Segir stöðu mála í dag vera lögleysu sandra guðrún guðmundsdóttir skrifar 21. apríl 2015 07:00 Rúnar Björn Herrera Þorkelsson segir fólk hafa áhyggjur af að fá ekki framlengdan samning. fréttablaðið/valli „Reykjavíkurborg er bara búin að framlengja í eitt ár þrátt fyrir loforð frá velferðarráðuneytinu. Það stendur í lögum um málefni fatlaðs fólks, bráðabirgðaákvæði að það eigi að vera búið að lögfesta NPA sem eina af meginþjónustunni fyrir fatlað fólk, staðan í dag er því lögleysa,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-samtakanna. „Reykjavík hefur hingað til bara gert samninga til eins árs í senn. Ég veit ekki hvort það muni breytast með lagasetningunni en vafinn yrði minni, fólk hefur áhyggjur af því að fá ekki samninginn áfram.“ Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir að borgin stefni að því að framlengja samningana á meðan verkefnið er í gangi. „Við viljum að NPA verði lögfest en gátum ekki framlengt samningana lengur þar sem ríkið hefur ekki lagt neinn pening í þetta fyrir árið 2016.“Sjá einnig: Í Bítið - NPA miðstöð, hvað er það? Embla Ágústsdóttir og Rúnar Björn sögðu okkur frá því Eins og fram hefur komið í fréttum hafa samningar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) fyrir fatlað fólk ekki enn verið lögfestir en NPA er þjónustuform sem byggist á því að fötluð manneskja fær fjármagn frá sveitarfélagi sínu til þess að sjá um og skipuleggja sína eigin aðstoð. Þegar þingsályktunartillaga um NPA var samþykkt árið 2010 var gert ráð fyrir að þjónustan yrði lögbundin fyrir árslok 2014. Í stað lögbindingar hefur verið boðað áframhald á tilraunaverkefninu til 2016. Á meðan verða ekki gerðir nýir NPA-samningar og notendur aðstoðarinnar og annað fatlað fólk sem þarf á henni að halda bíða í algjörri óvissu. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur talað fyrir því að binda NPA í lög. „Sveitarfélögin eru hrædd um að þetta sé mjög dýrt,“ segir hún. „Ég skil það vel en það sem gleymist oft er að NPA þarf litla sem enga yfirbyggingu. Fólk veit að það er mun ódýrara en stofnanarekstur. Við höldum því ekki fram að NPA sé lausn fyrir alla en það ætti að vera í boði sem einn af möguleikunum.“ Á vefsíðu NPA samtakanna segir að NPA byggist á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Hugmyndafræðin byggist á því að allar manneskjur, óháð eðli og alvarleika skerðingar, geti tekið eigin ákvarðanir, stjórnað eigin aðstoð og mótað eigin lífsstíl. Einnig að allar manneskjur hafi rétt á því að búa í samfélaginu, stjórna eigin lífi, taka þátt og hafa áhrif á öllum sviðum lífsins. Rúnar segir að allt myndi breytast í sínu lífi ef samningarnir yrðu ekki framlengdir. „Ég gæti til dæmis ekki farið í bað á kvöldin eða um helgar, ég yrði að fara á morgnana þegar þjónustunni hentar. Það væri í raun og veru verið að breyta um lífsstíl hjá fólki. Margir þyrftu að mæta seinna til vinnu eða í skóla. Félagslíf yrði líka erfiðara ef fólk hefði enga aðstoð með sér út úr húsi,“ bætir hann við en áður en Rúnar fékk NPA-samning var öll þjónusta við hann bundin við húsið þar sem hann býr. Rúnar stundaði nám á ylræktarbraut í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Hann segir að það hefði ekki verið möguleiki nema út af NPA. Hann bendir einnig á að áður en hann fékk NPA-samning hafi að minnsta kosti fimm starfsmenn komið til hans á dag og allt upp í 30-40 á mánuði. „Maður þurfti alltaf að vera að kenna allt upp á nýtt. En síðan ég fékk NPA hef ég verið með fimm starfsmenn síðasta eina og hálfa árið.“ Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
„Reykjavíkurborg er bara búin að framlengja í eitt ár þrátt fyrir loforð frá velferðarráðuneytinu. Það stendur í lögum um málefni fatlaðs fólks, bráðabirgðaákvæði að það eigi að vera búið að lögfesta NPA sem eina af meginþjónustunni fyrir fatlað fólk, staðan í dag er því lögleysa,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-samtakanna. „Reykjavík hefur hingað til bara gert samninga til eins árs í senn. Ég veit ekki hvort það muni breytast með lagasetningunni en vafinn yrði minni, fólk hefur áhyggjur af því að fá ekki samninginn áfram.“ Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir að borgin stefni að því að framlengja samningana á meðan verkefnið er í gangi. „Við viljum að NPA verði lögfest en gátum ekki framlengt samningana lengur þar sem ríkið hefur ekki lagt neinn pening í þetta fyrir árið 2016.“Sjá einnig: Í Bítið - NPA miðstöð, hvað er það? Embla Ágústsdóttir og Rúnar Björn sögðu okkur frá því Eins og fram hefur komið í fréttum hafa samningar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) fyrir fatlað fólk ekki enn verið lögfestir en NPA er þjónustuform sem byggist á því að fötluð manneskja fær fjármagn frá sveitarfélagi sínu til þess að sjá um og skipuleggja sína eigin aðstoð. Þegar þingsályktunartillaga um NPA var samþykkt árið 2010 var gert ráð fyrir að þjónustan yrði lögbundin fyrir árslok 2014. Í stað lögbindingar hefur verið boðað áframhald á tilraunaverkefninu til 2016. Á meðan verða ekki gerðir nýir NPA-samningar og notendur aðstoðarinnar og annað fatlað fólk sem þarf á henni að halda bíða í algjörri óvissu. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur talað fyrir því að binda NPA í lög. „Sveitarfélögin eru hrædd um að þetta sé mjög dýrt,“ segir hún. „Ég skil það vel en það sem gleymist oft er að NPA þarf litla sem enga yfirbyggingu. Fólk veit að það er mun ódýrara en stofnanarekstur. Við höldum því ekki fram að NPA sé lausn fyrir alla en það ætti að vera í boði sem einn af möguleikunum.“ Á vefsíðu NPA samtakanna segir að NPA byggist á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Hugmyndafræðin byggist á því að allar manneskjur, óháð eðli og alvarleika skerðingar, geti tekið eigin ákvarðanir, stjórnað eigin aðstoð og mótað eigin lífsstíl. Einnig að allar manneskjur hafi rétt á því að búa í samfélaginu, stjórna eigin lífi, taka þátt og hafa áhrif á öllum sviðum lífsins. Rúnar segir að allt myndi breytast í sínu lífi ef samningarnir yrðu ekki framlengdir. „Ég gæti til dæmis ekki farið í bað á kvöldin eða um helgar, ég yrði að fara á morgnana þegar þjónustunni hentar. Það væri í raun og veru verið að breyta um lífsstíl hjá fólki. Margir þyrftu að mæta seinna til vinnu eða í skóla. Félagslíf yrði líka erfiðara ef fólk hefði enga aðstoð með sér út úr húsi,“ bætir hann við en áður en Rúnar fékk NPA-samning var öll þjónusta við hann bundin við húsið þar sem hann býr. Rúnar stundaði nám á ylræktarbraut í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Hann segir að það hefði ekki verið möguleiki nema út af NPA. Hann bendir einnig á að áður en hann fékk NPA-samning hafi að minnsta kosti fimm starfsmenn komið til hans á dag og allt upp í 30-40 á mánuði. „Maður þurfti alltaf að vera að kenna allt upp á nýtt. En síðan ég fékk NPA hef ég verið með fimm starfsmenn síðasta eina og hálfa árið.“
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira