Öll flottustu fötin á einni vefsíðu 15. ágúst 2015 12:00 Heiðdís og Guðbjörg hafa verið bestu vinkonur frá blautu barnsbeini. mynd/anton brink Frænkurnar Heiðdís Lóa Óskarsdóttir og Guðbjörg Sandra Guðjónsdóttir hafa sett á laggirnar nýja vefsíðu sem heitir Sstylista.is. Síðan býður þeim sem hafa áhuga á tísku upp á að sjá hvað er í boði í íslenskum verslunum. Þær eru í nánu samstarfi við nokkrar verslanir í Reykjavík og ætla á næstu vikum að auka úrvalið. Vefsíðan hefur fengið góð viðbrögð enda mörgu ábótavant hvað netverslun varðar á Íslandi. „Ég var að leita að sumargjöf handa kærastanum mínum kvöldið fyrir sumardaginn fyrsta á netinu. Ég fór inn á endalaust margar síður og fann hvergi neitt. Það er erfitt að vita hvernig fötin eru þegar þau eru ekki á fólki. Þá fór ég að hugsa að það vantaði eina síðu þar sem hægt væri að sjá allt það helsta í búðum Reykjavíkur,“ segir Heiðdís Lóa. Vefsíðan er ekki verslun en hún er meira eins og tískublogg þar sem birtast myndir af fyrirsætum í nýjustu fötum sem boðið er upp á. Þær gera allt sjálfar fyrir utan að sitja fyrir. „Mér datt ekki í hug að þetta yrði svona mikil vinna. Við finnum fyrirsætur, finnum fötin, förðum, tökum myndirnar, vinnum myndirnar, skilum fötunum. Þetta er samt mjög gaman og við erum að njóta þess að vinna í þessu.“ Á meðan stelpurnar eru að byrja og eru að koma sér á gott ról þá eru þær að gera þetta frítt en ef vefsíðan heldur áfram að stækka þá gætu þær hugsað sér að byrja að rukka fyrir myndir eða birta auglýsingar á síðunni. „Markmiðið var alltaf að fá búðirnar með okkur í þetta og þess vegna er mikilvægt að hafa síðuna virka og deila einhverju á hverjum degi. Við vonum að búðirnar séu ánægðar með þetta en það er mikill heimsóknarfjöldi á síðunni og því góð auglýsing fyrir þær. Viðtökurnar hafa verið rosalega góðar.“ Heiðdís Lóa hélt áður uppi sínu eigin persónulega bloggi sem náði miklum vinsældum og hún hefur því góða reynslu. „Ég var stundum með færslur sem hétu Fataskápurinn þar sem ég heimsótti stelpur og þær voru myndaðar í sínum eigin fötum. Þessar færslur voru alltaf mjög vinsælar og stylista.is er í raun svipuð pæling nema með búðir.“ Stelpurnar gera allt sjálfar, þar á meðal að taka myndirnar og vinna þær, hanna vefsíðuna og búa til vörumerki. Þær eru báðar í skóla og ætla að reyna að vera jafn duglegar eftir að hann byrjar aftur í haust. „Við eigum helling af myndum í geymslu sem við eigum eftir að vinna og birta. Annars þyrftum við að fara að taka myndir á hverjum degi. Hingað til höfum við verið að taka myndir einu sinni í viku,“ segir Heiðdís. Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Frænkurnar Heiðdís Lóa Óskarsdóttir og Guðbjörg Sandra Guðjónsdóttir hafa sett á laggirnar nýja vefsíðu sem heitir Sstylista.is. Síðan býður þeim sem hafa áhuga á tísku upp á að sjá hvað er í boði í íslenskum verslunum. Þær eru í nánu samstarfi við nokkrar verslanir í Reykjavík og ætla á næstu vikum að auka úrvalið. Vefsíðan hefur fengið góð viðbrögð enda mörgu ábótavant hvað netverslun varðar á Íslandi. „Ég var að leita að sumargjöf handa kærastanum mínum kvöldið fyrir sumardaginn fyrsta á netinu. Ég fór inn á endalaust margar síður og fann hvergi neitt. Það er erfitt að vita hvernig fötin eru þegar þau eru ekki á fólki. Þá fór ég að hugsa að það vantaði eina síðu þar sem hægt væri að sjá allt það helsta í búðum Reykjavíkur,“ segir Heiðdís Lóa. Vefsíðan er ekki verslun en hún er meira eins og tískublogg þar sem birtast myndir af fyrirsætum í nýjustu fötum sem boðið er upp á. Þær gera allt sjálfar fyrir utan að sitja fyrir. „Mér datt ekki í hug að þetta yrði svona mikil vinna. Við finnum fyrirsætur, finnum fötin, förðum, tökum myndirnar, vinnum myndirnar, skilum fötunum. Þetta er samt mjög gaman og við erum að njóta þess að vinna í þessu.“ Á meðan stelpurnar eru að byrja og eru að koma sér á gott ról þá eru þær að gera þetta frítt en ef vefsíðan heldur áfram að stækka þá gætu þær hugsað sér að byrja að rukka fyrir myndir eða birta auglýsingar á síðunni. „Markmiðið var alltaf að fá búðirnar með okkur í þetta og þess vegna er mikilvægt að hafa síðuna virka og deila einhverju á hverjum degi. Við vonum að búðirnar séu ánægðar með þetta en það er mikill heimsóknarfjöldi á síðunni og því góð auglýsing fyrir þær. Viðtökurnar hafa verið rosalega góðar.“ Heiðdís Lóa hélt áður uppi sínu eigin persónulega bloggi sem náði miklum vinsældum og hún hefur því góða reynslu. „Ég var stundum með færslur sem hétu Fataskápurinn þar sem ég heimsótti stelpur og þær voru myndaðar í sínum eigin fötum. Þessar færslur voru alltaf mjög vinsælar og stylista.is er í raun svipuð pæling nema með búðir.“ Stelpurnar gera allt sjálfar, þar á meðal að taka myndirnar og vinna þær, hanna vefsíðuna og búa til vörumerki. Þær eru báðar í skóla og ætla að reyna að vera jafn duglegar eftir að hann byrjar aftur í haust. „Við eigum helling af myndum í geymslu sem við eigum eftir að vinna og birta. Annars þyrftum við að fara að taka myndir á hverjum degi. Hingað til höfum við verið að taka myndir einu sinni í viku,“ segir Heiðdís.
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein