Jafnrétti er verkefni allra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 19. júní 2015 00:00 19. júní er merkisdagur í sögu íslenskrar jafnréttisbaráttu. Þann dag fyrir 100 árum fengu íslenskar konur og verkamenn kosningarétt og kjörgengi til Alþings. Réttindi sem virðast sjálfgefin nú til dags en þóttu það ekki þegar Ísland varð eitt fyrstu landa heims til að tryggja konum kosningarétt. Síðan þá hefur 19. júní verið tileinkaður baráttunni fyrir jafnrétti á Íslandi. Gríðarmikið hefur áunnist í jafnréttismálum. Þar geta Íslendingar reyndar státað af betri árangri en allar aðrar þjóðir. Þrátt fyrir það er mikilvægt að við höldum áfram baráttunni fyrir jöfnum tækifærum allra óháð kyni. Árangur jafnréttisbaráttunnar leiðir líka stöðugt í ljós ný verkefni til að takast á við. Nú eru til að mynda bætt staða drengja í skólakerfinu og betri kjör og réttindi kvenna í láglaunastörfum að fá aukna athygli sem mikilvæg verkefni í jafnréttisbaráttunni. Jafnrétti kynjanna varða alla, fólk á öllum aldri og karla jafnt sem konur. Það er mikilvægt að sem flestir láti sig málefnið varða, líti á það sem skyldu sína að vinna að og verja jafnrétti. Það á að vera jafnmikið keppikefli karla og kvenna. Karlar hafa tilefni til að fagna deginum í dag ekki síður en konur. Ekki aðeins vegna þess að karlmenn sem áður höfðu ekki notið kosningaréttar fengu þann rétt fyrir hundrað árum, heldur vegna þess að kosningaréttur kvenna er ekki síður fagnaðarefni fyrir karla en konur. – Á sama tíma og við vinnum að enn betri árangri í jafnréttismálum á Íslandi er mikilvægt að við látum gott af okkur leiða á sviði jafnréttismála í öðrum heimshlutum. Land sem er álitið öðrum fyrirmynd hefur skyldu til að hjálpa öðrum. Ísland nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi vegna árangurs á sviði jafnréttismála og fyrir vikið er því veitt athygli þegar fulltrúar okkar ræða þau mál. Með því að hjálpa öðrum þjóðum að bæta stöðu sína á sviði kynjajafnréttis erum við ekki aðeins að vinna að réttlæti fyrir konur heldur um leið að bæta samfélögin að öllu leyti því fátt er betur til þess fallið að stuðla að framþróun á ólíkum sviðum og aukinni velmegun en aukið jafnrétti. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verður Ísland áfram virkur þátttakandi í jafnréttisbaráttunni, meðal annars í verkefninu HeForShe (HeForHer) á vegum UN Women, sem ég hvet alla til að kynna sér á www.HeForShe.is Stúlkur og piltar eiga að alast upp við að þau séu metin að verðleikum en ekki á grundvelli kyns. Þau eiga rétt á sömu framtíðardraumum og það er skylda okkar sem eldri erum að tryggja þeim sömu tækifæri til að láta þá drauma rætast. Til hamingju með daginn íslenskir karlar og konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
19. júní er merkisdagur í sögu íslenskrar jafnréttisbaráttu. Þann dag fyrir 100 árum fengu íslenskar konur og verkamenn kosningarétt og kjörgengi til Alþings. Réttindi sem virðast sjálfgefin nú til dags en þóttu það ekki þegar Ísland varð eitt fyrstu landa heims til að tryggja konum kosningarétt. Síðan þá hefur 19. júní verið tileinkaður baráttunni fyrir jafnrétti á Íslandi. Gríðarmikið hefur áunnist í jafnréttismálum. Þar geta Íslendingar reyndar státað af betri árangri en allar aðrar þjóðir. Þrátt fyrir það er mikilvægt að við höldum áfram baráttunni fyrir jöfnum tækifærum allra óháð kyni. Árangur jafnréttisbaráttunnar leiðir líka stöðugt í ljós ný verkefni til að takast á við. Nú eru til að mynda bætt staða drengja í skólakerfinu og betri kjör og réttindi kvenna í láglaunastörfum að fá aukna athygli sem mikilvæg verkefni í jafnréttisbaráttunni. Jafnrétti kynjanna varða alla, fólk á öllum aldri og karla jafnt sem konur. Það er mikilvægt að sem flestir láti sig málefnið varða, líti á það sem skyldu sína að vinna að og verja jafnrétti. Það á að vera jafnmikið keppikefli karla og kvenna. Karlar hafa tilefni til að fagna deginum í dag ekki síður en konur. Ekki aðeins vegna þess að karlmenn sem áður höfðu ekki notið kosningaréttar fengu þann rétt fyrir hundrað árum, heldur vegna þess að kosningaréttur kvenna er ekki síður fagnaðarefni fyrir karla en konur. – Á sama tíma og við vinnum að enn betri árangri í jafnréttismálum á Íslandi er mikilvægt að við látum gott af okkur leiða á sviði jafnréttismála í öðrum heimshlutum. Land sem er álitið öðrum fyrirmynd hefur skyldu til að hjálpa öðrum. Ísland nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi vegna árangurs á sviði jafnréttismála og fyrir vikið er því veitt athygli þegar fulltrúar okkar ræða þau mál. Með því að hjálpa öðrum þjóðum að bæta stöðu sína á sviði kynjajafnréttis erum við ekki aðeins að vinna að réttlæti fyrir konur heldur um leið að bæta samfélögin að öllu leyti því fátt er betur til þess fallið að stuðla að framþróun á ólíkum sviðum og aukinni velmegun en aukið jafnrétti. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verður Ísland áfram virkur þátttakandi í jafnréttisbaráttunni, meðal annars í verkefninu HeForShe (HeForHer) á vegum UN Women, sem ég hvet alla til að kynna sér á www.HeForShe.is Stúlkur og piltar eiga að alast upp við að þau séu metin að verðleikum en ekki á grundvelli kyns. Þau eiga rétt á sömu framtíðardraumum og það er skylda okkar sem eldri erum að tryggja þeim sömu tækifæri til að láta þá drauma rætast. Til hamingju með daginn íslenskir karlar og konur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar