Innlent

Tíu ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum og þroskahamlaðri konu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jóhannes Óli stofnaði árið 2012 eineltissamtökin Sólskinsbörn.
Jóhannes Óli stofnaði árið 2012 eineltissamtökin Sólskinsbörn.
Hæstiréttur hefur staðfest tíu ára fangelsisdóm yfir Jóhannesi Óla Ragnarssyni, 33 ára karlmanni, fyrir frelsissviptingu, sifskaparbrot og kynferðisbrot gegn tveimur drengjum og kynferðisbrot gegn þroskahamlaðri konu. Dómur var kveðinn upp í dag en Hæstiréttur staðfestir þar með dóm Héraðsdóms Norðurlands eystri frá því í desember.

Í dómnum segir að Jóhannes Óli hafi nýtt sér andlega fötlun konunnar og neytt hana til munnmaka. Varðar það brot á 2. málsgrein 194. greinar almennra hegningarlaga þar sem segir að það teljist til nauðgunar að notfæra sér „geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök.“

Maðurinn hafði setið í gæsluvarðhaldi frá því um miðjan ágúst þegar hann var handtekinn grunaður um að hafa brotið gegn drengjunum tveimur. Í greinargerðum lögreglu sem fylgdu endurteknum kröfum um gæsluvarðhald yfir manninum kom fram að maðurinn væri gefið að sök að hafa tælt tvo drengi inn í íbúð sína. Braut hann á þeim kynferðislega eins og fjallað var um á Vísi í desember.

Jóhannes Óli stofnaði árið 2012 eineltissamtökin Sólskinsbörn. Yfirlýst markmið samtakanna var að berjast gegn einelti en Jóhannes sagðist í viðtali við DV þekkja á eigin skinni hversu hrikalegt einelti getur verið.


Tengdar fréttir

Misnotaði þroskahamlaða konu sem vildi passa börn

Jóhannes Óli Ragnarsson bauð þroskahamlaðri konu á þrítugsaldri heim til sín á þeim forsendum að henni stæði til boða að passa börn. Um draumastarf konunnar var að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×