Guðfinna bað Hreiðar að biðjast lausnar Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2015 13:50 "Já, hún bað mig um að fara. Sjálfur er ég mjög sáttur við að vera búinn að slíta tengsl við þetta fyrirbæri,“ segir Hreiðar. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna og flugvallarvina í borginni er farin í fæðingarorlof. Oddviti nú er Guðfinna Jóh Guðmundsdóttir. Miðað við stöðu á framboðslistum í síðustu sveitarstjórnarkosningum hefði þá Hreiðar Eiríksson átt að koma inn nú sem varmaður í borgarstjórn en ekki Ingvar Jónsson flugstjóri. Af því varð þó ekki. „Ég heyrði af fæðingarorlofi Sveinbjargar í fréttum en velti ekki fyrir mér mögulegri varamennsku minni í borgarstjórn sem afleiðingu fæðingarorlofs. Svo hringdi Guðfinna í mig í vikunni og benti mér á þetta. Guðfinna bað mig um að biðjast lausnar frá skyldum mínum samkvæmt sveitarstjórnarlögum,“ segir Hreiðar í samtali við Vísi.Dró sig í hlé á sínum tímaHreiðar dró sig í hlé þegar skammt var til kosninga; sagði að hann gæti ekki stutt framboðið á þeim forsendum að honum þótti sem þar væri verið að gera út á popúlísk sjónarmið og ala á andúð gegn útlendingum; með því að vilja afturkalla lóð sem úthlutað hafði verið til Félags múslíma á Íslandi.Meðan allt lék í lyndi hjá Framsókn og flugvallarvinum. Þetta var áður en Sveinbjörg Birna sló út útspili sem gerbreytti kosningabaráttunni.Hreiðar segist almennt þeirrar skoðunar að kjörnir fulltrúar eigi að sitja áfram þó þeir segi skilið við þá stjórnmálaflokka sem þeir eru kjörnir fyrir. „Þá skoðun byggi ég á því að kjósendur kjósa lista af fólki og af því leiðir að vilji kjósenda er að þessir tilteknu einstaklingar séu fulltrúar þeirra. Í þessu tilviki tel ég hins vegar litlar líkur á að kjósendur Framsóknar og flugvallarvina hafi greitt listanum atkvæði til að ljá afstöðu minni brautargengi,“ segir Hreiðar glettnislega.Vill ekki að nafn sitt sé spyrt við skoðanir framboðsinsOg á þeim forsendum varð Hreiðar við ósk Guðfinnu og sendi skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hann baðst lausnar frá skyldum mínum, ef sveitarstjórnarlög heimiluðu slíka lausn frá störfum. Reyndar segja lögin til um að aðeins sé heimilt að veita lausn ef fulltrúi flytur úr sveitarfélaginu eða getur ekki sinnt skyldum sínum vegna vinnuálags í öðrum störfum.En, Guðfinna hefur væntanlega verið dauðs-lifandi-fegin að vera laus við þig? „Já, hún bað mig um að fara. Sjálfur er ég mjög sáttur við að vera búinn að slíta tengsl við þetta fyrirbæri. Ég uni þeim ágætlega að hafa þær skoðanir sem þau hafa, tjá þær og reyna að afla þeim fylgis, en vil síður að nafn mitt sé spyrt við þær.“ Tengdar fréttir „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Furðar sig á því að enginn hafi kært framboð Sveinbjargar Birnu "Ég tel engan vafa um að þetta framboð hafi verið ólöglegt.“ 1. júní 2014 17:14 Nýr oddviti Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir tekur við af Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur. 29. október 2015 11:19 Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Enn þegir Sigmundur Davíð Vaxandi óþol er gagnvart því að forysta Framsóknarflokksins taki ekki afgerandi um afstöðu til mjög svo umdeildrar afstöðu oddvita flokksins í Reykjavík sem túlkuð hefur verið sem andúð í garð innflytjenda. 28. maí 2014 13:51 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna og flugvallarvina í borginni er farin í fæðingarorlof. Oddviti nú er Guðfinna Jóh Guðmundsdóttir. Miðað við stöðu á framboðslistum í síðustu sveitarstjórnarkosningum hefði þá Hreiðar Eiríksson átt að koma inn nú sem varmaður í borgarstjórn en ekki Ingvar Jónsson flugstjóri. Af því varð þó ekki. „Ég heyrði af fæðingarorlofi Sveinbjargar í fréttum en velti ekki fyrir mér mögulegri varamennsku minni í borgarstjórn sem afleiðingu fæðingarorlofs. Svo hringdi Guðfinna í mig í vikunni og benti mér á þetta. Guðfinna bað mig um að biðjast lausnar frá skyldum mínum samkvæmt sveitarstjórnarlögum,“ segir Hreiðar í samtali við Vísi.Dró sig í hlé á sínum tímaHreiðar dró sig í hlé þegar skammt var til kosninga; sagði að hann gæti ekki stutt framboðið á þeim forsendum að honum þótti sem þar væri verið að gera út á popúlísk sjónarmið og ala á andúð gegn útlendingum; með því að vilja afturkalla lóð sem úthlutað hafði verið til Félags múslíma á Íslandi.Meðan allt lék í lyndi hjá Framsókn og flugvallarvinum. Þetta var áður en Sveinbjörg Birna sló út útspili sem gerbreytti kosningabaráttunni.Hreiðar segist almennt þeirrar skoðunar að kjörnir fulltrúar eigi að sitja áfram þó þeir segi skilið við þá stjórnmálaflokka sem þeir eru kjörnir fyrir. „Þá skoðun byggi ég á því að kjósendur kjósa lista af fólki og af því leiðir að vilji kjósenda er að þessir tilteknu einstaklingar séu fulltrúar þeirra. Í þessu tilviki tel ég hins vegar litlar líkur á að kjósendur Framsóknar og flugvallarvina hafi greitt listanum atkvæði til að ljá afstöðu minni brautargengi,“ segir Hreiðar glettnislega.Vill ekki að nafn sitt sé spyrt við skoðanir framboðsinsOg á þeim forsendum varð Hreiðar við ósk Guðfinnu og sendi skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hann baðst lausnar frá skyldum mínum, ef sveitarstjórnarlög heimiluðu slíka lausn frá störfum. Reyndar segja lögin til um að aðeins sé heimilt að veita lausn ef fulltrúi flytur úr sveitarfélaginu eða getur ekki sinnt skyldum sínum vegna vinnuálags í öðrum störfum.En, Guðfinna hefur væntanlega verið dauðs-lifandi-fegin að vera laus við þig? „Já, hún bað mig um að fara. Sjálfur er ég mjög sáttur við að vera búinn að slíta tengsl við þetta fyrirbæri. Ég uni þeim ágætlega að hafa þær skoðanir sem þau hafa, tjá þær og reyna að afla þeim fylgis, en vil síður að nafn mitt sé spyrt við þær.“
Tengdar fréttir „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Furðar sig á því að enginn hafi kært framboð Sveinbjargar Birnu "Ég tel engan vafa um að þetta framboð hafi verið ólöglegt.“ 1. júní 2014 17:14 Nýr oddviti Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir tekur við af Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur. 29. október 2015 11:19 Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Enn þegir Sigmundur Davíð Vaxandi óþol er gagnvart því að forysta Framsóknarflokksins taki ekki afgerandi um afstöðu til mjög svo umdeildrar afstöðu oddvita flokksins í Reykjavík sem túlkuð hefur verið sem andúð í garð innflytjenda. 28. maí 2014 13:51 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
„Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30
„Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15
Furðar sig á því að enginn hafi kært framboð Sveinbjargar Birnu "Ég tel engan vafa um að þetta framboð hafi verið ólöglegt.“ 1. júní 2014 17:14
Nýr oddviti Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir tekur við af Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur. 29. október 2015 11:19
Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30
Enn þegir Sigmundur Davíð Vaxandi óþol er gagnvart því að forysta Framsóknarflokksins taki ekki afgerandi um afstöðu til mjög svo umdeildrar afstöðu oddvita flokksins í Reykjavík sem túlkuð hefur verið sem andúð í garð innflytjenda. 28. maí 2014 13:51