„Höfuðábyrgðarmaður hrunsins situr uppi í Hádegismóum og heitir Davíð Oddsson“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2015 10:42 Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Vísir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir gagnrýnivert að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hafi boðið sig fram til formanns með jafnskömmum fyrirvara og raun bar vitni um helgina. Ætli menn að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni eigi að gera það með eðlilegum fyrirvara líkt og Jón gerði sjálfur árið 1984. Þá bauð Jón Baldvin sig fram gegn sitjandi formanni, Kjartani Jóhannssyni. „Ég setti fram mína stefnuskrá og eftir það var engin perónuleg óvild. Við unnum vel saman,“ sagði Jón Baldvin í Bítinu í morgun. Hann hefur enga ástæðu til að ætla að annað verði uppi á teningnum hjá Samfylkingunni nú. Hann segir á valdi formannsins Árna Páls Árnasonar að hlusta á gagnrýnina og breyta eftir því. „Árni formaður er á skilorði,“ segir Jón Baldvin. Þetta hafi verið viðvörun og nú verði hann að spjara sig. Aðspurður um dapurt gengi flokksins í síðustu kosningum er hann fljótur til svars. „Það er aldrei til vinsælda fallið að taka að sér að hreinsa út skítinn eftir fylleríspartý,“ segir ráðherrann fyrrverandi. Samfylkingunni og Vinstri grænum hafi verið treyst til þess að lokinni búsáhaldabyltingu og kosningar, þ.e. að „að moka út flórinn eftir að það hafði verið standandi partý útrásarvíkinga sem kunnu sér ekki hóf og fóru með þjófélagið til helvítis.“ „Það var ekkert smáverk,“ segir Jón Baldvin.Íslendingar ekkert lært af hruninu Jón Baldvin segir alveg tvímælalaust að Íslendingar hafi ekkert lært af hruninu. Hvorki pólitíkusarnir né þjóðin sjálf. Hann bendir þó á einn hlut sem Íslendingar hafi gert betur en allir aðrir eftir hrunið. Gert það upp með rannsóknarskýrslu. Um hafi verið að ráða vandaða greiningu á orsökum og skýrar niðurstöður um hvernig ætti að bregðast við. „Pakkinn var sendur til Alþingis en Alþingi klikkaði gjörsamlega,“ segir Jón Baldvin. Alþingi hafi einum rómi samþykkt þingsályktun um hvað þyrfti að gera til að koma húsinu í lag, nokkur meginatriði sem öllum hafi borið saman um að þyrfti að læra af. „Það er ekki búið að framkvæma eitt einasta af því.“ Þá rifjaði ráðherrann upp viðbrögð almennings við Landsdómsmálinu. Þjóðinni hafa ofboðið málið „því allir vita að Geir (innsk: Haarde) er frekar meinlaus maður og frekar ábyrgðarlítill.“ Hann hafie kki borið höfuðábyrgð á hruninu. „Höfuðábyrgðarmaður hrunsins situr uppi í Hádegismóum og heitir Davíð Oddsson,“ segir Jón Baldvin. Aðspurður hvort hann hafi rætt þau mál við fyrrum félaga sinn úr Viðeyjarstjórninni svarar Jón Baldvin neitandi. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan en þar ræðir Jón Baldvin einnig um fjármálakerfi heimsins. Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir gagnrýnivert að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hafi boðið sig fram til formanns með jafnskömmum fyrirvara og raun bar vitni um helgina. Ætli menn að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni eigi að gera það með eðlilegum fyrirvara líkt og Jón gerði sjálfur árið 1984. Þá bauð Jón Baldvin sig fram gegn sitjandi formanni, Kjartani Jóhannssyni. „Ég setti fram mína stefnuskrá og eftir það var engin perónuleg óvild. Við unnum vel saman,“ sagði Jón Baldvin í Bítinu í morgun. Hann hefur enga ástæðu til að ætla að annað verði uppi á teningnum hjá Samfylkingunni nú. Hann segir á valdi formannsins Árna Páls Árnasonar að hlusta á gagnrýnina og breyta eftir því. „Árni formaður er á skilorði,“ segir Jón Baldvin. Þetta hafi verið viðvörun og nú verði hann að spjara sig. Aðspurður um dapurt gengi flokksins í síðustu kosningum er hann fljótur til svars. „Það er aldrei til vinsælda fallið að taka að sér að hreinsa út skítinn eftir fylleríspartý,“ segir ráðherrann fyrrverandi. Samfylkingunni og Vinstri grænum hafi verið treyst til þess að lokinni búsáhaldabyltingu og kosningar, þ.e. að „að moka út flórinn eftir að það hafði verið standandi partý útrásarvíkinga sem kunnu sér ekki hóf og fóru með þjófélagið til helvítis.“ „Það var ekkert smáverk,“ segir Jón Baldvin.Íslendingar ekkert lært af hruninu Jón Baldvin segir alveg tvímælalaust að Íslendingar hafi ekkert lært af hruninu. Hvorki pólitíkusarnir né þjóðin sjálf. Hann bendir þó á einn hlut sem Íslendingar hafi gert betur en allir aðrir eftir hrunið. Gert það upp með rannsóknarskýrslu. Um hafi verið að ráða vandaða greiningu á orsökum og skýrar niðurstöður um hvernig ætti að bregðast við. „Pakkinn var sendur til Alþingis en Alþingi klikkaði gjörsamlega,“ segir Jón Baldvin. Alþingi hafi einum rómi samþykkt þingsályktun um hvað þyrfti að gera til að koma húsinu í lag, nokkur meginatriði sem öllum hafi borið saman um að þyrfti að læra af. „Það er ekki búið að framkvæma eitt einasta af því.“ Þá rifjaði ráðherrann upp viðbrögð almennings við Landsdómsmálinu. Þjóðinni hafa ofboðið málið „því allir vita að Geir (innsk: Haarde) er frekar meinlaus maður og frekar ábyrgðarlítill.“ Hann hafie kki borið höfuðábyrgð á hruninu. „Höfuðábyrgðarmaður hrunsins situr uppi í Hádegismóum og heitir Davíð Oddsson,“ segir Jón Baldvin. Aðspurður hvort hann hafi rætt þau mál við fyrrum félaga sinn úr Viðeyjarstjórninni svarar Jón Baldvin neitandi. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan en þar ræðir Jón Baldvin einnig um fjármálakerfi heimsins.
Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira