Lærði að sauma á YouTube Vera Einarsdóttir skrifar 30. júlí 2015 10:00 Guðjón sækir helst innblástur í hipphoppið. "Ég myndi lýsa þessu sem fínni hipphopp-skotnum götufatnaði" MYNDIR/ANDRI MARÍNÓ Guðjón Geir Geirsson stofnaði fatamerkið Inklaw Clothing í félagi við Róbert Ómar Elmarsson fyrir tveimur árum. Merkið náði miklu flugi um mitt síðasta ár og nú situr Guðjón við saumavélina frá morgni til kvölds. Lögfræðingurinn Anton Birkir Sigfússon gekk nýlega til liðs við þá félaga og ætla þeir sér stóra hluti. „Við Róbert höfðum báðir unnið í fataverslunum; ég í Blend og Herragarðinum og hann í Zöru. Við vorum því vel kunnugir fatageiranum en fannst vanta föt á stráka. Við horfðum mikið til tískunnar úti í heimi og til þess sem við sáum á netinu en fannst við ekki geta fengið það hér heima. Það varð til þess að við fórum að fikra okkur áfram með eigin framleiðslu og byrjuðum á því að flytja inn hlýraboli sem við merktum með silkiprenti. Undir lok árs 2013 fórum við svo að fikta við að sauma leðurhlýraboli." Guðjón segir fötin fljótt hafa fengið góðar viðtökur og augljóst að það var gat í markaðinum. Hann stundaði um tíma nám á hönnunarbraut í Tækniskólanum en sökum annríkis varð hann að gefa námið upp á bátinn.„Flestir halda að við séum með verksmiðju á Indlandi. Þegar menn komast að því að við búum þetta til í okkar eigin höndum á Íslandi verða þeir ekki síður hrifnir," segir Guðjón Geir.„Ég lærði í raun mest á YouTube með gamla saumavél frá ömmu fyrir framan mig. Við byrjuðum smátt en nú erum við komnir í gott húsnæði og með allan vélbúnað sem þarf,“ segir Guðjón, en hann situr við frá átta til átta alla daga og saumar margar flíkur á dag. Róbert sér um markaðsmálin og Anton, sem gekk til liðs við þá félaga í byrjun árs, sinnir ýmsu sem tengist rekstrinum. Að sögn Guðjóns ætla þeir sér stóra hluti. Flíkurnar eru aðallega seldar á netinu en auk þess senda þeir til verslana erlendis. Í upphafi voru ungir Íslendingar helstu kaupendur en að sögn Guðjóns breikkar viðskiptahópurinn ört og eru sífellt eldri menn að uppgötva merkið. Hann segir marga erlenda viðskiptavini hissa þegar þeir komast að því að framleiðslan sé í þeirra eigin höndum. „Flestir halda að við séum með verksmiðju á Indlandi. Þegar menn komast að því að við búum þetta til í okkar eigin höndum á Íslandi verða þeir ekki síður hrifnir. Við erum hins vegar með það á stefnuskránni að fara á sýningar í París og víðar og ef það gengur vel getur verið að við neyðumst að flytja starfsemina út fyrir landsteinana.“ Aðspurður segist Guðjón helst sækja innblástur í hipphoppið. „Ég myndi lýsa þessu sem fínni hipphopp-skotnum götufatnaði. Ég er hrifinn af sniðum með afgerandi skurði og síðum bolum. Efnin eru hins vegar fín og fötin frekar aðsniðin.“ Fötin fást á inklawclothing.com en auk þess er hægt að fylgjast með þeim félögum á Instagram undir @inklawclothing. Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Sjá meira
Guðjón Geir Geirsson stofnaði fatamerkið Inklaw Clothing í félagi við Róbert Ómar Elmarsson fyrir tveimur árum. Merkið náði miklu flugi um mitt síðasta ár og nú situr Guðjón við saumavélina frá morgni til kvölds. Lögfræðingurinn Anton Birkir Sigfússon gekk nýlega til liðs við þá félaga og ætla þeir sér stóra hluti. „Við Róbert höfðum báðir unnið í fataverslunum; ég í Blend og Herragarðinum og hann í Zöru. Við vorum því vel kunnugir fatageiranum en fannst vanta föt á stráka. Við horfðum mikið til tískunnar úti í heimi og til þess sem við sáum á netinu en fannst við ekki geta fengið það hér heima. Það varð til þess að við fórum að fikra okkur áfram með eigin framleiðslu og byrjuðum á því að flytja inn hlýraboli sem við merktum með silkiprenti. Undir lok árs 2013 fórum við svo að fikta við að sauma leðurhlýraboli." Guðjón segir fötin fljótt hafa fengið góðar viðtökur og augljóst að það var gat í markaðinum. Hann stundaði um tíma nám á hönnunarbraut í Tækniskólanum en sökum annríkis varð hann að gefa námið upp á bátinn.„Flestir halda að við séum með verksmiðju á Indlandi. Þegar menn komast að því að við búum þetta til í okkar eigin höndum á Íslandi verða þeir ekki síður hrifnir," segir Guðjón Geir.„Ég lærði í raun mest á YouTube með gamla saumavél frá ömmu fyrir framan mig. Við byrjuðum smátt en nú erum við komnir í gott húsnæði og með allan vélbúnað sem þarf,“ segir Guðjón, en hann situr við frá átta til átta alla daga og saumar margar flíkur á dag. Róbert sér um markaðsmálin og Anton, sem gekk til liðs við þá félaga í byrjun árs, sinnir ýmsu sem tengist rekstrinum. Að sögn Guðjóns ætla þeir sér stóra hluti. Flíkurnar eru aðallega seldar á netinu en auk þess senda þeir til verslana erlendis. Í upphafi voru ungir Íslendingar helstu kaupendur en að sögn Guðjóns breikkar viðskiptahópurinn ört og eru sífellt eldri menn að uppgötva merkið. Hann segir marga erlenda viðskiptavini hissa þegar þeir komast að því að framleiðslan sé í þeirra eigin höndum. „Flestir halda að við séum með verksmiðju á Indlandi. Þegar menn komast að því að við búum þetta til í okkar eigin höndum á Íslandi verða þeir ekki síður hrifnir. Við erum hins vegar með það á stefnuskránni að fara á sýningar í París og víðar og ef það gengur vel getur verið að við neyðumst að flytja starfsemina út fyrir landsteinana.“ Aðspurður segist Guðjón helst sækja innblástur í hipphoppið. „Ég myndi lýsa þessu sem fínni hipphopp-skotnum götufatnaði. Ég er hrifinn af sniðum með afgerandi skurði og síðum bolum. Efnin eru hins vegar fín og fötin frekar aðsniðin.“ Fötin fást á inklawclothing.com en auk þess er hægt að fylgjast með þeim félögum á Instagram undir @inklawclothing.
Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Sjá meira