Lærði að sauma á YouTube Vera Einarsdóttir skrifar 30. júlí 2015 10:00 Guðjón sækir helst innblástur í hipphoppið. "Ég myndi lýsa þessu sem fínni hipphopp-skotnum götufatnaði" MYNDIR/ANDRI MARÍNÓ Guðjón Geir Geirsson stofnaði fatamerkið Inklaw Clothing í félagi við Róbert Ómar Elmarsson fyrir tveimur árum. Merkið náði miklu flugi um mitt síðasta ár og nú situr Guðjón við saumavélina frá morgni til kvölds. Lögfræðingurinn Anton Birkir Sigfússon gekk nýlega til liðs við þá félaga og ætla þeir sér stóra hluti. „Við Róbert höfðum báðir unnið í fataverslunum; ég í Blend og Herragarðinum og hann í Zöru. Við vorum því vel kunnugir fatageiranum en fannst vanta föt á stráka. Við horfðum mikið til tískunnar úti í heimi og til þess sem við sáum á netinu en fannst við ekki geta fengið það hér heima. Það varð til þess að við fórum að fikra okkur áfram með eigin framleiðslu og byrjuðum á því að flytja inn hlýraboli sem við merktum með silkiprenti. Undir lok árs 2013 fórum við svo að fikta við að sauma leðurhlýraboli." Guðjón segir fötin fljótt hafa fengið góðar viðtökur og augljóst að það var gat í markaðinum. Hann stundaði um tíma nám á hönnunarbraut í Tækniskólanum en sökum annríkis varð hann að gefa námið upp á bátinn.„Flestir halda að við séum með verksmiðju á Indlandi. Þegar menn komast að því að við búum þetta til í okkar eigin höndum á Íslandi verða þeir ekki síður hrifnir," segir Guðjón Geir.„Ég lærði í raun mest á YouTube með gamla saumavél frá ömmu fyrir framan mig. Við byrjuðum smátt en nú erum við komnir í gott húsnæði og með allan vélbúnað sem þarf,“ segir Guðjón, en hann situr við frá átta til átta alla daga og saumar margar flíkur á dag. Róbert sér um markaðsmálin og Anton, sem gekk til liðs við þá félaga í byrjun árs, sinnir ýmsu sem tengist rekstrinum. Að sögn Guðjóns ætla þeir sér stóra hluti. Flíkurnar eru aðallega seldar á netinu en auk þess senda þeir til verslana erlendis. Í upphafi voru ungir Íslendingar helstu kaupendur en að sögn Guðjóns breikkar viðskiptahópurinn ört og eru sífellt eldri menn að uppgötva merkið. Hann segir marga erlenda viðskiptavini hissa þegar þeir komast að því að framleiðslan sé í þeirra eigin höndum. „Flestir halda að við séum með verksmiðju á Indlandi. Þegar menn komast að því að við búum þetta til í okkar eigin höndum á Íslandi verða þeir ekki síður hrifnir. Við erum hins vegar með það á stefnuskránni að fara á sýningar í París og víðar og ef það gengur vel getur verið að við neyðumst að flytja starfsemina út fyrir landsteinana.“ Aðspurður segist Guðjón helst sækja innblástur í hipphoppið. „Ég myndi lýsa þessu sem fínni hipphopp-skotnum götufatnaði. Ég er hrifinn af sniðum með afgerandi skurði og síðum bolum. Efnin eru hins vegar fín og fötin frekar aðsniðin.“ Fötin fást á inklawclothing.com en auk þess er hægt að fylgjast með þeim félögum á Instagram undir @inklawclothing. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Guðjón Geir Geirsson stofnaði fatamerkið Inklaw Clothing í félagi við Róbert Ómar Elmarsson fyrir tveimur árum. Merkið náði miklu flugi um mitt síðasta ár og nú situr Guðjón við saumavélina frá morgni til kvölds. Lögfræðingurinn Anton Birkir Sigfússon gekk nýlega til liðs við þá félaga og ætla þeir sér stóra hluti. „Við Róbert höfðum báðir unnið í fataverslunum; ég í Blend og Herragarðinum og hann í Zöru. Við vorum því vel kunnugir fatageiranum en fannst vanta föt á stráka. Við horfðum mikið til tískunnar úti í heimi og til þess sem við sáum á netinu en fannst við ekki geta fengið það hér heima. Það varð til þess að við fórum að fikra okkur áfram með eigin framleiðslu og byrjuðum á því að flytja inn hlýraboli sem við merktum með silkiprenti. Undir lok árs 2013 fórum við svo að fikta við að sauma leðurhlýraboli." Guðjón segir fötin fljótt hafa fengið góðar viðtökur og augljóst að það var gat í markaðinum. Hann stundaði um tíma nám á hönnunarbraut í Tækniskólanum en sökum annríkis varð hann að gefa námið upp á bátinn.„Flestir halda að við séum með verksmiðju á Indlandi. Þegar menn komast að því að við búum þetta til í okkar eigin höndum á Íslandi verða þeir ekki síður hrifnir," segir Guðjón Geir.„Ég lærði í raun mest á YouTube með gamla saumavél frá ömmu fyrir framan mig. Við byrjuðum smátt en nú erum við komnir í gott húsnæði og með allan vélbúnað sem þarf,“ segir Guðjón, en hann situr við frá átta til átta alla daga og saumar margar flíkur á dag. Róbert sér um markaðsmálin og Anton, sem gekk til liðs við þá félaga í byrjun árs, sinnir ýmsu sem tengist rekstrinum. Að sögn Guðjóns ætla þeir sér stóra hluti. Flíkurnar eru aðallega seldar á netinu en auk þess senda þeir til verslana erlendis. Í upphafi voru ungir Íslendingar helstu kaupendur en að sögn Guðjóns breikkar viðskiptahópurinn ört og eru sífellt eldri menn að uppgötva merkið. Hann segir marga erlenda viðskiptavini hissa þegar þeir komast að því að framleiðslan sé í þeirra eigin höndum. „Flestir halda að við séum með verksmiðju á Indlandi. Þegar menn komast að því að við búum þetta til í okkar eigin höndum á Íslandi verða þeir ekki síður hrifnir. Við erum hins vegar með það á stefnuskránni að fara á sýningar í París og víðar og ef það gengur vel getur verið að við neyðumst að flytja starfsemina út fyrir landsteinana.“ Aðspurður segist Guðjón helst sækja innblástur í hipphoppið. „Ég myndi lýsa þessu sem fínni hipphopp-skotnum götufatnaði. Ég er hrifinn af sniðum með afgerandi skurði og síðum bolum. Efnin eru hins vegar fín og fötin frekar aðsniðin.“ Fötin fást á inklawclothing.com en auk þess er hægt að fylgjast með þeim félögum á Instagram undir @inklawclothing.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira