Úreltir stjórnmálamenn Jón Þorvarðarson skrifar 29. júlí 2015 07:00 Í nýjasta Terminator-tryllinum (2015) vellur upp úr Arnold Schwarzenegger í gervi vélmennisins T-800: „Ég er gamall, en alls ekki úreltur.“ Þetta hátækniundur hafði staðist tímans tönn með svo miklum ágætum að það átti í fullu tré við nýrri útgáfur af sjálfum sér. Þegar ég heyrði þessa setningu velti ég því fyrir mér hvaða pólitíkus skyldi gera þessa setningu að sinni í nánustu framtíð. Ástæðan fyrir því að ég færi þetta í tal er sú að Jóhanna Sigurðardóttir stal – í það minnsta stældi – frægustu setningu T-800 þegar hún hrópaði yfir land og þjóð með kreppta hnefa: „Minn tími mun koma.“ T-800 var að vísu ögn hógværari þegar hann af miklu lítillæti sagði: „Ég mun koma til baka“. Líkt og T-800 þá kom Jóhanna sannarlega til baka. Munurinn á þeim tveimur var hins vegar sá að þegar hún kom til baka, alla leið upp á hæsta tind, var hún orðin gamall og úreltur stjórnmálamaður. Óstraujaður með eldgamalt stýrikerfi. Og ein eymdin bauð annarri heim þegar Jóhanna ákvað að stofna til samstarfs við annan gamlan og úreltan stjórnmálamann, óuppfærðan Steingrím J. Sigfússon. Sama versjón af Steingrími og við þekktum fyrir 30 árum síðan, engin nútíma niðurhöl, engin öpp. Blankur skjár. Gömlu jaxlarnir bitlausir. Hvert var eitt af fyrstu og mikilvægustu verkefnum Steingríms? Jú, að hífa fornvin sinn Svavar Gestsson upp úr djúpi gleymskunnar og ýta á restart. Endurræstur draugur úr fortíðinni skyldi leiða samningaviðræður Íslands vegna Icesave-málsins. Enn á ný stofnuðu úreltir stjórnmálamenn til bræðralags. Haltur leiddi blindan. Forhertir gæjar sem aldrei hefur tekist að svara kalli tímans. Ef þeir skoðanabræður hefðu ráðið ferðinni þá væri þannig umhorfs í íslensku samfélagi (túrismans) að Ísland væri eina ríkið í Evrópu sem bannaði bjór. En það er önnur saga. Og við hverju mátti búast af Svavari? Steingrímur, keyrður upp af gömlu forriti, kunni bara eitt svar og hljómaði eins og biluð grammafónplata þegar hann sagði: „Hann mun landa glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur.“ En hver flýgur eins og hann er fiðraður, gamli refurinn „crashaði“ illilega í súlnasölum bresku krúnunnar og andstæðingarnir brostu kátbroslega niður í skeggið þegar samningar voru undirritaðir. Leikritið hélt svo áfram að hætti úreltra stjórnmálamanna. Með undraverðum hætti tókst þeim næstum því að plata þjóðina með því að láta hið ranga sýnast rétt og hið rétta sýnast rangt. Líkt og Zenón sem reyndi að telja Forngrikkjum trú um að stríðshetjan Akkilles myndi aldrei ná skjaldbökunni í kapphlaupi, sama hversu lítið forskot hún hefði. Af hverju er endalaust framboð af gömlum og úreltum stjórnmálamönnum á Íslandi? Af hverju komast þessir menn sífellt til æðstu metorða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í nýjasta Terminator-tryllinum (2015) vellur upp úr Arnold Schwarzenegger í gervi vélmennisins T-800: „Ég er gamall, en alls ekki úreltur.“ Þetta hátækniundur hafði staðist tímans tönn með svo miklum ágætum að það átti í fullu tré við nýrri útgáfur af sjálfum sér. Þegar ég heyrði þessa setningu velti ég því fyrir mér hvaða pólitíkus skyldi gera þessa setningu að sinni í nánustu framtíð. Ástæðan fyrir því að ég færi þetta í tal er sú að Jóhanna Sigurðardóttir stal – í það minnsta stældi – frægustu setningu T-800 þegar hún hrópaði yfir land og þjóð með kreppta hnefa: „Minn tími mun koma.“ T-800 var að vísu ögn hógværari þegar hann af miklu lítillæti sagði: „Ég mun koma til baka“. Líkt og T-800 þá kom Jóhanna sannarlega til baka. Munurinn á þeim tveimur var hins vegar sá að þegar hún kom til baka, alla leið upp á hæsta tind, var hún orðin gamall og úreltur stjórnmálamaður. Óstraujaður með eldgamalt stýrikerfi. Og ein eymdin bauð annarri heim þegar Jóhanna ákvað að stofna til samstarfs við annan gamlan og úreltan stjórnmálamann, óuppfærðan Steingrím J. Sigfússon. Sama versjón af Steingrími og við þekktum fyrir 30 árum síðan, engin nútíma niðurhöl, engin öpp. Blankur skjár. Gömlu jaxlarnir bitlausir. Hvert var eitt af fyrstu og mikilvægustu verkefnum Steingríms? Jú, að hífa fornvin sinn Svavar Gestsson upp úr djúpi gleymskunnar og ýta á restart. Endurræstur draugur úr fortíðinni skyldi leiða samningaviðræður Íslands vegna Icesave-málsins. Enn á ný stofnuðu úreltir stjórnmálamenn til bræðralags. Haltur leiddi blindan. Forhertir gæjar sem aldrei hefur tekist að svara kalli tímans. Ef þeir skoðanabræður hefðu ráðið ferðinni þá væri þannig umhorfs í íslensku samfélagi (túrismans) að Ísland væri eina ríkið í Evrópu sem bannaði bjór. En það er önnur saga. Og við hverju mátti búast af Svavari? Steingrímur, keyrður upp af gömlu forriti, kunni bara eitt svar og hljómaði eins og biluð grammafónplata þegar hann sagði: „Hann mun landa glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur.“ En hver flýgur eins og hann er fiðraður, gamli refurinn „crashaði“ illilega í súlnasölum bresku krúnunnar og andstæðingarnir brostu kátbroslega niður í skeggið þegar samningar voru undirritaðir. Leikritið hélt svo áfram að hætti úreltra stjórnmálamanna. Með undraverðum hætti tókst þeim næstum því að plata þjóðina með því að láta hið ranga sýnast rétt og hið rétta sýnast rangt. Líkt og Zenón sem reyndi að telja Forngrikkjum trú um að stríðshetjan Akkilles myndi aldrei ná skjaldbökunni í kapphlaupi, sama hversu lítið forskot hún hefði. Af hverju er endalaust framboð af gömlum og úreltum stjórnmálamönnum á Íslandi? Af hverju komast þessir menn sífellt til æðstu metorða?
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun