Svipta loks hulunni af Verkfærum Guðrún Ansnes skrifar 17. desember 2015 11:00 Orri Finnbogason og Helga Friðriksdóttir eru býsna sátt með afrekið, sem loks er komið úr kollinum og út í kosmósið. Vísir/Stefán „Þessi hugmynd var alltaf að koma aftur og aftur upp, eins og stundum gerist í svona hönnunar- og hugmyndaferli, nema hvað að þessi hélt alltaf áfram að skjóta upp kollinum,“ segir Helga Friðriksdóttir, annar hluti tvíeykisins sem myndar Orrifinn Skartgripi, en Verkfæri, fjórða lína þessa vinsæla skartgripamerkis, verður dregin fram í dagsljósið á morgun. „Í fyrra átti seinasta línan okkar, Flétta, hug okkar allan og því ýttum við verkfærunum alltaf til hliðar,“ útskýrir Helga sem segir kornið sem fyllt hafi mælinn hafa verið ævagömul skæri sem Helga hnaut um þegar hún og Orri, voru fyrir vestan að gera upp gamalt hús. „Ég fann þessi eldgömlu hárskeraskæri, sem voru brotin, ryðguð og svo ótrúlega falleg. Ég fór rakleiðis til Orra með þau, og sagði við hann að þetta væri ekkert annað en tákn um að láta loks verða af því að sinna þessari hugmynd.“Verkfæri eru ekki einskorðuð við hamar og skrúfjárn líkt og Helga bendir á. Hér sjást skartgripir úr línunni, sem fer í sölu á morgun.Vísir/Stefán Úr varð að þau Orri fóru að spekúlera mikið og velta fyrir sér verkfærum en vildu hugsa út fyrir rammann og endurhugsa formfasta hugtakið verkfæri aðeins. „Flestir hugsa um hamar eða skrúfjárn þegar talað er um verkfæri, en þau eru svo mörg önnur og eiga sér öll sín sérstöku hlutverk. Við tókum fyrir rakhníf, exi og skæri – sem eru öll með svo falleg form og blekpenna, því þótt það gleymist stundum er penninn verkfæri og í ofanálag beittasta vopnið,“ bendir Helga á. Fimmta verkfærið sem varð fyrir valinu var lykill; „Hann er svo fallegt og rómantískt verkfæri og mjög táknrænn.“ Vekur athygli að sum Verkfæranna hafa verið skreytt djúprauðum, dropalaga steinum sem eiga að endurspegla blóð. „Þegar við vorum að velta fyrir okkur boðskap línunnar og hvað við vildum að hún stæði fyrir kom verkalýðsbarátta fyrst upp í hugann. Það hvernig forverar okkar hafa byggt þetta land með berum höndum. Línan er þannig á vissan hátt til heiðurs verkafólkinu og óður til hversdagshetjunnar sem leggur sitt af mörkum með verkfærið að vopni. Það er hægt að minnast blóðs, svita og tára forvera okkar og finna sinn eigin styrk með skartgripi úr Verkfæri,“ segir Helga, sem er í óðaönn við að undirbúa útgáfuhóf línunnar sem fram fer á morgun milli 17.00 og 20.00 í nýrri verslun Orrifinn Skartgripa að Skólavörðustíg 17a. Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
„Þessi hugmynd var alltaf að koma aftur og aftur upp, eins og stundum gerist í svona hönnunar- og hugmyndaferli, nema hvað að þessi hélt alltaf áfram að skjóta upp kollinum,“ segir Helga Friðriksdóttir, annar hluti tvíeykisins sem myndar Orrifinn Skartgripi, en Verkfæri, fjórða lína þessa vinsæla skartgripamerkis, verður dregin fram í dagsljósið á morgun. „Í fyrra átti seinasta línan okkar, Flétta, hug okkar allan og því ýttum við verkfærunum alltaf til hliðar,“ útskýrir Helga sem segir kornið sem fyllt hafi mælinn hafa verið ævagömul skæri sem Helga hnaut um þegar hún og Orri, voru fyrir vestan að gera upp gamalt hús. „Ég fann þessi eldgömlu hárskeraskæri, sem voru brotin, ryðguð og svo ótrúlega falleg. Ég fór rakleiðis til Orra með þau, og sagði við hann að þetta væri ekkert annað en tákn um að láta loks verða af því að sinna þessari hugmynd.“Verkfæri eru ekki einskorðuð við hamar og skrúfjárn líkt og Helga bendir á. Hér sjást skartgripir úr línunni, sem fer í sölu á morgun.Vísir/Stefán Úr varð að þau Orri fóru að spekúlera mikið og velta fyrir sér verkfærum en vildu hugsa út fyrir rammann og endurhugsa formfasta hugtakið verkfæri aðeins. „Flestir hugsa um hamar eða skrúfjárn þegar talað er um verkfæri, en þau eru svo mörg önnur og eiga sér öll sín sérstöku hlutverk. Við tókum fyrir rakhníf, exi og skæri – sem eru öll með svo falleg form og blekpenna, því þótt það gleymist stundum er penninn verkfæri og í ofanálag beittasta vopnið,“ bendir Helga á. Fimmta verkfærið sem varð fyrir valinu var lykill; „Hann er svo fallegt og rómantískt verkfæri og mjög táknrænn.“ Vekur athygli að sum Verkfæranna hafa verið skreytt djúprauðum, dropalaga steinum sem eiga að endurspegla blóð. „Þegar við vorum að velta fyrir okkur boðskap línunnar og hvað við vildum að hún stæði fyrir kom verkalýðsbarátta fyrst upp í hugann. Það hvernig forverar okkar hafa byggt þetta land með berum höndum. Línan er þannig á vissan hátt til heiðurs verkafólkinu og óður til hversdagshetjunnar sem leggur sitt af mörkum með verkfærið að vopni. Það er hægt að minnast blóðs, svita og tára forvera okkar og finna sinn eigin styrk með skartgripi úr Verkfæri,“ segir Helga, sem er í óðaönn við að undirbúa útgáfuhóf línunnar sem fram fer á morgun milli 17.00 og 20.00 í nýrri verslun Orrifinn Skartgripa að Skólavörðustíg 17a.
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira