréttlæti í garð kvenna og stúlkna á vinnustöðum, í skólum, á almenningsstöðum eða á NetinuStuðla að hugarfarsbreytingu með því að útrýma niðurlægjandi orðræðu um konurTaka þátt í að breyta úreltum staðalímyndum um kynjahlutverk til dæmis innan veggja heimilisins og við uppeldi barna þinnMana næsta karlmann til að gerast heforshe á www.heforshe.is Tengdar fréttir Ísland hlaut verðlaun fyrir bestan árangur í He for she Emma Watson deilir grein eftir Gunnar Braga Sveinsson á Twitter og vitnar í utanríkisráðherrann. 1. júní 2015 12:48 Twitter Tómasarnir þrír í auglýsingu fyrir HeForShe Fjórði Tómasinn fylgist steini runninn með. 11. maí 2015 10:01 Karlar á þingi standa saman í átaki UN Women Þingmennirnir hétu því að skrá sig sem mánaðarlega styrktaraðila UN Women. 19. maí 2015 15:45 Feminismi snýst ekki um að hata karlmenn Emma Watson flutti tímamótaræðu um helgina 22. september 2014 18:00 Jafnrétti er verkefni allra 19. júní er merkisdagur í sögu íslenskrar jafnréttisbaráttu. Þann dag fyrir 100 árum fengu íslenskar konur og verkamenn kosningarétt og kjörgengi til Alþings. Réttindi sem virðast sjálfgefin nú til dags en þóttu það ekki þegar Ísland varð eitt fyrstu landa heims til að tryggja konum kosningarétt. 19. júní 2015 09:57 Frægir taka þátt í HeForShe Tom Hiddleston, Kobe Bryant og Páll Óskar eru á meðal þeirra sem taka þátt í herferð UN Women. 24. september 2014 12:12 HeForShe: Þú gætir rætt við Emma Watson um jafnrétti kynjanna Ríflega hundrað umsækjendum verður boðið að taka þátt á ráðstefnu í London. 3. mars 2015 16:30 Mest lesið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Í dag er ár frá því að Emma Watson, velgjörðarsendiherra UN Women, kynnti átakið HeForShe fyrir heiminum. Einn af hverjum tuttugu karlmönnum á Íslandi skráðu sig í átakið á aðeins örfáum dögum og aðeins í Bretlandi skráðu fleiri karlmenn sig sem HeForShe. Þess má geta að UN Women á Íslandi var veitt viðurkenning fyrir þann árangur síðastliðið vor. Í tilefni ársafmælis HeForShe efnir UN Women á Íslandi til átaks og hvetur alla karlmenn og stráka hér á landi til að stíga skrefið og skrá sig. Tilgangur átaksins er að fá karla og stráka til þess að taka virkan þátt í baráttunni fyrir kynjajafnrétti. Í dag eru Svíar komnir upp í 9.000 en markmið UN Women á Íslandi er að komast upp í 10.000 á næstu tveimur vikum. „Við getum leyft Svíum að vinna Eurovision en við hér á Íslandi skulum taka HeForShe,“ segir Marta Goðadóttir, herferðarstýra UN Women á Íslandi, sem hvetur karlmenn og stráka til að gerast Heforshe á www.heforshe.is Markmið HeForShe er að stuðla að hugarfarsbreytingu. Mikilvægt er að karlmenn og strákar taki þátt í að breyta úreltum staðalímyndum um hlutverk kynjanna til dæmis innan veggja heimilisins og við uppeldi barna sinna. Það er ekki síður mikilvægt að karlmenn séu meðvitaðir um fjarsamfélag sitt þar sem mannréttindabrot eiga sér stað á hverjum degi.Friðrik Dór var einn af þeim fyrstu til að skrá sig í HeForShe hér á landi. „Átakið hefur heilt yfir aðeins dottið niður þannig það er algjörlega kominn tími til að rifja þetta aðeins upp aftur og koma skráðum meðlimum upp í 10.000 manns. Það er mikilvægt að fá unga drengi með og að þetta verði orðið stimplað inn hjá þeim og í rauninni búa til ný norm. Þessi gömlu norm eru svo brengluð og skrítin en því er hægt að breyta með orðræðu og öllu sem því fylgir. Mér finnst 1.500 manns ekki hljóma eins og ósigrandi tala, sérstaklega ef þeir sem eru skráðir eru duglegir að dreifa boðskapnum.“Helgi Hrafn Gunnarsson segir að menningarleg bárátta sé mun víðtækari en sú pólitíska. „Það er mikilvægt að skrá sig í HeForShe vegna þess að þótt lagalegu jafnrétti hafi næstum öllu verið náð með fáeinum lausum endum þá er menningarleg barátta mun víðtækari en sú pólitíska. Þörfin fyrir viðhorfsbreytingar er mikil og það er mikilvægt að karlar taki þátt í því til þess að konur séu metnar til jafns við karlmenn, ekki bara með lagasetningum heldur einnig í samfélaginu.“Bragi Valdimar segir að þörfin fyrir sterkum kvenröddum sé enn mikil. „Við eigum að standa saman öll, alltaf. Einn fyrir alla og allir fyrir eina. Ég ætla rétt að vona að það náist að safna upp í 10.000 skráða meðlimi annars fer ég heim til manna. Það er orðið tímabært að ýta aftur við þessu enda á þetta átak alltaf að vera í gangi. Þetta er táknrænt og mikilvægt að ná í almennilegan massa, þá verður þetta að einhverju. Jafnréttisbaráttan hér á landi er í góðum gangi og það er mikið af sterkum kvenröddum að stíga fram en við viljum meira.“Þú getur látið til þín taka í jafnréttisbaráttunni með því að: Hvetja aðra karlmenn og stráka til að beita sér markvisst í baráttunni fyrir jöfnum hlut karla og kvenna á öllum vígstöðvumLáta í þér heyra þegar þú verður var/vör við óréttlæti í garð kvenna og stúlkna á vinnustöðum, í skólum, á almenningsstöðum eða á NetinuStuðla að hugarfarsbreytingu með því að útrýma niðurlægjandi orðræðu um konurTaka þátt í að breyta úreltum staðalímyndum um kynjahlutverk til dæmis innan veggja heimilisins og við uppeldi barna þinnMana næsta karlmann til að gerast heforshe á www.heforshe.is
Tengdar fréttir Ísland hlaut verðlaun fyrir bestan árangur í He for she Emma Watson deilir grein eftir Gunnar Braga Sveinsson á Twitter og vitnar í utanríkisráðherrann. 1. júní 2015 12:48 Twitter Tómasarnir þrír í auglýsingu fyrir HeForShe Fjórði Tómasinn fylgist steini runninn með. 11. maí 2015 10:01 Karlar á þingi standa saman í átaki UN Women Þingmennirnir hétu því að skrá sig sem mánaðarlega styrktaraðila UN Women. 19. maí 2015 15:45 Feminismi snýst ekki um að hata karlmenn Emma Watson flutti tímamótaræðu um helgina 22. september 2014 18:00 Jafnrétti er verkefni allra 19. júní er merkisdagur í sögu íslenskrar jafnréttisbaráttu. Þann dag fyrir 100 árum fengu íslenskar konur og verkamenn kosningarétt og kjörgengi til Alþings. Réttindi sem virðast sjálfgefin nú til dags en þóttu það ekki þegar Ísland varð eitt fyrstu landa heims til að tryggja konum kosningarétt. 19. júní 2015 09:57 Frægir taka þátt í HeForShe Tom Hiddleston, Kobe Bryant og Páll Óskar eru á meðal þeirra sem taka þátt í herferð UN Women. 24. september 2014 12:12 HeForShe: Þú gætir rætt við Emma Watson um jafnrétti kynjanna Ríflega hundrað umsækjendum verður boðið að taka þátt á ráðstefnu í London. 3. mars 2015 16:30 Mest lesið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Ísland hlaut verðlaun fyrir bestan árangur í He for she Emma Watson deilir grein eftir Gunnar Braga Sveinsson á Twitter og vitnar í utanríkisráðherrann. 1. júní 2015 12:48
Twitter Tómasarnir þrír í auglýsingu fyrir HeForShe Fjórði Tómasinn fylgist steini runninn með. 11. maí 2015 10:01
Karlar á þingi standa saman í átaki UN Women Þingmennirnir hétu því að skrá sig sem mánaðarlega styrktaraðila UN Women. 19. maí 2015 15:45
Feminismi snýst ekki um að hata karlmenn Emma Watson flutti tímamótaræðu um helgina 22. september 2014 18:00
Jafnrétti er verkefni allra 19. júní er merkisdagur í sögu íslenskrar jafnréttisbaráttu. Þann dag fyrir 100 árum fengu íslenskar konur og verkamenn kosningarétt og kjörgengi til Alþings. Réttindi sem virðast sjálfgefin nú til dags en þóttu það ekki þegar Ísland varð eitt fyrstu landa heims til að tryggja konum kosningarétt. 19. júní 2015 09:57
Frægir taka þátt í HeForShe Tom Hiddleston, Kobe Bryant og Páll Óskar eru á meðal þeirra sem taka þátt í herferð UN Women. 24. september 2014 12:12
HeForShe: Þú gætir rætt við Emma Watson um jafnrétti kynjanna Ríflega hundrað umsækjendum verður boðið að taka þátt á ráðstefnu í London. 3. mars 2015 16:30