Á flótta undan staðreyndum Ragnar Þorvarðarson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 „Vilt þú að Ísland taki á móti 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum?“ Rúmlega 85% þátttakenda í skoðanakönnun Útvarps Sögu í júlí svöruðu spurningunni neitandi. Könnunin var framkvæmd í kjölfarið á tilkynningu íslenskra stjórnvalda um móttöku 50 flóttamanna næsta árið sem er liður í samvinnuverkefni nokkurra Evrópuþjóða um móttöku flóttafólks. Flóttamannanefnd sér um undirbúninginn hér á landi í samráði við sveitarfélög og Rauða krossinn. Í umfjöllun Fréttablaðsins fyrr í sumar kom fram að fjöldi kvótaflóttamanna sem Ísland mun taka við á næstu tveimur árum verði þannig hlutfallslega svipaður og skuldbindingar Þýskalands og Frakklands á sama tímabili. Á vef velferðarráðuneytisins kemur fram að frá árinu 1956 til dagsins í dag hafi komið hingað til lands 511 flóttamenn. Bara á þessu ári hafa yfir tvö þúsund einstaklingar látist á flótta yfir Miðjarðarhafið samkvæmt tölum frá Alþjóða fólksflutningastofnuninni (IOM). Frá Bretlandi bárust í vikunni fréttir um ítrekaðar tilraunir örvæntingarfullra flóttamanna til að komast til landsins í gegnum Ermarsundsgöngin. Umræðan og umfjöllun um málefni hælisleitenda og flóttamanna innan Evrópu byggir því miður ekki alltaf á staðreyndum. Dálkahöfundur Guardian fjallaði á föstudag um málið og vitnar í tölur frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem staðfesta að 86% af öllum flóttamönnum eru í dag staðsettir í minna þróuðum löndum heimsins, en Tyrkland hýsir þar flesta eða um 1,6 milljón manns. Með samskiptum og upplýstri umræðu má draga úr þeim ótta sem stafar af hinu óþekkta. Martin Patzelt, þingmaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, ákvað fyrir rúmum mánuði að bjóða tveimur flóttamönnum frá Erítreu að búa heima hjá sér. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagðist hann þannig vilja tryggja flóttafólki bæði andlit og nafn, sem dragi úr klofningi, fjandskap og ótta meðal almennings. Hann hvatti fólk til að ræða málefni flóttafólks af opnum hug. Hér á landi þurfum við að varast að umræðan færist í öfgafullan farveg sem byggir á ósönnum staðhæfingum og upphrópunum. Tökum heldur vel á móti þeim flóttamönnum sem hingað koma til landsins og styðjum við bakið á fólki sem hefur þurft að flýja heimkynni sín vegna stríðs eða ofsókna af ýmsu tagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
„Vilt þú að Ísland taki á móti 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum?“ Rúmlega 85% þátttakenda í skoðanakönnun Útvarps Sögu í júlí svöruðu spurningunni neitandi. Könnunin var framkvæmd í kjölfarið á tilkynningu íslenskra stjórnvalda um móttöku 50 flóttamanna næsta árið sem er liður í samvinnuverkefni nokkurra Evrópuþjóða um móttöku flóttafólks. Flóttamannanefnd sér um undirbúninginn hér á landi í samráði við sveitarfélög og Rauða krossinn. Í umfjöllun Fréttablaðsins fyrr í sumar kom fram að fjöldi kvótaflóttamanna sem Ísland mun taka við á næstu tveimur árum verði þannig hlutfallslega svipaður og skuldbindingar Þýskalands og Frakklands á sama tímabili. Á vef velferðarráðuneytisins kemur fram að frá árinu 1956 til dagsins í dag hafi komið hingað til lands 511 flóttamenn. Bara á þessu ári hafa yfir tvö þúsund einstaklingar látist á flótta yfir Miðjarðarhafið samkvæmt tölum frá Alþjóða fólksflutningastofnuninni (IOM). Frá Bretlandi bárust í vikunni fréttir um ítrekaðar tilraunir örvæntingarfullra flóttamanna til að komast til landsins í gegnum Ermarsundsgöngin. Umræðan og umfjöllun um málefni hælisleitenda og flóttamanna innan Evrópu byggir því miður ekki alltaf á staðreyndum. Dálkahöfundur Guardian fjallaði á föstudag um málið og vitnar í tölur frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem staðfesta að 86% af öllum flóttamönnum eru í dag staðsettir í minna þróuðum löndum heimsins, en Tyrkland hýsir þar flesta eða um 1,6 milljón manns. Með samskiptum og upplýstri umræðu má draga úr þeim ótta sem stafar af hinu óþekkta. Martin Patzelt, þingmaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, ákvað fyrir rúmum mánuði að bjóða tveimur flóttamönnum frá Erítreu að búa heima hjá sér. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagðist hann þannig vilja tryggja flóttafólki bæði andlit og nafn, sem dragi úr klofningi, fjandskap og ótta meðal almennings. Hann hvatti fólk til að ræða málefni flóttafólks af opnum hug. Hér á landi þurfum við að varast að umræðan færist í öfgafullan farveg sem byggir á ósönnum staðhæfingum og upphrópunum. Tökum heldur vel á móti þeim flóttamönnum sem hingað koma til landsins og styðjum við bakið á fólki sem hefur þurft að flýja heimkynni sín vegna stríðs eða ofsókna af ýmsu tagi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun