Óborganlegt myndband: Hvolpur og refur mestu mátar og veltast um í gannislag allan daginn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júlí 2015 20:46 Stella og Níels hanga saman allan daginn og leika sér þess á milli í gannislag. Mynd/Kristinn Þór Jónasson „Um leið og Stella fer út á morgnana þá fer hún beinustu leið að kíkja eftir rebba. Ekkert að hafa fyrir því að pissa fyrst, vill bara finna vin sinn,“ segir Berglind Ingvarsdóttir, eigandi Ferðaþjónustunnar Mjóeyri á Eskifirði en á Mjóeyri hefur myndast ólíkleg en sterk vinátta milli hvolps og yrðlings. Berglind rekur ferðaþjónustuna ásamt manni sínum Sævari Guðjónssyni sem hefur birt óborganlegt myndband af yrðlingnum og hvolpnum í gannislag. Eins og sjá má eru vinirnir mikið fyrir að veltast um í grasinu.Mynd/Kristinn Þór Jónasson„Þetta er yrðlingur sem var á greni sem var unnið,“ útskýrir Berglind, en það merkir að tófa sem hefur gotið er skotin og yrðlingunum er náð út. „Grenaskyttan kom með yrðlinginn til okkar og hann hefur verið hjá okkur síðan í júní.“ Yrðlingurinn var í upphafi nefnd Lóa tófa en síðar kom í ljós að tófan er í raun refur og þá var nafninu breytt í Níels. „Þetta var smá misskilingur,“ segir Berglind og hlær. „Hann var svo lítill að það var erfitt að sjá hvort hann væri.“ Skemmtilegt er að segja frá því að á bænum búa einnig tveir yrðlingar sem ganga undir nöfnunum Anna og Tommi, það vantar því aðeins eina Línu Langsokk og einn Litlakall til þess að allir vinirnir fimm úr sögum Astridar Lindgren búi á Mjóeyri. Stella og Níels eru mestu mátar í dag en það var þó ekki alltaf þannig. Í fyrstu greindi Berglind afbrýðisemi hjá Stellu sem er tveggja ára. „Það var alveg þannig til að byrja með þegar hún var að átta sig á þessu litla kvikindi sem var komið til okkar. Svo eru þau bara hinir mestu mátar. Þau eru að veltast um allan daginn.“ Berglind segir það hins vegar skýrt að Stella ráði en ekki litli refurinn. „Ef rebbi er farinn að verða of grófur í sínum leik þá sýnir Stella alveg hver ræður. Svo er það bara búið og þau halda áfram að leika.“ Berglind er enginn nýgræðingur í að hugsa um yrðlinga en þetta er í fjórða skiptið sem hún og maður hennar taka að sér yrðling. „Mynstrið er þannig að þetta eru náttúrulega grenadýr og þau eiga það til að hausti þegar þau fara að verða kynþroska og sjálfbjarga að fara úr greninu og finna sér nýja staði. Í september fara þeir að fara einn dag í einu og athuga umhverfið og svo einn daginn hverfa þeir alveg.“ Níels lifir frjáls á landareign Mjóeyrar og hefur búið sér til greni undir sumarbústöðum sem ferðaþjónustan á og leigir út. „Svo gefum við honum alltaf tvisvar til þrisvar á dag.“ Níels fékk í fyrstu rjóma en í dag borðar hann allskyns fæði – sér í lagi vítamínbættan hundamat. Hér að neðan má sjá myndband af Stellu og Níels í leik.Allir úti að leika í góða veðrinu. Lóa tofa og StellaPosted by Sævar Guðjónsson on Tuesday, June 23, 2015 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
„Um leið og Stella fer út á morgnana þá fer hún beinustu leið að kíkja eftir rebba. Ekkert að hafa fyrir því að pissa fyrst, vill bara finna vin sinn,“ segir Berglind Ingvarsdóttir, eigandi Ferðaþjónustunnar Mjóeyri á Eskifirði en á Mjóeyri hefur myndast ólíkleg en sterk vinátta milli hvolps og yrðlings. Berglind rekur ferðaþjónustuna ásamt manni sínum Sævari Guðjónssyni sem hefur birt óborganlegt myndband af yrðlingnum og hvolpnum í gannislag. Eins og sjá má eru vinirnir mikið fyrir að veltast um í grasinu.Mynd/Kristinn Þór Jónasson„Þetta er yrðlingur sem var á greni sem var unnið,“ útskýrir Berglind, en það merkir að tófa sem hefur gotið er skotin og yrðlingunum er náð út. „Grenaskyttan kom með yrðlinginn til okkar og hann hefur verið hjá okkur síðan í júní.“ Yrðlingurinn var í upphafi nefnd Lóa tófa en síðar kom í ljós að tófan er í raun refur og þá var nafninu breytt í Níels. „Þetta var smá misskilingur,“ segir Berglind og hlær. „Hann var svo lítill að það var erfitt að sjá hvort hann væri.“ Skemmtilegt er að segja frá því að á bænum búa einnig tveir yrðlingar sem ganga undir nöfnunum Anna og Tommi, það vantar því aðeins eina Línu Langsokk og einn Litlakall til þess að allir vinirnir fimm úr sögum Astridar Lindgren búi á Mjóeyri. Stella og Níels eru mestu mátar í dag en það var þó ekki alltaf þannig. Í fyrstu greindi Berglind afbrýðisemi hjá Stellu sem er tveggja ára. „Það var alveg þannig til að byrja með þegar hún var að átta sig á þessu litla kvikindi sem var komið til okkar. Svo eru þau bara hinir mestu mátar. Þau eru að veltast um allan daginn.“ Berglind segir það hins vegar skýrt að Stella ráði en ekki litli refurinn. „Ef rebbi er farinn að verða of grófur í sínum leik þá sýnir Stella alveg hver ræður. Svo er það bara búið og þau halda áfram að leika.“ Berglind er enginn nýgræðingur í að hugsa um yrðlinga en þetta er í fjórða skiptið sem hún og maður hennar taka að sér yrðling. „Mynstrið er þannig að þetta eru náttúrulega grenadýr og þau eiga það til að hausti þegar þau fara að verða kynþroska og sjálfbjarga að fara úr greninu og finna sér nýja staði. Í september fara þeir að fara einn dag í einu og athuga umhverfið og svo einn daginn hverfa þeir alveg.“ Níels lifir frjáls á landareign Mjóeyrar og hefur búið sér til greni undir sumarbústöðum sem ferðaþjónustan á og leigir út. „Svo gefum við honum alltaf tvisvar til þrisvar á dag.“ Níels fékk í fyrstu rjóma en í dag borðar hann allskyns fæði – sér í lagi vítamínbættan hundamat. Hér að neðan má sjá myndband af Stellu og Níels í leik.Allir úti að leika í góða veðrinu. Lóa tofa og StellaPosted by Sævar Guðjónsson on Tuesday, June 23, 2015
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira